Bæjarráð Fjallabyggðar

178. fundur 27. júlí 2010 kl. 17:00 - 18:00 sem fjarfundur í ráðhúsinu á Siglufirði og á bæjarskrifstofunum í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jón Hrói Finnsson varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Lagning háspennukapla um Norðurgötu á Siglufirði

Málsnúmer 1007070Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf íbúa við Norðurgötu á Siglufirði, varðandi staðsetningu háspennukaplanna í götunni og aukningu jarðskauta í skurði.
Lagt fram svarbréf bæjarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa.
Samkvæmt upplýsingum bæjarstjóra, mun Rarik taka tillit til óska íbúanna varandi færslu strengjanna við tvö húsanna í götunni.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að áframsenda ábendingar íbúanna til Rarik.
Eftir samskipti við Rarik, Brunamálastofnun og íbúa Norðurgötu, telur bæjarráð sér ekki fært að aðhafast frekar í málinu.
Fram kom hjá Brunamálastofnun, sem er eftirlitsaðili með rafmagnsöryggismálum, að farið er eftir lögum og reglum við lagningu rafstrengjanna.

2.Slökkvilið Fjallabyggðar

Málsnúmer 1007066Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið vék Ingvar Erlingsson af fundi.
Lagt fram erindi slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, þar sem vísað er til brunavarnaráætlunar Fjallabyggðar 2010-2014, þar sem fram kemur að staða slökkviliðsstjóra þarf að vera 100% ef inni í starfinu eigi að vera eldvarnaeftirlit.  Starfshlutfall er nú 75%.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2011 og bæjarstjóra falið að afla nauðsynlegra upplýsinga.

3.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um breytingu á rekstrarleyfi

Málsnúmer 1007078Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar umsagnar vegna umsóknar Allans ehf. um breytingu á rekstrarleyfi fyrir lengri opnun aðfararnætur föstudags um verslunarmannahelgar, til kl. þrjú í stað kl. eitt.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þessa breytingu.

4.Leitað eftir styrk til byggingar fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum

Málsnúmer 1007062Vakta málsnúmer

Í erindi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, er leitað eftir styrk frá sveitarfélaginu til byggingar 3000 fm. húsnæðis undir alþjóðlega tungumálamiðstöð.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

5.Skólahreysti 2010 -umsókn um styrk

Málsnúmer 1007063Vakta málsnúmer

Skólahreysti hefur verið starfrækt í sex ár innan grunnskóla landsins.
Markmiðið hefur verið aukin hreyfing unglinga og barna og heilbrigður og eftirsóknarverður lífstíll.
Tíu undankeppnir voru haldnar víðsvegar um landið þetta árið og úrslitakeppnin var í Laugardalshöll. Sjö hundruð og tuttugu unglingar mættu til keppni og er gert ráð fyrir að um 4.000 nemendur hafi æft fyrir Skólahreysti og/eða tekið þátt í skólahreystisvaláföngum innan skólanna.
Sveitarfélaginu er þakkaður stuðningur 2009.
Kostnaður við undirbúning, forkeppnir og úrslit, ferðalög, starfsmenn, flutning, tæki og búnað, uppsetningu, kynningu og fleira er 21 milljón. Nú þegar hefur verið tryggt fjármagn að upphæð 19 milljónir.

Þar sem fjármagn vantar enn til að endar nái saman, er þess farið á leit við sveitarfélagið að það styðji verkefnið.

Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 50 þúsund krónur.

6.Umsagnar óskað vegna nýs lyfjaútibús á Ólafsfirði

Málsnúmer 1007060Vakta málsnúmer

Í erindi Lyfjastofnunar er óskað umsagnar sveitarfélagsins um rekstur Siglufjarðar Apóteks, á nýju lyfjaútibúi í flokki 3 í Ólafsfirði.

