Bæjarráð Fjallabyggðar

314. fundur 10. október 2013 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Fjárhagsáætlun 2014 og 2015 - 2017

Málsnúmer 1304016Vakta málsnúmer

Lagt fram málaflokkayfirlit ársins með útkomuspá ársins.
Farið yfir áætlaðar tekjur ársins 2014 vegna útsvars, jöfnunarsjóðs og lóðarleigu.
Farið yfir áætlaðar fasteignaskattstekjur.
Farið yfir stöðugildabreytingar frá síðustu áramótum til 30. september 2013.

Aukafundir verða haldnir í bæjarráði á næstu vikum vegna fjárhagsáætlunargerðar.

2.Mánaðarleg launayfirlit 2013

Málsnúmer 1303045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar launayfirlit fyrir janúar til september 2013.
Niðurstaðan fyrir heildina er 634 m.kr. sem er um 95,3% af áætlun tímabilsins sem var 665 m.kr.
Þó eru deildir sem eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 9 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 40 m.kr.

3.Rekstraryfirlit ágúst 2013

Málsnúmer 1310021Vakta málsnúmer

Rekstraryfirlit fyrstu átta mánuðina lagt fram til kynningar.

Rekstrarniðurstaða er 31 milljón betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir. Tekjur eru 10 milljónum hærri, gjöld 20 millj. lægri og fjárm.liðir 1 millj. lægri.

Fundi slitið - kl. 19:00.