Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

83. fundur 09. mars 2020 kl. 16:30 - 18:20 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hólmar Hákon Óðinsson varaformaður I lista
  • Gauti Már Rúnarsson aðalmaður, D lista
  • Diljá Helgadóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála

1.Reglur um umsóknir og innritun í Leikskóla Fjallabyggðar 2020

Málsnúmer 2002030Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna. Reglur um umsóknir og innritun í Leikskóla Fjallabyggðar 2020 lagðar fram til kynningar og umræðu. Um er að ræða endurbættar eldri innritunarreglur Leikskóla Fjallabyggðar. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

2.Leiðbeiningar um verklag við ráðningar kennara og stjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla

Málsnúmer 2002038Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskólans, Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.
Menntamálastofnun hefur sent frá sér leiðbeiningar um verklag við ráðningar kennara og stjórnenda við leik- grunn- og framhaldsskóla. Leiðbeiningarnar, sem gerðar eru í kjölfar laga um eitt leyfisbréf í leik-, grunn- og framhaldsskólum, eru lagðar fram til kynningar.

3.Reglur um umsóknir og innritun í Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2001030Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.
Lögð fram drög að nýjum reglum um umsóknir, innritun og skólavist í Grunnskóla Fjallabyggðar. Reglurnar lagðar fram til kynningar og umræðu. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

4.Umsókn um afnot af sundlaug eða líkamsrækt í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, ferli og eyðublað.

Málsnúmer 2003019Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar.
Til umræðu eru drög að samningi um afnot einstaklinga af sundlaug eða líkamsræktarsal til þjálfunar. Frekari umræðu og afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

5.Viðbragðsáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar við heimsfaraldri 2020

Málsnúmer 2003023Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.
Lögð voru fram til kynningar drög að Viðbragðsáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar vegna heimsfaraldurs. Viðbragðsáætlunin verður birt á heimasíðu Grunnskóla Fjallabyggðar á næstu dögum.

6.Viðbragðsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2003024Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Fanney Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna.
Lögð voru fram til kynningar drög að Viðbragðsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar. Í henni er kafli um smitsjúkdóma sem ná almannavarnarstigi og eru þar almennar leiðbeiningar m.a. um neyðarstig. Viðbragðsáætlunin verður birt á heimasíðu Leikskóla Fjallabyggðar á næstu dögum.

Fundi slitið - kl. 18:20.