Bæjarráð Fjallabyggðar

210. fundur 13. apríl 2011 kl. 15:00 - 16:30 í bæjarstjórnarsal ráðhússins á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Sigurður Hlöðversson varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Ársreikningur 2010

Málsnúmer 1104036Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund bæjarráðs, bæjarfulltrúarnir Þorbjörn Sigurðsson, Halldóra S. Björgvinsdóttir, Sólrún Júlíusdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Guðmundur Gauti Sveinsson og endurskoðandi KPMG, Þorsteinn G Þorsteinsson.
Þorsteinn G Þorsteinsson endurskoðandi gerði grein fyrir niðurstöðum ársreiknings Fjallabyggðar.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.586,9 millj. kr. Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 34,1 millj. kr.
Eigið fé í árslok nam 1.718,1 millj. kr.
Handbært fé í árslok er 270,3 millj. kr.
Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi Fjallabyggðar 2010 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 16:30.