Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

110. fundur 12. apríl 2018 kl. 16:00 - 17:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir formaður, S lista
  • Sæunn Gunnur Pálmadóttir varaformaður, D lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ólafur Guðmundur Guðbrandsson áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Valur Þór Hilmarsson varamaður, S lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Trúnaðarmál, félagsleg þjónusta

Málsnúmer 1802077Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.Málefni fatlaðra 2018

Málsnúmer 1802078Vakta málsnúmer

Lögð fram ný reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk árið 2018, ásamt 2. áætlun um áætluð framlög vegna málefna fatlaðs fólks 2018.

3.Uppfærð grunnfjárhæð vegna fjárhagsaðstoðar 2018

Málsnúmer 1804052Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar hækki um 2%. Grunnfjárhæð einstaklinga verður kr. 142.831 og grunnfjárhæð sambúðarfólks verður kr. 228.529.

Fundi slitið - kl. 17:00.