Bæjarráð Fjallabyggðar

460. fundur 11. ágúst 2016 kl. 08:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson varamaður, F lista
  • Helga Helgadóttir varamaður, D lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Umsókn um námsleyfi veturinn 2016 - 2017

Málsnúmer 1607039Vakta málsnúmer

Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Á 459. fundi bæjarráðs, 2. ágúst 2016, var lagt fram erindi Hrefnu Katrínar Svavarsdóttur, er varðar ósk um launað og ólaunað námsleyfi veturinn 2016 til 2017. Um er að ræða undirbúningsnám fyrir talmeinafræði. Lögð var fram umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindis til næsta fundar.
Jafnframt var þess óskað að leikskólastjóri og deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála kæmu á fund bæjarráðs.

Á fund bæjarráðs komu leikskólastjóri, Olga Gísladóttir og deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson.

Farið var yfir umsóknina, skipulag leikskólastarfs og nýsettar reglur um launuð og ólaunuð leyfi.

Bæjarráð samþykkir að veita umsækjanda launalaust leyfi, en hafnar beiðni er varðar launað námsleyfi 2016 til 2017.
Jafnframt hvetur bæjarráð umsækjanda til að sækja um námsleyfi að undirbúningsnámi loknu.

2.Samstarf með Dalvíkurbyggð - tónskóli

Málsnúmer 1410044Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samstarfssamningi Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um tónskóla.
Einnig lögð fram drög að gjaldskrá Tónskólans á Tröllaskaga skólaárið 2016-2017.

Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti samstarfssamning og gjaldskrá.

Kjósa þarf fimm manna skólanefnd sem samanstendur af þremur kjörnum fulltrúum sveitarfélagana, tveggja embættismanna og jafn margra varamanna. Skipan skólanefndar verður með þeim hætti að fyrsta starfsárið skipar Dalvíkurbyggð 2 fulltrúa og Fjallabyggð 3 fulltrúa og næsta starfsár skipar Dalvíkurbyggð 3 fulltrúa og Fjallabyggð 2 fulltrúa.

Kosning í skólanefnd Tónskólans á Tröllaskaga verður á dagskrá næsta fundar bæjarráðs.

3.Endurbygging Bæjarbryggju á Siglufirði

Málsnúmer 1505028Vakta málsnúmer

Opnuð voru tilboð 3.ágúst 2016, vegna raflagna á bæjarbryggju/hafnarbryggju Siglufirði.

Tilboð bárust frá:
Raffó ehf., kr. 16.640.679,-
Tengill ehf., kr. 12.863.909,-
Kostnaðaráætlun var kr. 19.365.143,-.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að taka tilboði lægstbjóðanda.

Jafnframt var kynnt niðurstaða á tilboðum í vaxtakjör á brúarláni vegna framkvæmda við bæjarbryggju/hafnarbryggju, þar sem hlutur ríkisins verður ekki greiddur fyrr en snemma á næsta ári.
Niðurstaða var sú að Íslandsbanki bauð hagstæðustu kjörin.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.

4.Viðbygging við Menntaskólann á Tröllaskaga

Málsnúmer 1601094Vakta málsnúmer

Opnuð voru tilboð í viðbyggingu við MTR, 8. ágúst 2016.

Tilboð bárust frá:
Tréverki ehf, kr. 114.188.559,-
BB byggingar ehf, kr. 110.811.800,-
Kostnaðaráætlun var kr. 93.519.264,-.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.

Deildarstjóra tæknideildar var jafnframt falið að kanna með sparnaðarleiðir í tengslum við viðbygginguna.

5.Fráveita Ólafsfirði 2016

Málsnúmer 1604043Vakta málsnúmer

Á 443. fundi bæjarráðs, 3. maí 2016 var tilboðum hafnað sem bárust í verkið "Ólafsfjörður fráveita 2016. Yfirfalls- og dælubrunnur við Pálsbergsgötu. Útrás og yfirfallsbrunnur við Námuveg".

Bæjarstjóri fór yfir stöðu fráveituframkvæmda og lagði fram tillögu um að fresta verkefninu í Ólafsfirði til næsta árs og að það verði þá aftur boðið út.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.

