Bæjarráð Fjallabyggðar

229. fundur 20. september 2011 kl. 17:00 - 19:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011

Málsnúmer 1109047Vakta málsnúmer

Skrifstofu- og fjármálastjóri og bæjarstjóri kynntu tillögu að endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2011.
Samþykkt að vísa tillögunni til frekari umfjöllunar í bæjarráði í næstu viku.

2.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 4. ágúst 2011

Málsnúmer 1109038Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

3.Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda

Málsnúmer 1109044Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er byggir á samkomulagi ríkis og sveitarfélaga frá 13. maí s.l., um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms.

4.Fundagerðir Stjórnar Hornbrekku frá 30. ágúst og 12. september 2011

Málsnúmer 1109067Vakta málsnúmer

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

5.VII.Umhverfisþing 14. október á Hótel Selfossi

Málsnúmer 1109061Vakta málsnúmer

Boðað er til sjöunda Umhverfisþings á Selfossi 14. október n.k.

6.Fundargerð 23. fundar Samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar

Málsnúmer 1109066Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

7.Frá Brussel til Breiðdalshrepps

Málsnúmer 1109069Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur, með stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, starfrækt skrifstofu í Brussel síðan 2006. Skrifstofan annast hagsmunagæslu fyrir íslensk sveitarfélög í Brussel og miðlar upplýsingum um Evrópumál til sveitarfélaga og sambandsins. Upplýsingarit skrifstofunnar um helstu nýmæli hjá ESB og EFTA á fyrri hluta þessa árs sem snerta sveitarfélög lagt fram til kynningar.

8.Fundargerð 789. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 9. september 2011

Málsnúmer 1109065Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.