Bæjarráð Fjallabyggðar

264. fundur 31. júlí 2012 kl. 16:00 - 19:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Bjarkey Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Þorbjörn Sigurðsson varamaður
  • Sólrún Júlíusdóttir varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri

1.Rekstraryfirlit 30. júní 2012

Málsnúmer 1207062Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar til 30. júní 2012 fyrir A- og B-hluta sveitarfélagsins svo og málaflokkayfirlit.

Bæjarráð telur rétt að viðhalda aðhaldi í fjármálum bæjarfélagsins þrátt fyrir auknar tekjur á fyrrihluta ársins eins og fram kemur í yfirlitinu.

2.Lokun Aðalgötu um helgar

Málsnúmer 1207069Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf undirritað af Jakobi Erni Kárasyni f.h. eigenda Aðalbakarísins, Allans og Torgsins, þar sem þeir óska eftir því að lokun sem framkvæmd hefur verið um helgar verði hætt.

Unnið verði hins vegar eftir tillögu umhverfisfulltrúa Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir framkomnar óskir.

3.Tillögur að lóðarstærð og staðsetningu og umsókn um leyfi til hótelbyggingar við Snorragötu

Málsnúmer 1207064Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar tillögur að lóðarstærð og staðsetningu á byggingu hótels við Snorragötu.

Bæjarráð fagnar framkomnum tillögum, en málið er nú til umfjöllunar hjá hafnarstjórn og umhverfis- og skipulagsnefnd.

4.Umsókn um útlitsbreytingar á Gránugötu 17 B

Málsnúmer 1207065Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar tillögur að útlitsbreytingum á Gránugötu 17 B.

Bæjarráð fagnar framkomnum tillögum, en málið er nú til umfjöllunar hjá umhverfis- og skipulagsnefnd.

5.Samningur um aðkomu bæjarfélagsins að framkvæmdum við bjálkahús í Ólafsfirði

Málsnúmer 1207066Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að samkomulagi til að ljúka verkþáttum sem taka mið af áðurgerðum samningum bæjarfélagsins í takt við skipulagstillögur.

Bæjarráð samþykkir tillögu að samkomulagi og felur bæjarstjóra að undirrita f.h. Fjallabyggðar.

6.Leiðsögn um lýðræði í sveitarfélögum

Málsnúmer 1207051Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.