Bæjarstjórn Fjallabyggðar

198. fundur 15. febrúar 2021 kl. 12:00 - 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
  • Ólafur Stefánsson varabæjarfulltrúi, D lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
  • Helgi Jóhannsson varabæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Stytting vinnuvikunnar

Málsnúmer 2101016Vakta málsnúmer

Til máls tóku Ingibjörg G. Jónsdóttir, Ólafur Stefánsson, Elías Pétursson, Helgi Jóhannsson, S. Guðrún Hauksdóttir og Tómas Atli Einarsson.

Fram er lögð niðurstaða atkvæðagreiðslu starfsmanna ráðhússins á tillögu bæjarstjóra og vinnutímanefndar á vinnutímafyrirkomulagi vegna styttingar vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki, tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Tillagan felur í sér að vinnuvikan styttist um 110 mínútur, m.v. 100% starf, sem safnað er upp og stytting tekin á föstudögum með þeim hætti að dagvinnu lýkur þann dag kl. 14:10. Styttingin hefur í för með sér breytingu á opnunartíma afgreiðslu sem færist til um klukkutíma.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum breytt fyrirkomulag til þriggja mánaða líkt og hjá öðrum stofnunum sveitarfélagsins og verður reynslan að fyrirkomulaginu metin í lok fyrrgreinds þriggja mánaða tímabils.

2.Opnunartími bæjarskrifstofu

Málsnúmer 2102045Vakta málsnúmer

Til máls tóku Ingibjörg G. Jónsdóttir og Helgi Jóhannsson og S. Guðrún Hauksdóttir.

Með vísan til fyrra máls á dagskrá fundarins er lögð fyrir fundinn tillaga að breyttum opnunartíma afgreiðslu í ráðhúsi Fjallabyggðar, breyting er með þeim hætti að á föstudögum skuli afgreiðsla skrifstofu opna kl. 08:30 í stað kl. 09:30 og loka kl. 14:00 í stað kl. 15:00 eins og verið hefur. Opnunartími skiptiborðs sem er frá kl. 08:00 til 15:00 alla daga breytist þannig að skiptiborðið lokar, líkt og afgreiðslan, kl. 14:00 á föstudögum.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum framlagða tillögu um breyttan opnunartíma.

Fundi slitið - kl. 13:00.