Málsnúmer 1607014FVakta málsnúmer
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 82. fundur - 3. ágúst 2016
a) Tilboð í raflagnir á Bæjarbryggju/Hafnarbryggju.
Eftirfarandi tilboð bárust í raflagnir:
Raffó ehf. = 16.640.679 kr.
Tengill ehf., Sauðárkróki = 12.863.909 kr.
Kostnaðaráætlun hljóðar upp á = 19.365.143 kr.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að ganga til samninga við lægstbjóðanda og felur hafnarstjóra úrvinnslu málsins.
b) Tilboð í veituhús og lagnir á Hafnarbryggju.
Tilboð voru opnuð í verkið "Lagnir og veituhús á Bæjarbryggju, Siglufirði", 12 júlí kl. 14:00.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Sölvi Sölvason ehf. 26.917.300,-
Kostnaðaráætlun 24.550.600,-
Í kostnaðaráætlun var villa í einum lið um 1.000.000 og rétt kostnaðaráætlun er því 25.550.600,-.
Siglingasvið Vegagerðarinnar samþykkti tilboðið fyrir sitt leyti.
455. fundur bæjarráðs, 13. júlí 2016, samþykkti að taka tilboði Sölva Sölvasonar ehf. fh. hafnarsjóðs.
Lagt fram til kynningar.
c) Dýpkun við Bæjarbryggju.
Hafnarstjórn væntir þess að dýpkun hefjist sem fyrst.
d) Verkfundargerð nr. 9
Fundargerð 9. verkfundar, 13. júní 2016, um endurbyggingu bæjarbryggju lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 82. fundar hafnarstjórnar staðfest á 460. fundi bæjarráðs.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 82. fundur - 3. ágúst 2016
Hafnarstjóri upplýsti að búið er að bóka bryggjupláss fyrir 9 komur Ocean Diamonds til Siglufjarðar 2017.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 82. fundar hafnarstjórnar staðfest á 460. fundi bæjarráðs.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 82. fundur - 3. ágúst 2016
Á 459. fundi bæjarráðs, 2. ágúst 2016, upplýsti bæjarstjóri/hafnarstjóri um viðræður við Rarik um heimtaug að höfninni í tengslum við endurbyggingu bæjarbryggju á Siglufirði.
Að mati Rarik þarf Fjallabyggð að útvega húsnæði fyrir spennistöð þannig að hægt verði að afhenda rafmagn með 630A heimtaug að höfninni.
Veituhúsið hefur verið stækkað frá hefðbundinni hönnun með það í huga að hægt sé að koma þar fyrir spenni frá Rarik.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við Rarik. Búið er að stækka veituhúsið svo að spennir frá Rarik kemst þar fyrir. Hafnarstjóra falið að ganga frá samningum við Rarik.
Bókun fundar
Afgreiðsla 82. fundar hafnarstjórnar staðfest á 460. fundi bæjarráðs.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 82. fundur - 3. ágúst 2016
Í erindi Umhverfisstofnunar, dagsett 23. júní 2016, kemur fram að endurskoða þurfi áætlun hafna Fjallabyggðar, um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum sem staðfest var af Umhverfisstofnun 12. apríl 2013.
Málið rætt og hafnarstjóra og yfirhafnarverði falið að koma með tillögu þegar gjaldskrá Fjallabyggðarhafna verður uppfærð í haust.
Bókun fundar
Afgreiðsla 82. fundar hafnarstjórnar staðfest á 460. fundi bæjarráðs.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 82. fundur - 3. ágúst 2016
Fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar 1. janúar 2016 til og með 31. júlí 2016.
Siglufjörður 8.728 tonn í 1.289 löndunum.
Ólafsfjörður 357 tonn í 399 löndunum.
Samanburður frá sama tímabili 2015.
Siglufjörður 10.780 tonn í 1.582 löndunum.
Ólafsfjörður 444 tonn í 447 löndunum.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 82. fundar hafnarstjórnar staðfest á 460. fundi bæjarráðs.
-
Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 82. fundur - 3. ágúst 2016
Lagt fram til kynningar, rekstraryfirlit hafnarsjóðs fyrir maí 2016.
Bókun fundar
Afgreiðsla 82. fundar hafnarstjórnar staðfest á 460. fundi bæjarráðs.
Á 459. fundi bæjarráðs, 2. ágúst 2016, var lagt fram erindi Hrefnu Katrínar Svavarsdóttur, er varðar ósk um launað og ólaunað námsleyfi veturinn 2016 til 2017. Um er að ræða undirbúningsnám fyrir talmeinafræði. Lögð var fram umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindis til næsta fundar.
Jafnframt var þess óskað að leikskólastjóri og deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála kæmu á fund bæjarráðs.
Á fund bæjarráðs komu leikskólastjóri, Olga Gísladóttir og deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson.
Farið var yfir umsóknina, skipulag leikskólastarfs og nýsettar reglur um launuð og ólaunuð leyfi.
Bæjarráð samþykkir að veita umsækjanda launalaust leyfi, en hafnar beiðni er varðar launað námsleyfi 2016 til 2017.
Jafnframt hvetur bæjarráð umsækjanda til að sækja um námsleyfi að undirbúningsnámi loknu.