Bæjarráð Fjallabyggðar

288. fundur 05. mars 2013 kl. 17:00 - 18:00 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Liðsstyrkur -átvinnuátaksverkefni sveitarfélaga, ríkis, atvinnurekenda og stéttarfélaga

Málsnúmer 1302069Vakta málsnúmer

Markmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur, sem hafa fullnýtt eða munu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á árinu 2013, til þátttöku að nýju á vinnumarkaði.

Atvinnuleysistryggingasjóður niðurgreiðir stofnkostnað sveitarfélags við ný störf fyrir þennan hóp tímabundið. Styrkfjárhæð er greidd og gildir um störf sem eru skráð fyrir 31. mars, en þá lækkar framlagið í 90% og síðan í 80% 1. júní. Heimild til ráðningar varðar einstaklinga sem verið hafa í 24 mánuði eða lengur án atvinnu.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð leggur áherslu á að félagsþjónusta bæjarfélagsins fylgist náið með stöðu einstaklinga í atvinnuleit á árinu 2013.

2.Snjómokstur - verklag og samningar við verktaka

Málsnúmer 1302056Vakta málsnúmer

Afstaða til framlengingar samnings eða útboðs, var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
Tillaga um að bjóða út snjómokstur var samþykkt með tveimur atkvæðum, Egill Rögnvaldsson sat hjá.

3.Viðbót við innkaupareglur Fjallabyggðar

Málsnúmer 1204079Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga að breytingum á innkaupareglum.
Bæjarráð samþykkir að vísa reglunum til afgreiðslu á næsta bæjarstjórnarfundi.

4.Aðilar í greiðsluaðlögun

Málsnúmer 1303001Vakta málsnúmer

Í erindi umsjónarmanns aðila í greiðsluaðlögun frá 18. febrúar 2013, er lögð fyrir bæjarráð sú spurning hvort bæjarfélagið hafi hug á að leysa til sín eign í Ólafsfirði.
Bæjarráð hafnar erindinu.

5.Afskrift útsvarskrafna

Málsnúmer 1302044Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar eftir samþykki bæjarráðs um að afskrifa útsvarskröfu Fjallabyggðar á einstakling sem var úrskurðaður gjaldþrota 21.09.2011.
Bæjarráð samþykkir að krafan verði afskrifuð.

6.Almennar ábendingar um form sóknaráætlana landshluta

Málsnúmer 1302078Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Umferðaröryggi í Fjallabyggð - Minnisblað

Málsnúmer 1209018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf vegamálastjóra frá 22. febrúar 2013.

Fundi slitið - kl. 18:00.