Bæjarráð Fjallabyggðar

680. fundur 19. janúar 2021 kl. 08:15 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Starfs- og kjaranefnd Fjallabyggðar - Tillaga bæjarstjóra

Málsnúmer 2101015Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra ásamt fylgiskjölum, dags. 05.01.2021 þar sem lagt er til að innan stjórnsýslu Fjallabyggðar verði stofnuð starfs- og kjaranefnd og skuli hún skipuð bæjarstjóra, deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála og launafulltrúa. Nefndin gegni m.a. því hlutverki að styrkja eftirfylgni með framkvæmd launaáætlunar, halda utan um starfskjör og starfslýsingar, viðhalda launa- og starfsmannastefnu og fylgja eftir ýmsum öðrum verkefnum tengdum starfsmanna- og kjaramálum. Ekki er um að ræða fastanefnd í skilningi sveitarstjórnarlaga þar sem fulltrúar eru ekki skipaðir af bæjarstjórn. Einnig lögð fram drög að erindisbréfi nefndarinnar þar sem hlutverk hennar er skilgreint nánar.

Bæjarráð samþykkir að setja á stofn starfs- og kjaranefnd innan stjórnsýslu Fjallabyggðar og samþykkir framlögð drög að erindisbréfi.

2.Framtíðarfyrirkomulag brunavarna

Málsnúmer 2009047Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi bókun 972. fundar byggðaráðs Dalvíkurbyggðar frá 07.01.2020 - framtíðarfyrirkomulag brunavarna - viðræður:
„Á 971. fundi byggðaráðs þann 17. desember sl. var samþykkt að tilefna sveitarstjóra og Hauk Arnar Gunnarsson, formann umhverfisráðs, í viðræðuhóp sveitarfélaganna Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar um mögulega sameiningu slökkviliðanna. Lögð var á það rík áhersla að viðræður verði til þess að svara spurningum sem uppi eru og undirbyggja með faglegum hætti ákvörðun sveitarstjórnar um framtíðarfyrirkomulag brunavarna. Fundargerðir viðræðuhóps skulu lagðar fyrir byggðaráð.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu minnispunktar innanhúss vegna viðræðna frá 4. - 6. janúar sl. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundum og vinnu á milli funda byggðaráðs.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði farið lengra í viðræðum við Fjallabyggð um sameiningu slökkviliðanna þar sem ekki er metinn augljós ávinningur ef að sameiningu yrði. Byggðaráð leggur áherslu á áframhaldandi samvinnu og samstarf við Fjallabyggð í þessum málum sem öðrum.“

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að leggja fram tillögu að fyrirkomulagi starfsmannahalds Slökkviliðs Fjallabyggðar með það að leiðarljósi að efla brunavarnir og samræma og sameina starf slökkviliðsins í báðum byggðarkjörnum.

3.Launayfirlit tímabils - 2020

Málsnúmer 2002025Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra, ásamt fylgiskjali launafulltrúa, dags 17.01.2021 er varðar upplýsingar um launakostnað sveitarfélagsins vegna 2020.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að vinna minnisblað um viðverustjórnun og leggja fyrir bæjarráð.

4.Tillögur stafræns ráðs til sveitarfélaga

Málsnúmer 2101033Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Elíasar Péturssonar fh. stafræns ráðs sveitarfélaga, dags. 29.12.2020 er varðar tillögur til sveitarstjórna á Norðurlandi eystra um þátttökukostnað sveitarfélaga vegna miðlægs tækniteymis Sambands íslenskra sveitarfélaga sem sinna á innleiðingu rafrænna lausna, gagnauppbyggingu og tengingu gagnvart öllum sveitarfélögum á landinu. Kostnaðarhluti Fjallabyggðar er kr. 468.354 á árinu 2021 verði af stofnun teymisins.

Bæjarráð samþykkir greiðslu kr. 468.354 vegna miðlægs tækniteymis sambandsins, verði af stofnun þess. Kostnaði verður vísað til viðauka nr. 1/2021 við málaflokk 21730 og lykill 4390 við fjárhagsáætlun 2021 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.Siglufjarðarflugvöllur - Endurnýjun skráningar

Málsnúmer 2101026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Samgöngustofu, dags. 07.01.2021 er varðar endurnýjun á skráningu Siglufjarðarflugvallar sem lendingarstaðar í samræmi við umsókn dags. 20.07.2018. Tegund umferðar: NTL-VFR-NS-P-E. Viðmiðunarkóði flugbrautar: 1. Útgáfudagur leyfis er 07.01.2021 og gildir leyfið til 24.07.2024 nema það sé afturkallað eða fellt úr gildi af Mannvirkja- og leiðsögusviði Samgöngustofu.

Fundi slitið - kl. 09:00.