Bæjarráð Fjallabyggðar

341. fundur 22. maí 2014 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Ólafur Helgi Marteinsson varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Starf yfirhafnarvarðar

Málsnúmer 1403005Vakta málsnúmer

Á 101.  fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 20. maí var máli nr. 1403005 vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs, en um er að ræða starf yfirhafnarvarðar.

Lögð fram skýrsla frá Capacent þar sem fram kemur m.a. að tekin voru greiningarviðtöl við níu umsækjendur um stöðu yfirhafnarvarðar.
Að þeim viðtölum loknum voru aftur tekin viðtöl við þá fimm umsækjendur sem þóttu uppfylla hæfniskröfurnar best.
Niðustaða Capacent var að Þorbjörn Sigurðsson uppfyllti best þær kröfur sem gerðar eru. Hæfni Þorbjarnar var rökstudd í greinargerð Capacent.

Bæjarráð samþykkir að ráða Þorbjörn Sigurðsson hafnarvörð í starf yfirhafnarvarðar frá 1. júní 2014.


Í framhaldi af ofanrituðu er hafnarstjóra falið að auglýsa starf hafnarvarðar laust til umsóknar.
Frestur til að sækja um starfið er til fimmtudagsins 12. júní n.k.

Fundi slitið - kl. 13:00.