Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

145. fundur 14. apríl 2023 kl. 12:00 - 13:30 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður, A lista
  • Friðþjófur Jónsson aðalmaður, A lista
  • Ólafur Baldursson varaformaður, D lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ólöf Rún Ólafsdóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna

Málsnúmer 2303070Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna.
Lögð fram til kynningar móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna.
Meginmarkmið móttökuáætlunar sveitarfélaga er að stuðla að jöfnum tækifærum til menntunar auk félagslegrar, efnahagslegrar og menningarlegrar velferðar nýbúa, óháð bakgrunni þeirra.
Fjölmenningarsetri er falið að veita sveitarfélögum og stofnunum stuðning við gerð móttökuáætlana og fjölmenningarstefna. Hlutverk Fjölmenningarseturs er meðal annars að veita stjórnvöldum, stofnunum, fyrirtækjum, félögum og einstaklingum ráðgjöf og upplýsingar um málefni innflytjenda.

2.Hátindur 60 plús.

Málsnúmer 2212014Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu verkefnisins, Hátindur 60 plús.
Farið yfir stöðu verkefnisins, opnunarhátíð Hátinds 60 plús sem fram fór þann 29. mars sl. fyrir fullu húsi í Tjarnarborg og viðburði og verkefni sem framundan eru.

3.Fjölgun NPA samninga á árinu 2023

Málsnúmer 2303071Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dag. 23.02.2023 varðandi fjölgun NPA samninga á árinu 2023.
Lagt fram til kynningar bréf félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dag. 23.02.2023 varðandi fjölgun NPA samninga á árinu 2023.

4.Stefna og áætlun Fjallabyggðar geng einelti, áreitni og ofbeldi

Málsnúmer 2303072Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að stefnu áætlun Fjallabyggðar gegn einelti, áreitni og ofbeldi.
Lögð fram drög að stefnu áætlun Fjallabyggðar gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Markmið viðbragðsáætlunarinnar er til að fyrirbyggja og bregðast við aðstæðum þar sem einstaklingur eða hópur telur sig verða fyrir einelti, kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni eða ofbeldi innan vinnustaðar eða við þjónustu á vegum Fjallabyggðar.

5.Ársreikningar 2022 vegna Sambýlis við Lindargötu 2.

Málsnúmer 2303085Vakta málsnúmer

Ársreikningur heimilisins að Lindargötu 2 fyrir árið 2022 lagður fram til kynningar.

6.Trúnaðarmál, félagsleg þjónusta

Málsnúmer 2303086Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Drög að þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk 2023-2027

Málsnúmer 2303073Vakta málsnúmer

Viljayfirlýsing til verkefnisstjórnar um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk.
Deildarstjóri félagsmáladeildar hefur sent verkefnastjórn um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk viljayfirlýsingu um að Fjallabyggð hafi áhuga á að sækja um að vera tilraunasveitarfélag um þjónustuna.

8.Fræðsla um hinsegin málefni fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga

Málsnúmer 2304027Vakta málsnúmer

Fræðslufundur innviðaráðuneytisins um hinsegin málefni.
Innviðaráðuneytið býður kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga til fræðslufundar um hinsegin málefni. Fræðslan fer fram á fjarfundi (Teams). Fræðslan tekur um klukkustund og er opin öllum kjörnum sveitarstjórnarfulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga.

Fundi slitið - kl. 13:30.