Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

47. fundur 28. október 2010 kl. 15:30 - 15:30 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sólrún Júlíusdóttir formaður
  • Kristín Brynhildur Davíðsdóttir aðalmaður
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Anna Rósa Vigfúsdóttir aðalmaður
  • Þ. Kristín Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Húsnæðismál Iðju/dagvistar

Málsnúmer 0809086Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd fór í skoðunarferð í nýtt leiguhúsnæði fyrir Iðju/dagvist fatlaðra, við Aðalgötu 7 á Siglufirði.  Gert er ráð fyrir að húsnæðið verði tekið í notkun eftir áramót.

2.Reglur um úthlutun á leiguhúsnæði hjá Fjallabyggð

Málsnúmer 1010010Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að reglum um úthlutun leiguíbúða hjá Fjallabyggð.  Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu.  Þar með falli úr gildi Reglur um úthlutun leiguíbúða aldraðra í Skálarhlíð, sem samþykktar voru af bæjarstjórn Fjallabyggðar 11. mars 2008.

3.Beiðni um aðstöðu í snyrtistofu á Skálarhlíð

Málsnúmer 1009109Vakta málsnúmer

Í framhaldi af bókun um þetta mál á síðasta fundi nefndarinnar, vill félagsmálanefnd árétta, að æskilegt er að auka fjölbreytni við þjónustu snyrtistofu í Skálarhlíð og æskilegt að þjónustan verði veitt af heimaaðilum.  Ekki verður séð að hægt verði að útiloka einn aðila umfram annan, að því tilskyldu að viðkomandi hafi starfsréttindi í sínu fagi.

4.Trúnaðarmál, umsókn um styrk

Málsnúmer 1009064Vakta málsnúmer

Samþykkt

Umsókn samþykkt.

5.Fjárhagsáætlun félagsþjónustu 2011

Málsnúmer 1010137Vakta málsnúmer

Vinnugögn lögð fram til kynningar.

6.Ársskýrsla SSNV 2009

Málsnúmer 1010057Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerð þjónustuhóps SSNV, frá 01.10.2010

Málsnúmer 1010005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerð þjónustuhóps SSNV, frá 13.10.2010

Málsnúmer 1010055Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.