Bæjarráð Fjallabyggðar

467. fundur 27. september 2016 kl. 08:00 - 09:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Samningur við Sálfræðiþjónustu Norðurlands

Málsnúmer 1609033Vakta málsnúmer

Á 465. fundi bæjarráðs, 16. september 2016, voru samþykkt drög að samningi við Sálfræðiþjónustu Norðurlands. Beiðni um viðbótarfjármagn vegna ársins 2016 að upphæð kr. 400.000 var frestað.

Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála Kristinn J. Reimarsson.

Bæjarráð samþykkir að viðbótarfjármagn vegna samnings um sálfræðiþjónustu komi af fjárveitingu annarra rekstrarliða grunnskólans.

2.Málefni Menntaskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 1407047Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar staðfesting sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps á leigusamningi vegna Menntaskólans á Tröllaskaga og þátttöku í nýbyggingu.

3.Reglur og verklag er varðar veitingu styrkja til menningar- og frístundamála

Málsnúmer 1609088Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála Kristinn J. Reimarsson.

Teknar til umfjöllunar reglur og verklag vegna styrkveitinga Fjallabyggðar til félaga og félagasamtaka.

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi reglur og verklag er varðar veitingu styrkja til menningar- og frístundamála og greiðslu fasteignaskatts í Fjallabyggð:

Styrkir til menningar- og frístundamála.

Til þess að umsókn sé talin fullgild og verði tekin til afgreiðslu verður hún að berast innan tilskilins tímafrests og umbeðin gögn, þ.e. skattframtal eða síðast samþykkti ársreikningur og greinargerð um hvernig á að nýta styrkinn, verða að fylgja umsókn. Umsóknarfrestur er tvær vikur.

Sömu kröfur er gerðar vegna umsókna um styrk vegna afnota á mannvirkjum Fjallabyggðar.

Fjallabyggð gerir þá kröfu að styrkþegi geri grein fyrir því hvernig styrknum var varið og skal greinargerð þess efnis skilað til sveitarfélagsins eigi síðar en 31. janúar vegna síðast liðins árs.
Hafi styrkurinn ekki verið nýttur í samræmi við upphaflega áætlun eða alls ekki nýttur ber styrkþega að skila styrkupphæðinni aftur til sveitarfélagsins.

Styrkupphæðin greiðist sem hér segir:
Styrkupphæð sem er lægri en 300.000 kr. greiðist í einu lagi á fyrri hluta árs.
Styrkupphæð sem er hærri en 300.000 kr. greiðist í tvennu lagi; 50% upphæðarinnar greiðist á fyrri hluta árs en lokagreiðsla greiðist þegar verkefninu er lokið og fullnægjandi greinargerð hefur verið skilað inn til sveitarfélagsins.

Styrkur vegna greiðslu fasteignaskatts.

Til þess að umsókn sé talin fullgild og verði tekin til afgreiðslu verður hún að berast innan tilskilins tímafrests og umbeðin gögn, þ.e. skattframtal eða síðast samþykkti ársreikningur og greinargerð um starfsemi umsækjanda, verða að fylgja umsókn. Umsóknarfrestur er tvær vikur.
Styrkupphæðin getur numið allt að álögðum fasteignaskatti og greiðist á fyrri hluta árs.

Þessar reglur skal taka til umfjöllunar við undirbúning gerðar fjárhagsáætlunar ár hvert.

4.Kaup á stafrænni sýningarvél

Málsnúmer 1609073Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Skúla Pálssonar, dagsett 19. september 2016, þar sem þess er farið á leit við bæjarráð að bæjarsjóður kaupi fullkomna stafræna kvikmynda sýningarvél ásamt hljóðkerfi, tjaldi og öðru sem til þarf vegna notkunar í Menningarhúsinu Tjarnarborg.

Bæjarráð telur að önnur verkefni varðandi Tjarnarborg hafi forgang, m.a. að skipta um þak og glugga og endurbæta eldhús, gólf og kjallara.

5.Rekstrarkostnaður á heilsdagsígildi e stærð leikskóla 2015

Málsnúmer 1609079Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 21. september 2016, um rekstrarkostnað á hvert heilsdagsígildi leikskólabarna eftir stærð leikskóla rekstrarárið 2015. Allar upplýsingar um fjölda barna og stöðugildi koma frá Hagstofu Íslands en upplýsingar um rekstur úr ársreikningum sveitarfélaga.
Áður en upplýsingar verða birtar er sveitarfélögum gefið tækifæri til að renna yfir og athuga hvort upplýsingar séu réttar.

Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að koma á framfæri leiðréttingum vegna stöðugilda starfsfólks.

6.Alþingiskosningar - 2016

Málsnúmer 1609004Vakta málsnúmer

Í upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands dagsettar 20. september í tengslum við Alþingiskosningar þann 29. október 2016, kemur m.a. fram að viðmiðunardagur kjörskrár er fimm vikur fyrir kjördag og þurftu því allar breytingar á lögheimili að vera skráðar fyrir lok dags þann 23. september s.l.
Kjörskrárstofn verður tilbúin til afhendingar eigi síðar en 29. september næstkomandi.

Lagt fram.

7.Heitt vatn til húshitunar á Reykjum.

Málsnúmer 1608018Vakta málsnúmer

Á 466. fundi bæjarráðs, 20. september 2016, samþykkti bæjarráð að óska eftir formlegri umsögn Norðurorku varðandi heitt vatn til húshitunar á Reykjum í Ólafsfirði.

Umsögn Norðurorku, dagsett 22. september 2016, lögð fram.

Þar kemur m.a. fram að jarðhiti er þekktur víða í Ólafsfirði og er jarðhitasvæðið að Reykjum eitt af þeim, en svæðið fékk Norðurorka ásamt fleiri svæðum ráðstafað til sína þegar fyrirtækið keypti Hitaveitu Ólafsfjarðar á sínum tíma.
Umrætt svæði hefur lítt verið rannsakað, en frístundahúseigendur hafa um árabil nýtt sjálfrennandi vatn á svæðinu í sína þágu með vitund og án athugasemda af hálfu Hitaveitu Ólafsfjarðar og síðar Norðurorku.
Ljóst er að sjálfrennandi vatnið er hvorki mjög heitt eða í miklu magni.
Talið er að heiðursmannssamkomulag sé í gangi meðal eigenda sumarhúsa á svæðinu að þeir skipti þessu vatni með sér þannig að allir fá í einhverju notið og þannig að jafnræði sé með aðilum í þeim efnum.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að upplýsa málsaðila um umsögn Norðurorku.

8.Heitt vatn í sveitina í Ólafsfirði

Málsnúmer 1609083Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi áhugahóps um lagningu heitavatnsæðar fram sveitina, austan Ólafsfjarðarvatns, dagsett 19. september 2016.
Óskað eftir því að bæjarráð taki til skoðunar hvort Fjallabyggð geti boðið óúthlutaðar frístundalóðir í Hólkotslandi með heitu vatni.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

9.Fundargerðir stjórnar Hornbrekku - 2016

Málsnúmer 1601011Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar frá 14. september 2016.
Fylgiskjöl:

10.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2016

Málsnúmer 1601013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar eftirfarandi fundargerð:

32. fundur fræðslu- og frístundanefndar frá 19. september 2016.

Fundi slitið - kl. 09:00.