- Þjónusta
- Velferð og fjölskyldan
- Menntun
- Íþróttir og tómstundastarf
- Skipulags- og byggingarmál
- Umhverfismál
- Veitur, hafnir og Þjónustumiðstöð
- Ertu að flytja í Fjallabyggð?
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Menning og söfn
- Bóka- og héraðsskjalasafn Fjallabyggðar
- Listaverkasafn Fjallabyggðar
- Menningarhúsið Tjarnarborg
- Síldarminjasafnið
- Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar
- Alþýðuhúsið á Siglufirði
- Pálshús Ólafsfirði - Náttúrugripasafn
- Ljóðasetur Íslands
- Saga Fotografica - Photo History Museum
- Herhúsið
- Gallerý og vinnustofur
- Menningarstyrkir
- Bæjarlistamaður
- Ferðaþjónusta
- Upplifðu Fjallabyggð
- Fjallabyggð fagnar þér
- Gisting í Fjallabyggð
- Veitingastaðir
- Afþreying og útivist
- Afþreying utandyra
- Golfvellir
- Gönguleiðir á Tröllaskaga
- 1 - Siglunes
- 2 - Hafnarfjall - Hvanneyrarskál
- 3 - Dalaleið
- 4 - Hestskarð til Héðinsfjarðar
- D-E - Gönguleiðir á snjóflóðagörðum (Ríplum) Siglufjarðar
- 5 - Íllviðrishnjúkur
- 7 - Rauðskörð úr Héðinsfirði - Kleifar
- 8 - Fossabrekkur frá Kleifum til Héðinsfjarðar
- 10 - Botnaleið Siglufjörður / Ólafsfjörður
- 11 - Botnaleið - Héðinsfjörður
- 12 - Siglufjarðarskarð
- 16 - Ólafsfjarðarmúli - Múlakolla
- 19 - Grímubrekkur
- 17 - Kerahnjúkur
- 18 - Drangar
- B - Ólafsfjarðarvatn
- C - Gönguleið á snjóflóðagarð ofan Hornbrekku í Ólafsfirði
- Fossdalur
- Hreppsendasúlur
- Hvanndalir
- Reykjaheiði
- Ólafsfjarðarskarð
- Skollaskál
- Sóti Lodge - gönguferðir
- Ferðafélagið Trölli
- Útsýnisflug og þyrluflug
- Vetrarafþreying
- Afþreying á sjó eða vatni
- Sóti Travel
- Skotfélag Ólafsfjarðar
- Náttúrufar og dýralíf
- Gönguleiðakort Fjallabyggðar
- Afþreying utandyra
- Viðburðir
- Áhugaverðar síður
- Norrænir vinabæir Ólafsfjarðar og Siglufjarðar
- Menning og söfn
- Þjónustugátt
- Fundagátt
Í framhaldi af afgreiðslu 199. fundar bæjarráðs kom Útgerðarfélagið Nesið ehf. því á framfæri í bréfi dagsett 28. janúar 2011, að fari svo að ekki fáist leiðrétting á úthlutunarreglum byggðakvóta, er varðar 1. mgr. 4.gr. þar sem orðið "sveitarfélags" kom í stað "byggðarlags", fái Útgerðarfélagið Nesið ehf. hvorki byggðarkvóta frá Ólafsfirði né Siglufirði.
Bæjarráð samþykkir að senda eftirfarandi bréf til ráðuneytisins.
Vísað er til fyrri samskipta vegna byggðakvóta og sérreglna Fjallabyggðar þar um, kvótaárin 2009/2010 og 2010/2011.
2.Árbók Ólafsfjarðar - starfsemi Fjallabyggðar
Málsnúmer 1011025Vakta málsnúmer
Í erindi ritstjóra og útgefanda Árbókar Ólafsfjarðar, frá 11. janúar 2011, kemur fram beiðni um aukna aðstoð við útgáfuna.
Bæjarráð samþykkir aukinn styrk að upphæð 200.000 kr. er komi frá fjárveitingarlið kynningarmála sveitarfélagsins.
3.Snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæði í Siglufirði
Málsnúmer 1009145Vakta málsnúmer
Í fyrirspurn frá Snjóflóðasetri Veðurstofu Íslands er könnuð staða umfjöllunar nefnda sveitarfélagsins á hættumati fyrir Skarðsdal og Hólsdal.
Frístundanefnd og bæjarráð hafa fjallað um hættumatið en eftir á að fjalla um það í skipulags- og umhverfisnefnd.
Bæjarráð samþykkir að vísa hættumatinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
Einnig var bent á að rekstraraðila skíðasvæða ber að gera skriflega áætlun um daglegt eftirlit skv. reglugerð 636/2009. Áætlunin skal samþykkt af viðkomandi sveitarstjórn að fengnu áliti frá Veðurstofu Íslands.
Í viðræðum bæjarstjóra hefur komið upp sá möguleiki að kaupa ráðgjöf snjóflóðaeftirlits Veðurstofu Íslands til að meta hættu.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Veðurstofu Íslands að höfðu samráði við rekstraraðila skíðasvæðisins.
4.Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Fjallabyggð nk. sumar
Málsnúmer 1101134Vakta málsnúmer
Samningur við Rauðku um upplýsingamiðstöð ferðamanna, rann út s.l. haust og ekki er áhugi hjá fyrirtækinu til endurnýjunar.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir umsjónaraðila með upplýsingamiðstöð í Fjallabyggð.
5.Hólavegur 83 Siglufirði, söluheimild
Málsnúmer 1101138Vakta málsnúmer
Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri tæknideildar og fór yfir áætlaðan kostnað við að fjarlægja íbúðarhúsið að Hólavegi 83 Siglufirði og að gera lóðina byggingarhæfa.
Bæjarráð samþykkir tillögu tæknideildar um að bjóða húsið og bílskúrinn til sölu, með skilyrðum um að húsið og grunnurinn sé fjarlægður.
Jafnframt samþykkir bæjarráð forkaupsrétt til handa núverandi leigjendum.
6.Fundagerðir vinnuhóps bæjarráðs um fræðslumál í Fjallabyggð
Málsnúmer 1101040Vakta málsnúmer
Fundargerð lögð fram til kynningar.
7.Útboð á snjómokstri
Málsnúmer 1011129Vakta málsnúmer
Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri tæknideildar og kynnti þá samninga sem gerðir hafa verið við verktakana Bás ehf., Smára ehf. og Árna Helgason ehf. um snjómokstur fyrir sveitarfélagið.
8.Áætlun um viðbrögð við samfélagsáföllum
Málsnúmer 0906119Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar erindi frá VSÓ ráðgjöf um gerð viðbragðsáætlunar fyrir Fjallabyggð við samfélagsáföllum.
9.Ráðstefna - fræðsla um náttúrutengda ferðamennsku
Málsnúmer 1101098Vakta málsnúmer
Vakin er athygli á ráðstefnu í Reykjavík helgina 5. - 6. febrúar 2011 um náttúrutengda ferðamennsku.
10.Verkfallslistar 2011
Málsnúmer 1012094Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar auglýsing er birtist í Stjórnartíðindum um skrá yfir þau störf hjá sveitarfélaginu, sem undanskilin eru verkfallsheimild skv. 5.-8. tölulið 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna.
11.Skipulagsbreytingar Heilbr.stofnunar Fjallabyggðar
Málsnúmer 1101137Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá forstjóra Heilbrigðisstofnunarinnar Fjallabyggð um uppsagnir starfsmanna og skipulagsbreytingar vegna niðurskurðar á fjárlögum.
Fundi slitið - kl. 19:00.