Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

56. fundur 21. júní 2011 kl. 15:00 - 15:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sólrún Júlíusdóttir formaður
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Anna Rósa Vigfúsdóttir aðalmaður
  • Hrefna Katrín Svavarsdóttir starfsmaður félagsþjónustu
  • Helga Helgadóttir starfsmaður félagsþjónustu
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaug Kristjánsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Hrefna Katrín Svavarsdóttir Starfsmaður félagsþjónustu

1.Fasteignasjóður

Málsnúmer 1105063Vakta málsnúmer

Lögð fram reglugerð og vinnureglur Fasteignasjóðs ásamt bréfi frá Innanríkisráðuneytinu þar sem óskað er eftir upplýsingum um nýtingu á Lindargötu 2, árið 2012. Nefndin leggur til að árið 2012 verði nýting á Lindargötu 2 áfram á sömu forsendum og verið hefur.

2.Erindisbréf félagsmálanefndar - uppfærsla

Málsnúmer 1102029Vakta málsnúmer

Lagðar fram breytingar á erindisbréfi félagsmálanefndar, þar sem nokkur atriði eru færð til samræmis við samþykkt um stjórn og fundarsköp Fjallabyggðar. Afgreiðslu frestað.

3.Fundargerðir Starfshóps um úthlutun leiguíbúða 2011

Málsnúmer 1102072Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð starfshóps um úthlutun leiguíbúða frá 20. júní 2011. 

4.Samkomulag um framlög til Varasjóðs húsnæðismála

Málsnúmer 1012093Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Varsjóði húsnæðismála varðandi framlag vegna sölu félagslegs íbúðarhúsnæðis.

 

5.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1105117Vakta málsnúmer

Óskað eftir frekari gögnum

6.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1012085Vakta málsnúmer

Umsókn samþykkt

7.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1106064Vakta málsnúmer

Umsókn samþykkt

8.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1102058Vakta málsnúmer

 Umsókn samþykkt

9.Skýrsla um félagsþjónustu sveitarfélaga 2011

Málsnúmer 1105152Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga um félagsþjónustu sveitarfélaga.  Í skýrslunni eru birtar tölulegar upplýsingar um félagsþjónustuna fyrir árin 2007 til 2009.

10.Fundargerð þjónustuhóps SSNV frá 15.05.2011

Málsnúmer 1105118Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir félagsþjónustunefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2011

Málsnúmer 1103118Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

 

 

 

 

 

Fundi slitið - kl. 15:00.