Bæjarstjórn Fjallabyggðar

254. fundur 19. febrúar 2025 kl. 12:00 - 12:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir forseti
  • Tómas Atli Einarsson 2. varaforseti
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
  • Guðjón M. Ólafsson 1. varaforseti
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalfulltrúi
  • Þorgeir Bjarnason aðalfulltrúi
  • Arnar Þór Stefánsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga 2024-2025

Málsnúmer 2501051Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 18.febrúar 2025 vísaði bæjarráð eftirfarandi óskum um sérreglum í reglugerð 819/2019 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2024/2025 til afgreiðslu í bæjarstjórn:

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr., c liðar 1. greinar breytist og verður:

Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í viðkomandi sveitarfélagi 1. júlí 2024.

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:

Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan viðkomandi byggðalags á tímabilinu 1. september 2023 til 31. ágúst 2024, þó að hámarki 80 þorskígildistonn á fiskiskip.

Í 6. grein reglugerðarinnar verði veitt undanþága frá löndun til vinnslu.

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta innan sveitarfélagsins. " Önnur ákvæði sömu málsgr. breytist í samræmi.

Í 6.gr., 3.málsgr, breytist og verður: „Afli sem boðinn er upp á fiskmarkaði innan sveitarfélagsins telst uppfylla skilyrði um löndun innan sveitarfélagsins samkvæmt 1.málsgr.“
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir ofangreindar óskir um breytingar á sérreglum í reglugerð 819/2019 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2024/2025 með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 12:15.