Bæjarráð Fjallabyggðar

204. fundur 01. mars 2011 kl. 17:00 - 19:00 í fundarherbergi í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þorbjörn Sigurðsson varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Úthlutun byggðakvóta 2010 - 2011

Málsnúmer 1101103Vakta málsnúmer

Bæjarráð tók til umræðu bréf frá Sjávarútvegs- og landbúnaðaráðuneytinu frá 24. febrúar 2011. Í bréfinu kemur fram;

"að ráðherra getur heimilað á grundvelli rökstuddra tillagna sveitarstjórnar að sett verði sérstök skilyrði fyrir úthlutun aflaheimilda í einstökum byggðarlögum er víkja frá eða eru til viðbótar hinum almennu skilyrðum enda séu þau byggð á málefnalegum og staðbundnum ástæðum og í samræmi við viðkomandi byggðarlag."

Í bréfinu er og óskað eftir rökstuðningi fyrir þeim óskum að reglum verði breytt á þann veg að þar verði sett ákvæði þess efnis að í stað orðsins "byggðarlags" í 1. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 999/2010 komi "sveitarfélags".
Bæjarráð vísar í fyrri rök er sett voru fram á fundi bæjarráðs 2. febrúar 2011 og felur bæjarstjóra að svara erindinu. 

2.Umsýsla og ábyrgð á Hólsá og Skútuá

Málsnúmer 1102126Vakta málsnúmer

Vinnuhópur Stangveiðifélags Siglfirðinga um málefni Hólsár og Skútuár, óskar eftir viðræðum við sveitarfélagið um að SVFS fari með umsýslu og ábyrgð á Hólsá og Skútuá.

Það er skoðun vinnuhópsins að slæm umgengni og afskiptaleysi hafi rýrt búsvæði bleikjunnar verulega í þessum ám.

 

Bæjarráð telur rétt að boða fulltrúa vinnuhópsins á næsta fund bæjarráðs.

3.Atvinnuátaksverkefni Skógræktarfélags Íslands árið 2011

Málsnúmer 1102137Vakta málsnúmer

Umhverfisfulltrúi vakti athygli á því að undanfarin tvö ár hefur Skógræktarfélag Íslands staðið fyrir atvinnuátaksverkefni í samstarfi við Samgönguráðuneytið, staðbundin skógræktarfélög, sveitarfélög og Vinnumálastofnun.
Nú í ár hefur verið ákveðið að ráðast í seinni hluta verkefnisins og þar með á að standa við upphafleg fyrirheit um að skapa 220 störf fyrir atvinnulaust fólk. Ætlunin er að skapa allt að 125 ársverk eða um 1500 mannmánuði á árinu 2011.

 

Bæjarráð Fjallabyggðar telur rétt að kanna vilja skógræktarfélaga í Fjallabyggð er varðar umræddar hugmyndir.

4.Finnurinn ehf. - Ársreikningur 2009

Málsnúmer 1102132Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar niðurstöður ársreikninga fyrir árið 2009. Fram kemur að hagnaður er um 189 þúsund krónur og eru eignir taldar vera um 8 m. króna.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að boðað verði til aðalfundar um málefni félagsins. Þar verði lögð fram tillaga um slit á félaginu um leið og reikningarnir verða bornir upp til samþykktar. 
Eignarhlutur Fjallabyggðar er 95,8% en hlutaféð skiptist á 5 hluthafa.

 

5.Tjarnarborg sf. - Ársreikningur 2009

Málsnúmer 1102133Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar niðurstöður ársreikninga fyrir árið 2009. Fram kemur að tap ársins er um 17.200 kr.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reikningarnir verði samþykktir.

6.Samningur um Hús eldri borgara í Ólafsfirði

Málsnúmer 1102134Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar niðurstöður ársreiknings Félags eldri borgara í Ólafsfirði fyrir árið 2010, ósk félagsins um niðurfellingu á fasteignagjöldum og að sveitarfélagið uppfylli samning um húsnæðið að Bylgjubyggð 2 Ólafsfirði.

Bæjarráð lýsir sig reiðubúið til að uppfylla samning sem gerður var á sínum tíma og felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með stjórn Félags eldri borgara í Ólafsfirði.

7.Trúnaðarmál - framkvæmdir

Málsnúmer 1102158Vakta málsnúmer

Um afgreiðslu þessa liðar vísast til bókunar í trúnaðarbók.

8.Fundargerð vinnuhóps bæjarráðs um uppbyggingu íþrótta og útivistarsvæða í Fjallabyggð

Málsnúmer 1101106Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.