Bæjarráð Fjallabyggðar

377. fundur 29. janúar 2015 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Helga Helgadóttir varamaður, D lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Formaður bæjarráðs óskar eftir því að fá að taka á dagskrá málefni Siglunes hf. og var það samþykkt.

1.Húsnæði Hornbrekku - aðstaða

Málsnúmer 1501011Vakta málsnúmer

Þessum dagskrárlið var frestað til næsta fundar.

2.Lóðir undir eldsneytisafgreiðslu, Vesturtangi 18 og 20

Málsnúmer 1403067Vakta málsnúmer

Í erindi Skeljungs hf dagsettu 19. janúar 2015, er mótmælt úthlutun lóðarinnar að Vesturtanga 18 til Olíuverslunar Íslands og óskað eftir fundi með fulltrúum bæjarfélagsins.

Lagt var fram yfirlit úr skjalakerfi bæjarfélagins um sögu mála vegna lóðar undir eldsneytisafgreiðslu á Vesturtanga.

Bæjarráð samþykkir að fá lögfræðiálit á málinu og í framhaldi af því verði formanni bæjarráðs, bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar falið að eiga fund með fulltrúum Skeljungs.

3.Snjóflóðaeftirlit á Skíðasvæðinu Skarðsdal

Málsnúmer 1501055Vakta málsnúmer

Í erindi Valló ehf er óskað eftir því að snjóflóðaeftirlit á skíðasvæðinu í Skarðsdal sem er nú á vegum rekstraraðila skíðasvæðins verði fært yfir til bæjarfélagsins og verði samþætt eftirliti fyrir þéttbýlið í Siglufirði, sem Veðurstofan sér um og greiðir.

Bæjarráð leggur áherslu á að lokið verði við aðgerðaráætlun um daglegt snjóflóðaeftirlit í samvinnu við Veðurstofu Íslands samkvæmt reglugerð og að fundað verði með fulltrúum Leyningsáss ses. og Valló ehf. í framhaldinu.

4.Styrkbeiðni vegna endurnýjunar á tengigangi Hóls

Málsnúmer 1407024Vakta málsnúmer

Á fundi stjórnar Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar frá 9. janúar 2015 var hörmuð
sú niðurstaða 372. fundar bæjarráðs að hafna beiðni um 2 millj. kr. styrk á ári í 4 ár vegna endurbóta að Hóli.
Stjórn UÍF leitar eftir tillögu bæjarráðs um lausn á málinu svo hægt sé að halda áfram við endurbætur á tengigangi.

Bæjarráð hafnar aðkomu að málinu en ítrekar að í nýsamþykktri fjárhagsáætlun sé rekstrarframlag 1,5 millj. á ári til U.Í.F..

Sólrún Júlíusdóttir, áheyrnarfulltrúi vísar í fyrri bókun um að hún leggi áherslu á að þörf sé á að fara í endurbætur með aðkomu Fjallabyggðar og að styrkbeiðni sé samþykkt.

5.Öryggi gangandi nemenda milli skólahúss við Norðurgötu og íþróttahúss Siglufirði

Málsnúmer 1501069Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, dagsett 23. janúar 2015, varðandi öryggi gangandi nemenda milli skólahúss við Norðurgötu og íþróttahúss á Siglufirði yfir vetrartímann.

16. fundur Fræðslu- og frístundanefndar tók undir með skólastjóra um nauðsyn þess að gangstéttir á þessari leið séu hreinsaðar þegar snjór safnast á þær.

Í minnisblaði deildarstjóra tæknideildar til bæjarráðs kemur fram að hann og bæjarverkstjóri hafa ítrekað við verktakann, sem sér um mokstur á Siglufirði, að halda þurfi gönguleiðum milli grunnskóla Norðurgötu og íþróttamiðstöðvar á Siglufirði opnum. Verkefnið á að vera í fyrsta forgangi og mun bæjarverkstjóri fylgja því eftir að þetta verði gert.

Fram kom í erindi skólastjóra að í undirbúningi sé að kaupa endurskinsvesti fyrir nemendur í þeim tilgangi að auka öryggi þeirra.

Bæjarráð leggur áherslu á að gönguleið sé mokuð og felur deildarstjóra tæknideildar að taka saman aukinn kostnað vegna málsins fyrir næsta bæjarráðsfund og að athuga aðkomu Vegagerðarinnar.

