Bæjarráð Fjallabyggðar

507. fundur 27. júní 2017 kl. 12:00 - 12:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Umbótaáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1604017Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar þar sem farið er yfir þá vinnu er varðar umbótaáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar.
Bæjarráð felur skólastjóra að senda svarbréfið til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

2.Kostnaður vegna flutninga á milli skólahúsa

Málsnúmer 1706051Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar varðandi kostnað vegna flutninga á milli skólahúsa.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn starfandi deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

3.Áætlaður kostnaður vegna verkefna skólaárið 2017-2018

Málsnúmer 1706052Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar varðandi áætlaðan kostnað vegna verkefna skólaárið 2017 - 2018.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn starfandi deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

4.Endurskoðun og endurnýjun á samstarfssamningi Skógræktarfélags Siglufjarðar

Málsnúmer 1611006Vakta málsnúmer

Umsögn bæjarstjóra mun liggja fyrir á næsta fundi. Afgreiðslu frestað.

5.Staðgreiðsla tímabils - 2017

Málsnúmer 1704084Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars á timabilinu 1. janúar til 23. júní 2017.
Innborganir nema 466.023.490 kr. sem er 92,95% af tímabilsáætlun, sem gerði ráð fyrir 501.345.219 kr.

6.Endurnýjun gervigrass á sparkvöllum í Fjallabyggð

Málsnúmer 1706030Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar er varða tilboð í endurnýjun gervigrass á sparkvellina í Fjallabyggð.
Lögð fram tilboð Altis og Metatrons í endurnýjun gervigrass á sparkvöllum í Fjallabyggð.
Bæjarráð samþykkir að taka lægsta tilboði frá Altis að upphæð 8.605.554.- og felur deildarsstjóra tæknideildar að ganga til samninga við Altis.

7.Málþing um fiskeldismál 2017

Málsnúmer 1705080Vakta málsnúmer

Lögð fram dagskrá málþings um sjókvíaeldi sem haldið verður í Tjarnarborg, Ólafsfirði, föstudaginn 30. júní nk. kl. 13-17. Aðgangur að málþinginu er ókeypis og allir eru velkomnir.

8.Lóð undir sjálfsafgreiðslustöð á Siglufirði

Málsnúmer 1310025Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Skeljungi um beiðni um lóðaúthlutun fyrir sjálfsafgreiðslustöð.
Bæjarráð vísar í svarbréf bæjarstjóra frá 5. mars 2015 og telur að með svarbréfinu hafi erindinu verið fullsvarað.

9.Umhverfislist í Ólafsfirði

Málsnúmer 1706043Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Jeanne Morrisson listamanni þar sem hún óskar eftir stuðningi frá sveitarfélaginu til verksins Steintröll og erindi frá forstöðumanni íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar um leyfi til þess að mála mynd af trölli á stafn íþróttamiðstöðvarinnar í Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkir 1.lið í erindinu um aðkomu sveitarfélagsins við gerð steintrölls í grennd við gangamunna Héðinsfjarðarganga og veitir jafnframt leyfi fyrir málverki af trölli á stafn íþróttamiðstöðvarinnar í Ólafsfirði.

10.Samningur um skóla- og frístundaakstur

Málsnúmer 1705057Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað starfandi deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála.
Í svari Hópferðabifreiða Akureyrar við beiðni Fjallabyggðar um framlengingu á samningi um skóla-og frístundaakstur kemur fram að fyrirtækið sér sér ekki fært að halda óbreyttum verðum.
Bæjarráð samþykkir að bjóða skóla- og frístundaakstur út og felur starfandi deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og deildarstjóra tæknideildar að undirbúa útboð.

11.Almenn atkvæðagreiðsla um Fræðslustefnu Fjallabyggðar

Málsnúmer 1705075Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tilkynning Fjallabyggðar til Þjóðskrár Íslands um fyrirhugaða undirskriftarsöfnun.
Bæjarráð vill beina því til ábyrgðarmanna undirskriftasöfnunarinnar að leiðrétta þarf rafrænan undirskriftarlista söfnunarinnar en þar er aldursbil tilgreint 16-120 ára.
Samkvæmt reglugerð 155/2013 um undirskriftasafnanir vegna almennra atkvæðagreiðslna, samkvæmt sveitarstjórnarlögum, eiga aðeins þeir sem hafa kosningarrétt í viðkomandi sveitarfélagi rétt á að óska almennrar atkvæðagreiðslu.

Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að senda ábendinguna til Þjóðskrár og ábyrgðarmanna undirskriftasöfnunarinnar.

12.Frístundastarf sumarið 2017

Málsnúmer 1706050Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Dagbjörtu Ísfeld varðandi smíðasmiðju og Katrínu Freysdóttur varðandi afþreyingu barna í 3. - 7. bekk.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn markaðs- og menningarfulltrúa fyrir næsta fund bæjarráðs.

13.Starf deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála

Málsnúmer 1706053Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fastráða Guðrúnu Sif Guðbrandsdóttur í starf deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála.

14.Gangstéttaframkvæmdir við Kirkjuveg í Ólafsfirði

Málsnúmer 1706042Vakta málsnúmer

Lagður fram undirskriftarlisti íbúa við Kirkjuveg í Ólafsfirði.
Í erindi íbúa við Kirkjuveg er óskað eftir því að steypt verði gangstétt við götuna.
Í umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar er lagt til að settur verði malbikskantur þar sem stéttin byrjar líkt og gert hefur verið annars staðar í bænum. Kostnaður við þá aðgerð gæti numið um kr. 1.000.000.-.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.

15.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar, Brimnes Hótel ehf

Málsnúmer 1706044Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 20. júní 2017, er varðar umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar fyrir Brimnes Hótel ehf kt. 430297-2369, Bylgjubyggð 2, 625 Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkir rekstrarleyfið fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 12:45.