Ekkert sambærilegt mál hefur komið inn á borð Lyfjastofnunar, þ.e. að í kjölfar sameiningar sveitarfélaga hafi verið sótt um rekstur á nýju lyfjaútibúi.

Á Ólafsfirði er rekið lyfjaútibú í flokki 3 frá Lyfjum og heilsu, Glerártorgi.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd þó opnað verði nýtt lyfjaútibú í Ólafsfirði, enda stuðli það að bættri þjónustu og aukinni samkeppni.

7.Þjónustusamningur um fjargæslu - Grunnskólinn í Ólafsfirði

Málsnúmer 1007075Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur þjónustusamningur um fjargæslu á brunaviðvörunarkerfi grunnskólans í Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkir þjónustusamning og felur bæjarstjóra að undirrita.

8.Boð á Vinabæjamót í Karlskrona 13. - 15. ágúst 2010

Málsnúmer 1007089Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið vék Jón Hrói Finnsson af fundi.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúi sveitarfélagsins á vinabæjarmót í Karlskrona verði Jón Hrói Finnsson ásamt maka.

9.Ósk um lausn frá skyldum sem bæjarfulltrúi

Málsnúmer 1007099Vakta málsnúmer

Þar sem Jón Hrói Finnsson, S-lista hefur tekið til starfa sem sveitarstjóri í Svalbarðsstrandarhreppi og sér fram á að flytja úr Fjallabyggð innan tíðar, óskar hann eftir að sér verði veitt lausn frá skyldum sem fulltrúi í bæjarstjórn og nefndum Fjallabyggðar.

S-listi tilnefnir Helgu Helgadóttur sem varamann í bæjarráði í hans stað en óskar eftir fresti til næsta fundar bæjarráðs varðandi tilnefningu fulltrúa í fræðslunefnd og varafulltrúa í skipulagsnefnd.

Bæjarráð samþykkir tilnefningu Helgu Helgadóttur sem varamanns í bæjarráð.

Jón Hrói Finnsson óskaði bæjarstjórn, nefndarfólki og starfsmönnum Fjallabyggðar velfarnaðar í störfum þeirra og þakkaði ánægjulegt samstarf á undanförnum árum.

10.Námskeið um lýðræði í sveitarfélögum 6. september nk

Málsnúmer 1007086Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Yfirfærsla á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga 1. janúar 2011

Málsnúmer 1007026Vakta málsnúmer

Á 176. fundi bæjarráðs 13.07. s.l. var lagt fram til kynningar bréf frá svæðisráði málefna fatlaðra, Norðurlandi vestra, um þá miklu ábyrgð sem yfirfærsla þessa málaflokks er.
Í ljósi þessa taldi bæjarráð rétt að skipaður yrði starfshópur sveitarfélaganna, sem starfa muni saman og komi að undirbúningi að yfirfærslu málaflokksins hið fyrsta.

Eftirfarandi viðbótarbókun var lögð fram og samþykkt í bæjarráði.

Bæjarráð vill taka fram að gefnu tilefni vegna afgreiðslu á bréfi frá svæðisráði fatlaðra Norðurlandi vestra og snertir yfirfærslu á málefnum fatlaðra neðanritað.

Vísast hér í fundargerð nr. 176 í bæjarráði frá 13.07.2010 sjá máli nr. 1007026.

Starfandi er nú þegar þjónustuhópur um málefni fatlaðra og hefur hann fullt umboð núverandi bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar til að fjalla um og afgreiða tillögur og undirbúa verkefna tilflutninginn sem og að afgreiða önnur þau mál sem tengjast verkefnum þjónustuhópsins. Engar breytingar eru fyrirhugaðar af hálfu Fjallabyggðar á nefndarskipan eða tilgangi á verkefnum þjónustuhópsins.

Allar formlegar tillögur þjónustuhópsins ber að taka til umræðu í félagsmálanefnd sem nú fær auk þess verkefni húsnæðisnefndar til umfjöllunar.

Fundi slitið - kl. 18:00.