Bæjarráð Fjallabyggðar

266. fundur 14. ágúst 2012 kl. 12:00 - 14:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Sólrún Júlíusdóttir varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Kauptilboð - Ægisgötu 26 Ólafsfirði

Málsnúmer 1208024Vakta málsnúmer

Borist hefur kauptilboð í raðhúsið Ægisgötu 26 í Ólafsfirði ásamt öllu sem eigninni fylgir.

Tilboðsverð er 5.5 m.kr. Bæjarráð hafnar framkomnu tilboði.

2.Ósk um lausn frá trúnaðarstörfum

Málsnúmer 1208026Vakta málsnúmer

Með vísan til 30. gr. sveitarstjórnarlaga óskar Kristinn Gylfason eftir því að bæjarstjórn/bæjarráð Fjallabyggðar veiti honum lausn frá trúnaðarstörfum fyrir Fjallabyggð.

Bæjarráð veitir Kristni lausn frá störfum og þakkar góð störf fyrir bæjarfélagið um leið og honum er óskað alls velfarnaðar.

3.Uppgjör vegna grjótnáms úr námu í landi Garðs Ólafsfirði

Málsnúmer 1208010Vakta málsnúmer

Kristinn Kr. Ragnarsson óskar eftir uppgjöri vegna grjóts úr námu í sameiginlegu landi Garðs I og Garðs II.

Siglingastofnun mun ganga frá uppgjöri við landeigendur á grjóttöku í samræmi við magn og einingarverð.

4.Vatnsvandamál Suðurgötu 58 og 60 (Höfn) á Siglufirði

Málsnúmer 1201102Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf frá Umhverfisráðuneytinu dags. 3. júlí, er varðar samþykki Ofanflóðanefndar á úrbótum vegna vatnsaga í samræmi við skýrslu frá Verkfræðistofu Siglufjarðar.

Ofanflóðasjóður leggur áherslu á að gerð verði verðkönnun hjá þremur verktökum.

 

5.Vetrarbraut - opnun tilboða

Málsnúmer 1208015Vakta málsnúmer

Opnun tilboða fór fram á vegum tæknideildar. Eitt tilboð barst í verkið kr. 11.180.136.- sem er 107.8% af áætlun.

Bæjarráð samþykkir tilboð verktaka.

6.Þjónustumiðstöð vegna olíuleitar - viljayfirlýsing

Málsnúmer 1208009Vakta málsnúmer

Lögð fram undirrituð viljayfirlýsing dagsett 10. ágúst á milli Fjallabyggðar og Olíudreifingar ehf. Málið var til kynningar á 258. fundi bæjarráðs.

 

7.Til umsagnar - Frumvarp til lögreglulaga (fækkun umdæma o.fl.), 739. mál

Málsnúmer 1208014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Fundir deildarstjóra Fjallabyggðar 2012

Málsnúmer 1201046Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 8. ágúst 2012.

9.Samþykkt um kattahald

Málsnúmer 0810130Vakta málsnúmer

Umhverfisráðuneytið hefur staðfest reglugerð um kattahald fyrir Fjallabyggð.

Fundi slitið - kl. 14:00.