6.Staða framkvæmda - 2016

Málsnúmer 1608004Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir stöðu framkvæmda ársins ásamt áætlaðri lokastöðu.

Bæjarráð samþykkir að vísa breytingum á framkvæmdaáætlun til umræðu á næsta fundi.

7.Staða viðhaldsframkvæmda 2016

Málsnúmer 1607051Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit frá deildarstjóra tæknideildar með stöðu viðhaldsverkefna Íbúðasjóðs á árinu.

8.Skólamáltíðir

Málsnúmer 1604082Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar undirritaður samningur við Veitingahúsið Höllina vegna skólamáltíða skólaárin 2016-2018.

9.Málefni Sigurhæðar ses (safnamál Ólafsfirði)

Málsnúmer 1605042Vakta málsnúmer

Á 448. fundi bæjarráðs, 6. júní 2016, samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að leggja fyrir bæjarráð drög að rekstrarsamningi.
Afstaða til erindis Sigurhæðar sem var til umfjöllunar á 445. fundi bæjarráðs, 18. maí 2016, yrði tekin þegar drög að rekstrarsamningi lægju fyrir.

Drög að rekstrarsamningi lagður fram.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti rekstrarsamning Fjallabyggðar við Sigurhæð ses.

Bæjarráð telur að framlag til greiðslu fasteignagjalda sé hluti af núgildandi rekstrarsamningi og hafnar beiðni um sérstakt framlag vegna fasteignaskatts.

Bæjarráð hafnar beiðni um að greiða kr. 500 þúsund sem gert var ráð fyrir til viðhalds Aðalgötu 15 Ólafsfirði, þar sem það er nú selt.

10.Heimild til útboðs á tjaldsvæði að Leirutanga, Siglufirði

Málsnúmer 1607048Vakta málsnúmer

Á 459. fundi bæjarráðs, 2. ágúst 2016 var samþykkt að heimila lokað útboð í tengslum við gerð útivistar og tjaldsvæði að Leirutanga í Siglufirði.

Vegna mistaka við útsendingu á gögnum til verktaka og nýrra forsenda á einstökum verkþáttum í verkefninu þá leggja bæjarstjóri og deildarstjóri tæknideildar til við bæjarráð að öllum tilboðum verði hafnað og að verkið verði boðið aftur út. Miðað verði við að tilboð séu opnuð miðvikudaginn 17. ágúst kl. 11:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

11.Verðkönnun vegna endurnýjunar á þaki Tjarnarborgar í Ólafsfirði

Málsnúmer 1607050Vakta málsnúmer

Á 459. fundi bæjarráðs, 2. ágúst 2016 var samþykkt
gerð verðkönnunar vegna endurnýjunar á þaki Tjarnarborgar í Ólafsfirði.

Niðurstaða verðkönnunar, 10. ágúst 2016 varð eftirfarandi:

Ferningar ehf Hafnarfirði, bauð kr. 9.999.390,-
Trésmíði ehf, bauð kr. 9.980.358,-
Berg ehf, bauð kr. 9.949.400,-

Kostnaðaráætlun var kr. 8.877.000,-

Bæjarráð samþykkir að semja við lægstbjóðanda.

12.Jafnréttisáætlun Fjallabyggðar 2016-2020

Málsnúmer 1512014Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettar 2. ágúst 2016, þar sem vakin er athygli á jákvæðri frétt frá Jafnréttisstofu sem hefur tekið á móti og samþykkt jafnréttisáætlanir hjá 54 af 74 sveitarfélögum landsins. Þetta eru heimtur upp á 73%, sem telst mjög góður árangur.

13.Framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda

Málsnúmer 1608006Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga við tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016-2019. Af því tilefni óskar Samband íslenskra sveitarfélaga eftir upplýsingum um það hvaða sveitarfélög hafi tekið upp formlega móttökuáætlun fyrir nýkomna innflytjendur.

Í svari deildarstjóra félagsmáladeildar við fyrirspurn kemur fram að Fjallabyggð hefur ekki sett sér formlega móttökuáætlun fyrir nýkomna innflytjendur. Hins vegar hafa leik- og grunnskóli stuðst við áætlun um innritun og móttöku nemenda af erlendu bergi brotnu.

Lagt fram til kynningar.

