Bæjarráð Fjallabyggðar

203. fundur 22. febrúar 2011 kl. 17:00 - 19:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Magnúsdóttir tæknifulltrúi

1.Heilbrigðisþjónusta í Fjallabyggð

Málsnúmer 1102106Vakta málsnúmer

Á fundinn mættu Konráð Baldvinsson framkvæmdarstjóri Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar og Rúnar Guðlaugsson forstöðumaður Hornbrekku og var starfsemi stofnanna rædd.

2.Beiðni um styrk til að halda Góðverkadagana 2011

Málsnúmer 1102080Vakta málsnúmer

Bandalag íslenskra skáta óskar eftir fjárstuðningi til verkefnisins Góðverkadagar 2011.

Erindinu hafnað.

3.Framlög til stjórnmálasamtaka 2011

Málsnúmer 1102103Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga á grundvelli laga nr. 162 frá 2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldur þeirra.  Úthlutun verði í samræmi við ákvæði 5. gr. laganna, um atkvæðamagn. Framlög færist á fárhagsáætlunarlið 21-81 og komi til greiðslu í mars 2011.

Lagt er til að framlagið verði hið sama og á árinu 2010 eða 360.000,-

Samþykkt samhljóða.

4.Umsögn um frumvarp til sveitarstjórnarlaga

Málsnúmer 1102102Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til sveitarsjórnarlaga sem kynnt var á heimasíðu samgönguráðuneytisins í lok desember 2010. 

5.Varðar byggðakvóta

Málsnúmer 1102090Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.  Átta smábátasjómenn í Ólafsfirði fara þess á leit við sveitarfélagið, að það kynni sér þá umræðu sem fram hefur farið um úthlutun byggðarkvóta í sveitarfélögum austan við okkur og hvort hægt verði að fara svipaða leið og verið er að tala um í sveitarfélaginu Vopnafirði. 

Erindið of seint fram komið þar sem frestur til að sækja um sérreglur rann út í janúar sl.

Bæjarráð hvetur bréfritara til að sækja um úthlutun á byggðarkvóta til Fiskistofu.

6.Byggðakvótaúthlutun fyrir fiskveiðiárið 2010-2011

Málsnúmer 1102110Vakta málsnúmer

Sverrir Ólason óskar eftir að geta sótt um hlutdeild í byggðakvóta þeim sem úthlutað er til Siglufjarðar fyrir þetta fiskveiðiár.

Erindið of seint fram komið þar sem frestur til að sækja um sérreglur rann út í janúar sl.

Bæjarráð hvetur bréfritara til að sækja um úthlutun á byggðarkvóta til Fiskistofu.

7.Endurnýjun samnings um innheimtuþjónustu fyrir fasteignagjöld 2011.

Málsnúmer 1102104Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að endurnýjun samnings Fjallabyggðar, Momentum greiðsluþjónustu ehf. og Gjaldheimtunnar ehf. um innheimtu vanskilakrafna.

Samþykkt er að samningurinn sé endurnýjaður með áorðnum breytingum til eins árs.

 

8.Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn vorið 2011

Málsnúmer 1102087Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2010

Málsnúmer 1102093Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerð 220. fundar Stjórnar Eyþings frá 31. janúar 2011

Málsnúmer 1102085Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.