Bæjarstjórn Fjallabyggðar

131. fundur 26. apríl 2016 kl. 17:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson forseti bæjarstjórnar, F-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Nanna Árnadóttir varabæjarfulltrúi, S lista
  • Guðný Kristinsdóttir varabæjarfulltrúi, F lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Ríkharður Hólm Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar setti þennan aukafund og bauð viðstadda velkomna til fundar.
Allir aðalfulltrúar voru mættir að undanskildum Hilmari Elefsen og Kristni Kristjánssyni. Í þeirra stað mættu Nanna Árnadóttir og Guðný Kristinsdóttir.

1.Framkvæmdalán til leikskólabyggingar - uppgreiðsla skuldabréfs

Málsnúmer 1604053Vakta málsnúmer

Á 441. fundi bæjarráðs, 19. apríl 2016 var
samþykkt lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga upp á 80 mkr. til 10 ára vegna framkvæmda við leikskóla.

Bæjarstjóri fór yfir lánssamning.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 80.000.000 kr. til 10 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir við leikskóla.
Jafnframt er bæjarstjóra, Gunnari Birgissyni, kt: 300947-2639, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fjallabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Fundi slitið.