14.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 82. fundur - 3. ágúst 2016

Málsnúmer 1607014FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 82. fundur - 3. ágúst 2016 a) Tilboð í raflagnir á Bæjarbryggju/Hafnarbryggju.
    Eftirfarandi tilboð bárust í raflagnir:

    Raffó ehf. = 16.640.679 kr.

    Tengill ehf., Sauðárkróki = 12.863.909 kr.

    Kostnaðaráætlun hljóðar upp á = 19.365.143 kr.

    Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að ganga til samninga við lægstbjóðanda og felur hafnarstjóra úrvinnslu málsins.

    b) Tilboð í veituhús og lagnir á Hafnarbryggju.
    Tilboð voru opnuð í verkið "Lagnir og veituhús á Bæjarbryggju, Siglufirði", 12 júlí kl. 14:00.
    Eftirfarandi tilboð bárust:
    Sölvi Sölvason ehf. 26.917.300,-
    Kostnaðaráætlun 24.550.600,-
    Í kostnaðaráætlun var villa í einum lið um 1.000.000 og rétt kostnaðaráætlun er því 25.550.600,-.
    Siglingasvið Vegagerðarinnar samþykkti tilboðið fyrir sitt leyti.
    455. fundur bæjarráðs, 13. júlí 2016, samþykkti að taka tilboði Sölva Sölvasonar ehf. fh. hafnarsjóðs.

    Lagt fram til kynningar.

    c) Dýpkun við Bæjarbryggju.

    Hafnarstjórn væntir þess að dýpkun hefjist sem fyrst.

    d) Verkfundargerð nr. 9
    Fundargerð 9. verkfundar, 13. júní 2016, um endurbyggingu bæjarbryggju lögð fram til kynningar.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar hafnarstjórnar staðfest á 460. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 82. fundur - 3. ágúst 2016 Hafnarstjóri upplýsti að búið er að bóka bryggjupláss fyrir 9 komur Ocean Diamonds til Siglufjarðar 2017.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar hafnarstjórnar staðfest á 460. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 82. fundur - 3. ágúst 2016 Á 459. fundi bæjarráðs, 2. ágúst 2016, upplýsti bæjarstjóri/hafnarstjóri um viðræður við Rarik um heimtaug að höfninni í tengslum við endurbyggingu bæjarbryggju á Siglufirði.
    Að mati Rarik þarf Fjallabyggð að útvega húsnæði fyrir spennistöð þannig að hægt verði að afhenda rafmagn með 630A heimtaug að höfninni.
    Veituhúsið hefur verið stækkað frá hefðbundinni hönnun með það í huga að hægt sé að koma þar fyrir spenni frá Rarik.

    Hafnarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við Rarik. Búið er að stækka veituhúsið svo að spennir frá Rarik kemst þar fyrir. Hafnarstjóra falið að ganga frá samningum við Rarik.
    Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar hafnarstjórnar staðfest á 460. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 82. fundur - 3. ágúst 2016 Í erindi Umhverfisstofnunar, dagsett 23. júní 2016, kemur fram að endurskoða þurfi áætlun hafna Fjallabyggðar, um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum sem staðfest var af Umhverfisstofnun 12. apríl 2013.

    Málið rætt og hafnarstjóra og yfirhafnarverði falið að koma með tillögu þegar gjaldskrá Fjallabyggðarhafna verður uppfærð í haust.
    Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar hafnarstjórnar staðfest á 460. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 82. fundur - 3. ágúst 2016 Fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar 1. janúar 2016 til og með 31. júlí 2016.
    Siglufjörður 8.728 tonn í 1.289 löndunum.
    Ólafsfjörður 357 tonn í 399 löndunum.

    Samanburður frá sama tímabili 2015.
    Siglufjörður 10.780 tonn í 1.582 löndunum.
    Ólafsfjörður 444 tonn í 447 löndunum.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar hafnarstjórnar staðfest á 460. fundi bæjarráðs.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 82. fundur - 3. ágúst 2016 Lagt fram til kynningar, rekstraryfirlit hafnarsjóðs fyrir maí 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 82. fundar hafnarstjórnar staðfest á 460. fundi bæjarráðs.

Fundi slitið.