6.Verkfallslisti - endurskoðun

Málsnúmer 1501040Vakta málsnúmer

Samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna skulu sveitarfélög, fyrir 1. febrúar ár hvert, að undangengnu samráði við viðkomandi stéttarfélög opinberra starfsmanna, birta skrár (lista) yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild.

Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála lagði fram tillögu að verkfallslista, sem tók mið af svörum stéttarfélaga.

Bæjarráð samþykkir tillögu að verkfallslista.

7.Innri lán - skuldajöfnun

Málsnúmer 1501066Vakta málsnúmer

Í erindi deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála er leitað eftir formlegri heimild til að skuldajafna stöðu viðskiptareikninga á móti innri lánum
milli aðalsjóðs og veitustofnunar annars vegar og aðalsjóðs og hafnarsjóðs hins vegar.

Bæjarráðs samþykkir erindið.

8.Golfklúbbar í Fjallabyggð, rekstur og framtíðarplön.

Málsnúmer 1501062Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs kom formaður Golfklúbbs Ólafsfjarðar, Rósa Jónsdóttir og ræddi rekstur og framtíðarplön golfklúbbsins.
Fyrirhugað er að fá formann Golfklúbbs Siglufjarðar á fund bæjarráðs.

9.Upplýsingaskjár í sundlauginni í Ólafsfirði

Málsnúmer 1501071Vakta málsnúmer

Málið snýr að beiðni Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um að settur verði upp upplýsingaskjár í sundlauginni í Ólafsfirði þar sem sýnilegar verði upplýsingar fyrir ferðamenn um færð á vegum ofl. Beintengt www.safetravel.is

Kostnaður er áætlaður 360 þúsund ásamt rekstri samkvæmt minnisblaði markaðs- og menningarfulltrúa sem lagt var fyrir bæjarráð.
Þar kemur fram að tæknilega er ekki hægt að nýta upplýsingaskjái bæjarfélagsins sem eru staðsettir í báðum byggðakjörnum fyrir þessa upplýsingagjöf.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni.

10.Siglunes hf - forkaupsréttur sveitarstjórna skv. 12. gr. laga nr. 116/20116 um stjórn fiskveiða

Málsnúmer 1501072Vakta málsnúmer

Í erindi eigenda Siglunes hf, dagsettu 24. janúar 2015 er bæjarfélaginu boðinn forkaupsréttur skv. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða í tengslum við sölu á öllum hlutum í Siglunesi hf til Eignarhaldsfélagsins Ögurs ehf, samkv. kaupsamningi frá 21. janúar 2015.

Bæjarráð harmar að veiðiheimildir séu á leið út úr bæjarfélaginu.

Bæjarráð samþykkir að nýta sér ekki forkauprétt þann sem boðinn er, enda ekki í aðstöðu til þess.
Lagaleg óvissa er fyrir hendi og óútkljáð mál liggja fyrir dómstólum.

11.Samningagerð við aðildarfélög UÍF

Málsnúmer 1401142Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar þjónustusamningur 2015-2016 bæjarfélagsins við Skíðafélag Ólafsfjarðar.

12.Staða framkvæmdaáætlunar ársins 2014 hjá Fjallabyggð

Málsnúmer 1407036Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar staða framkvæmdaáætlunar 2014.

13.Launayfirlit tímabils 2014

Málsnúmer 1407031Vakta málsnúmer

Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til desember. Einnig aðrar tölulegar upplýsingar launadeildar.

Niðurstaðan fyrir heildina er 905,2 m.kr. sem er 96,8% af áætlun tímabilsins sem var 934,8 m.kr.
Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 43,5 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 13,9 m.kr.

Nettóniðurstaða er því 29,6 m.kr. undir áætlun tímabilsins.

14.Opnunartími Íþróttamiðstöðvar - 2015

Málsnúmer 1412022Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs kom íþrótta- og tómstundafulltrúi og kynnti opnunartíma íþróttamiðstöðvar og lagði fram upplýsingar um ástand tækjakosts í tækjasal og viðhaldsþörf.
Nýr opnunartími tekur gildi 1. febrúar 2015 og verður auglýstur nánar á heimasíðu bæjarfélagsins.

Fundi slitið.