Bæjarráð Fjallabyggðar

496. fundur 10. apríl 2017 kl. 12:00 - 12:40 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir aðalmaður, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Fráveita Siglufirði - 2017

Málsnúmer 1703071Vakta málsnúmer

Tilboð í verkefnið 'Fráveita Siglufirði 2017' voru opnuð 4.4.
Eftirfarandi tilboð barst:
Bás ehf. 23.026.810
Kostnaðaráætlun 26.108.500
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Bás ehf.

2.Málefni Hornbrekku

Málsnúmer 1703062Vakta málsnúmer

Minnisblað bæjarstjóra lagt fram og afgreiðslu frestað.

3.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 1704015Vakta málsnúmer

Fært í trúnaðarbók.

4.Styrkumsóknir 2017 - Fasteignaskattur félagasamtaka

Málsnúmer 1609043Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsóknir um niðurfellingar á fasteignaskatti félagasamtaka fyrir árið 2017.
Bæjarráð samþykkir framlagðan lista að upphæð samtals 2.310.353 krónur.

5.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 - tillaga að breytingum verkefnis og matslýsing

Málsnúmer 1704012Vakta málsnúmer

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

6.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 1701009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2017

Málsnúmer 1701004Vakta málsnúmer

Fundargerð öldungaráðs frá 31. mars 2017.
Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar frá 3. apríl 2017.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 6. apríl 2017.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 12:40.