Bæjarráð Fjallabyggðar

687. fundur 09. mars 2021 kl. 08:15 - 09:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Staðgreiðsla tímabils - 2021

Málsnúmer 2101005Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit staðgreiðslu fyrir tímabilið janúar til febrúar 2021. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 224.843.146. eða 115,45% af tímabilsáætlun.

2.Launayfirlit tímabils - 2021

Málsnúmer 2101006Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit launa fyrir tímabilið janúar til febrúar 2021.

3.Rekstraryfirlit - 2020

Málsnúmer 2003072Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bráðabirgðauppgjör fyrir rekstrarárið 2020.

4.Rekstraryfirlit - 2021

Málsnúmer 2101007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstrarreikning fyrir tímabilið 01.01.2021-31.01.2021.

5.Ósk um viðauka - TÁT 2021

Málsnúmer 2103005Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda-, og menningarmála dags. 02.03.2021 þar sem fram kemur að mismunur á samþykktri launaáætlun TÁT fyrir árið 2021 og endurskoðaðri áætlun fyrir árið 2021 er kr. 7.989.124 vegna endurútreiknings m.t.t. nýrra kjarasamninga.
Hlutur Fjallabyggðar af þeirri upphæð er 47,06% eða kr. 3.759.682. sem óskað er eftir að sett verði í viðauka við fjárhagsáætlun 2021.

Bæjarráð samþykkir að vísa kr. 3.759.682 til viðauka nr. 5/2021 við fjárhagsáætlun 2021 sem bókast á málaflokk 04510, lykil 9291. Viðaukanum verður mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjórnar.

6.Ósk um viðauka - Bókasafn Fjallabyggðar

Málsnúmer 2103014Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda-, og menningarmála dags. 04.03.2021 þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2021 kr. 350.000.- til kaupa á bókahillum.

Bæjarráð samþykkir að vísa kr. 350.000 í viðauka nr. 6/2021 við fjárhagsáætlun 2021, kr. 300.000.- bókast á málaflokk 05210, lykil 8524 og kr. 50.000.- á málaflokk 05210, lykil 4951. Viðaukanum verður mætt með lækkun á handbæru fé og vísar bæjarráð honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2102079Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2103016Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

9.Raforka - Samningur

Málsnúmer 2103020Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að viðauka við Raforkusölusamning Orkusölunnar við Fjallabyggð, dags. 12.08.2016.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra.

10.Holræsahreinsun, verðkönnun

Málsnúmer 2101050Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Hreinsitækni ehf., dags. 05.03.2021 þar sem óskað er eftir rökstuðningi og gögnum frá sveitarfélaginu vegna tilboðs Verkvals ehf. sem tekið var í kjölfar verðkönnunar í verkið Holræsa- og gatnahreinsun.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að svara erindinu og leggja fyrir bæjarráð.

11.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2103012Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

12.Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög.

Málsnúmer 2103009Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Jafnréttisstofu og Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 02.03.2021 er varðar áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til kynningar í félagsmálanefnd.

13.Börn og samgöngur.

Málsnúmer 2103011Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 03.03.2021 er varðar vinnu starfshóps á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um börn og samgöngur og tengist fyrirhugaðri uppfærslu á samgönguáætlun. Sveitarfélög eru beðin um að svara spurningum um ákveðna þætti í tölvupósti fyrir 13. mars nk.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að svara erindinu og leggja fyrir bæjarráð.

14.Frá nefndasviði Alþingis - Mál til umsagnar 2021

Málsnúmer 2101022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, dags. 02.03.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál.

Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 04.03.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (menntun og eftirlit), 562. mál.

15.Fréttabréf Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2021

Málsnúmer 2102020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fréttabréf SSNE 12. tbl. febrúar 2021.

16.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2021

Málsnúmer 2102009Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 895. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. febrúar sl.

17.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2021

Málsnúmer 2101002Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir:
91. fundar Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar frá 1. mars sl.
265. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 3. mars sl.
73. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 4. mars sl.
119. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 4. mars sl.

Fundi slitið - kl. 09:30.