Bæjarráð Fjallabyggðar

490. fundur 02. mars 2017 kl. 09:00 - 09:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir aðalmaður, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Starf deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar

Málsnúmer 1702041Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn bæjarstjóra, S. Guðrúnar Hauksdóttur og Sólrúnar Júlíusdóttur varðandi ráðningu á deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar. Tekin voru viðtöl við fjóra umsækjendur og er lagt til við bæjarráð að Guðrún Sif Guðbrandsdóttir verði ráðin í stöðuna.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að Guðrún Sif verði ráðin.

Fundi slitið - kl. 09:15.