Bæjarráð Fjallabyggðar

793. fundur 06. júní 2023 kl. 08:15 - 09:31 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Verkefni tæknideildar 2023.

Málsnúmer 2302060Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar mætti til fundarins og fór yfir helstu verkefni tæknideildar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir yfirferð á verkefnum deildarinnar.

2.Staða framkvæmda og viðhalds 2023

Málsnúmer 2303024Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar lagði fram og fór yfir bókfærða stöðu áfallins viðhaldskostnaðar á árinu ásamt stöðu framkvæmda.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

3.Viðhaldsmál í Skálarhlíð

Málsnúmer 2211098Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla VSÓ ráðgjafar um ástandsmat á innra og ytra byrði Skálarhlíðar ásamt kostnaðarmati.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð fagnar því að skýrslan sé komin fram. Bæjarráð felur tæknideild að gera framkvæmdaáætlun þar sem brugðist er við niðurstöðum skýrslunnar.

4.Sumarstörf 2023

Málsnúmer 2304019Vakta málsnúmer

Minnisblað deildarstjóra tæknideildar um fjölda umsókna í vinnuskóla og sumarstörf lagt fram.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð telur í ljósi fárra sumarstarfsmanna að einsýnt sé að umhirðu grænna svæða verði ekki sinnt af þeim einum saman. Bæjarráð felur tæknideild að kanna fýsileika þess að útvista umhirðu grænna svæða til að bregðast við ástandinu.
Bæjarráð felur einnig deildarstjóra tæknideildar að skoða kosti þess að kaupa slátturóbota og sjálfvirknivæða þannig umhirðu grænna svæða þar sem því verður við komið.

5.Staða umsókna um störf skólastjóra Grunnskóla og frístundafulltrúa

Málsnúmer 2305053Vakta málsnúmer

Minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um stöðu umsókna um stöður skólastjóra og frístundafulltrúa lagt fram.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð fagnar því að búið sé að ráða í stöðu frístundafulltrúa og væntir mikils af þeirri stöðu. Í ljósi þess að engar umsóknir bárust um stöðu leikskólastjóra þá er fagnaðarefni að tveir hæfir aðilar sóttu um stöðu skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar.

6.Fegrunarátak - Er allt í drasli?

Málsnúmer 2306007Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um fegrunarátak í Fjallabyggð - Er allt í drasli?
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í átakið „Er allt í drasli?“ og þannig höfðað til samfélagsábyrgðar fólks og fyrirtækja. Bæjarráð ítrekar að sveitarfélagið gangi á undan með góðu fordæmi þegar kemur að umgengi í nærumhverfi stofnanna þess.
Bæjarráð telur mikilvægt að einstaklingum og fyrirtækjum sé gert eins auðvelt og hægt er að losa sig við úrgang t.d. með tímabundnum gámum og losunarsvæðum á meðan á átakinu stendur.

7.Umsagnarbeiðni rekstrarleyfi veitinga Golfskálinn

Málsnúmer 2306005Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 1.6.2023 er varðar umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007, með síðari breytingum fyrir Barðsmenn ehf. kt. 560522-2819 Túngötu 10B Siglufirði vegna Golfskálans á Siglufirði.
Samþykkt
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn vegna rekstrarleyfis Golfskálans.

8.Samstarfssamningur um almannavarnir.

Málsnúmer 2206019Vakta málsnúmer

Samstarfssamningur um almannavarnir í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra lagður fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

9.Ársreikningur Fjallasalir ses 2022

Málsnúmer 2306006Vakta málsnúmer

Ársreikningur Fjallasala ses fyrir rekstrarárið 2022 lagður fram til kynningar. Einnig lagt fram erindi stjórnar Fjallasala þar sem bæjarstjórn og bæjarstjóra er boðið að vera viðstödd opnun á síðasta áfanga við endurbætur á Pálshúsi, þar sem kjallarinn verður formlega opnaður laugardaginn 03. júní n.k. kl. 14.00.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:31.