Bæjarráð Fjallabyggðar

513. fundur 08. ágúst 2017 kl. 12:00 - 12:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson aðalmaður, S lista
  • Helga Helgadóttir varamaður, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Opnun tilboða í Skarðsveg

Málsnúmer 1708004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tilboð vegna framkvæmda á Skarðsvegi. Framkvæmdin er á vegum Vegagerðarinnar. Opnun tilboða fór fram 1. ágúst sl.

Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:

Árni Helgason ehf. 125.905.000.-
Norðurtak ehf. 162.943.800.-
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 146.100.000.-

Bæjarráð fagnar því að framkvæmdin skuli vera að hefjast.

2.Gangstéttaframkvæmdir við Kirkjuveg í Ólafsfirði

Málsnúmer 1706042Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Hrafnhildi Ýr Denke Vilbertsdóttur fyrir hönd íbúa við Kirkjuveg í Ólafsfirði, dags. 25. júlí 2017, þar sem óskað er eftir því að bæjarráð endurskoði ákvörðun sína um gangstéttarframkvæmdir við götuna.

Bæjarráð ítrekar fyrri ákvörðun sína.

3.Bílastæði við Skálarhlíð

Málsnúmer 1611035Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Steingrími Kristinssyni dags. 1. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir því að bílastæði við Skálarhlíð verði merkt íbúum Skálarhlíðar.

Bæjarráð samþykkir að bílastæði við Skálarhlíð verði merkt þannig að þau séu einungis ætluð íbúum Skálarhlíðar og felur deildarstjóra tæknideildar að láta framkvæma verkið.

4.Ósk um lausn úr bæjarstjórn

Málsnúmer 1708005Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Guðnýju Kristinsdóttur, bæjarfulltrúa F-listans, þar sem hún óskar eftir lausn frá störfum bæjarfulltrúa.

Þá hefur Hörður Júlíusson varabæjarfulltrúi F-listans óskað eftir lausn frá störfum.

Bæjarráð samþykkir að verða við óskum Guðnýjar og Harðar og felur yfirkjörstjórn að gefa út ný kjörbréf.

5.Uppsögn forstöðumanns Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar

Málsnúmer 1708003Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi.

Lagt fram uppsagnarbréf Hrannar Hafþórsdóttur, forstöðumanns Bókasafns Fjallabyggðar, dags. 1. ágúst 2017. Mun hún láta af störfum 15. október n.k..

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að auglýsa eftir nýjum forstöðumanni.

6.Trúnarðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 1708007Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

7.Kostnaður vegna flutninga á milli skólahúsa

Málsnúmer 1706051Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð frá Bender vegna kaupa á 6 sófum fyrir húsnæði Grunnskóla Fjallabyggðar að Tjarnarstíg. Tilboðið hljóðar upp á 188.860.- stk. eða 1.133.160.-.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Bender og vísar upphæðinni til viðauka við fjárhagsáætlun 2017.

Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ganga frá kaupunum.

8.Kynning á teljurum fyrir ferðamenn

Málsnúmer 1708002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur þar sem kynntir eru teljarar fyrir ferðamenn, hjól og ökutæki og gagnagrunn sem teljurunum fylgja.



9.Deiliskipulag-lóðir norðan Hafnarbryggju Þormóðseyri, Siglufirði

Málsnúmer 1611052Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svarbréf Skipulagsstofnunar dags. 27. júlí 2017, þar sem bæjarstjórn er tilkynnt að stofnunin hafi farið yfir lagfærð gögn deiliskipulagsins og geri ekki athugasemd við að bæjarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda, þegar aðalskipulagsbreyting sama svæðis hefur tekið gildi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að auglýsa lóðirnar þegar aðalskipulagsbreyting hefur tekið gildi.

10.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 1708008Vakta málsnúmer

Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.

Undir þessum lið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi.

Lögð fram umsókn um námsvist grunnskólanema utan lögheimilissveitarfélags.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 12:45.