Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

123. fundur 08. apríl 2020 kl. 10:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ingvar Ágúst Guðmundsson varaformaður, D lista
  • Díana Lind Arnarsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ólína Ýr Jóakimsdóttir formaður I lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Konráð Karl Baldvinsson aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Til upplýsinga vegna COVID-19

Málsnúmer 2003007Vakta málsnúmer

Deildarstjóri upplýsti nefndarmenn um áhrif Covid-19 á starfsemi félagsþjónustunnar og þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til í þjónustu í kjölfar þess að neyðarástandi var lýst yfir þann 6. mars og samkomubanni þann 16. mars sl.. Til þess að vernda aldraða og viðkvæma hópa liggur Félagsstarf aldraðra niðri og starfsemi Iðju sömuleiðis. Starfsmenn hafa verið færðir í önnur verkefni og þess gætt að þeir sinni ekki fleiri en einni starfsstöð til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu smits þvert á þjónustueiningar. Félagsleg heimaþjónusta og önnur stoðþjónusta hefur verið skert en heimsending matarbakka er óbreytt. Þetta hefur verið gert til þess að vernda skjólstæðinga og starfsfólk og til að forgangsraða nauðsynlegri heimaþjónustu. Heimsóknarbann hefur verið í gildi á dvalarheimilinu Hornbrekku og á heimilinu að Lindargötu 2 frá 6. mars. Í Skálarhlíð, íbúðum aldraðra var lokað fyrir heimsóknir og utanaðkomandi umferð um húsið frá og með 6. apríl í samráði og með fullu samþykki allra íbúa hússins. Úthringingar standa yfir til eldri borgara, 70 ára og eldri sem búa heima til að athuga aðstæður þeirra og hvort þörf sé fyrir aðstoð. Allt kapp verður lagt á að halda úti nauðsynlegri þjónustu fyrir skjólstæðinga félagsþjónustunnar í brýnni þörf.

Fundi slitið.