Bæjarstjórn Fjallabyggðar

60. fundur 28. janúar 2011 kl. 15:30 - 16:30 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
  • Ólafur Helgi Marteinsson bæjarfulltrúi
  • Magnús Albert Sveinsson varabæjarfulltrúi
  • Kristinn Gylfason varabæjarfulltrúi
  • Guðmundur Gauti Sveinsson varabæjarfulltrúi
  • Ásdís Pálmadóttir varabæjarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Róbert Haraldsson
  • Ægir Bergsson
  • Hilmar Þór Elefsen
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 1101107Vakta málsnúmer





Tillaga varaforseta um að ræða þetta mál fyrir luktum dyrum var samþykkt með 5 atkvæðum  gegn atkvæðum Guðmundar Gauta Sveinssonar, Hilmars Þórs Elefsens, Ægis Bergssonar og Róberts Haraldssonar.


 


Lögð fram gögn er varðar varamenn og ekki gerðar athugasemdir.



Bæjarstjóri fór síðan yfir tillögu meirihluta bæjarstjórnar og svaraði spurningum.
Til máls tóku Hilmar Þór Elefsen, Guðmundur Gauti Sveinsson og Róbert Haraldsson.

Tillaga er varðar rekstur þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar borin upp og samþykkt með 5 atkvæðum.
4 greiddu atkvæði á móti, Guðmundur Gauti Sveinsson, Róbert Haraldsson, Ægir Bergsson og Hilmar Þór Elefssen.

Eftirfarandi bókun var lögð fram.
"Minnihlutinn í sveitarstjórn Fjallabyggðar, S og T listi, getur ekki stutt tillögu meirihlutans um breytingar á starfsmannahaldi  þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar. Í ljósi þess að ekki hefur verið rökstutt með gögnum að útboðið á snjómokstri skili hagræðingu og réttlæti því uppsagnir þessar, greiðum við atkvæði á móti tillögunni."
Guðmundur Gauti Sveinsson
Ægir Bergsson
Hilmar Elefsen
Róbert Haraldsson

Fundi slitið - kl. 16:30.