Bæjarráð Fjallabyggðar

506. fundur 20. júní 2017 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Málefni Fairytale at sea varðandi aðstöðu félagsins í Ólafsfirði

Málsnúmer 1705071Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn bæjarstjóra vegna erindis forsvarsmanna Fairytale at sea dags. 18. maí 2017. Í erindinu er óskað eftir því að bætt verði við tveimur tengistykkjum við flotbryggju, að halli á rampi verði minnkaður í vesturhöfninni, aðgangi að köldu vatni í austurhöfninni, tveimur bekkjum við aðstöðugáminn og að ósinn að vatninu verði skoðaður svo hægt verði að sigla inn.

2.Hólsá og Leyningsá veiðistjórnun/veiðivernd

Málsnúmer 1705084Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn bæjarstjóra þar sem fram kemur að kostnaður bæjarfélagsins verði smávægilegur í uppsetningu skilta og stöku eftirlitsferð bæjarverkstjóra.
Bæjarráð samþykkir þær tillögur sem fram koma í erindi Leyningsáss frá 26.maí 2017.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna samþykktina fyrir Fiskistofu.

3.Samningur við KF um uppsetningu á nýjum söluskúr.

Málsnúmer 1706037Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur við KF um uppsetningu á nýjum söluskúr við Knattspyrnuvöll Fjallabyggðar í Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning við KF.
Áætlað er að heildarkostnaður verði kr. 2.000.000.- og verður hann færður á framkvæmdaliðinn "ýmis smáverk".

4.Frístundaakstur, sumaráætlun 2017

Málsnúmer 1706039Vakta málsnúmer

Beiðni frá KF um breyttar rútuferðir vegna leikjanámskeiðs.
Knattspyrnufélag Fjallabyggðar óskar eftir breytingu á tímatöflu frístundaaksturs vegna leikjanámskeiðs og fótboltaskóla KF í sumar.
Kostnaður er áætlaður kr. 405.620.-
Bæjarráð samþykkir beiðnina og vísar upphæðinni til viðauka við fjárhagsáætlun.

5.Starf hjúkrunarforstjóra Hornbrekku

Málsnúmer 1705067Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar þar sem undirritaðir mæla með því við bæjarráð að Elísa Rán Ingvarsdóttir verði ráðin sem hjúkrunarforstjóri dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

6.Bókhaldsleg meðferð uppgjörs lífeyrisskuldbindinga í A-deild Brúar og umfjöllun um opinber fjármál

Málsnúmer 1705073Vakta málsnúmer

Upplýsingar hafa ekki enn borist frá Lífeyrissjóðnum Brú. Málinu frestað þar til upplýsingar hafa borist.

7.17. júní 2017

Málsnúmer 1704054Vakta málsnúmer

Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.
Lagður fram samningur við Menningar og fræðslunefnd Slökkviliðsins í Ólafsfirði um hátíðarhöld á 17. júní 2017. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 500.000 krónum. Einnig lögð fram umsögn bæjarstjóra þar sem lagt er til við bæjarráð að framlagið til MOFSÓ verði hækkað í 600.000 krónur. Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og vísar kostnaðinum til viðauka við fjárhagsáætlun.

8.Útboð Grunnskólalóð Siglufirði

Málsnúmer 1706041Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild til að halda lokað útboð vegna framkvæmda við 1. áfanga grunnskólalóðarinnar á Siglufirði.
Eftirfarandi verktökum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkefnið:
Bás ehf.
Sölvi Sölvason
Smári ehf
Árni Helgason ehf
Magnús Þorgeirsson
Bæjarráð samþykkir beiðni deildarstjóra tæknideildar.

9.Samningur um heimild til þess að leggja lagnir fyrir hitaveitu um land jarðarinnar Hólkot

Málsnúmer 1706033Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur Fjallabyggðar og Norðurorku um heimild til að þess að leggja lagnir fyrir hitaveitu um land jarðarinnar Hólkots.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.

10.Endurskoðun og endurnýjun á samstarfssamningi Skógræktarfélags Siglufjarðar

Málsnúmer 1611006Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Skógræktarfélagi Siglufjarðar þar sem óskað er eftir endurnýjun á samstarfssamningi og hækkun á árlegu framlagi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram tillögu að samnningi á næsta fundi bæjarráðs.

11.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar

Málsnúmer 1706031Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 12.júní 2017, er varðar umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar fyrir Siglunes Guesthouse ehf kt. 500299-2239, Lækjargötu 10, 580 Siglufirði.
Bæjarráð samþykkir rekstrarleyfið fyrir sitt leyti.

12.Umbótaáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1604017Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytis er varðar umbótaáætlun sveitarfélagsins og Grunnskóla Fjallabyggðar vegna skólaársins 2016-2017. Umbeðnar upplýsingar eiga að berast ráðuneytinu eigi síðar en 1.júlí nk.
Bæjarráð felur skólastjóra og starfandi deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að leggja svarbréf fyrir bæjarráð á næsta fundi þess.

13.Frá nefndasviði Alþingis - 414.mál til umsagnar - mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir

Málsnúmer 1706038Vakta málsnúmer

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 414. mál.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:00.