Bæjarráð Fjallabyggðar

755. fundur 22. ágúst 2022 kl. 16:00 - 17:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Gangstéttar 2022

Málsnúmer 2208028Vakta málsnúmer

Lagt er fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 16. ágúst 2022 er varðar opnun tilboða í verkefnið "Gangstéttir 2022" mánudaginn 8. ágúst 2022. Verkefnið snýr að endurnýjun gangstétta við Ægisgötu, milli Ólafsvegar og Strandgötu. Strandgötu milli Ægisgötu og Hafnargötu. Ólafsvegar milli Ægisgötu og Aðalgötu. Grundargötu milli Aðalgötu og Eyrargötu, og Hlíðarvegi 18 - 22.

Eftirfarandi tilboð bárust í verkið (lengdarmetri gangstéttar):
Bás ehf., kr. 184.204
Sölvi Sölvason, kr. 127.250
Kostnaðaráætlun kr. 214.750
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra um að lægsta tilboði, tilboði Sölva Sölvasonar verði tekið.

2.Frágangur á svæði vestan Óskarsbryggju

Málsnúmer 2208029Vakta málsnúmer

Lagt er fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 16. ágúst 2022 er varðar opnun tilboða í verkefnið "Óskarsbryggja, Siglufirði - frágangur yfirborðs" mánudaginn 8. ágúst 2022.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Bás ehf., kr. 14.998.960
Sölvi Sölvason, kr. 15.726.500
Kostnaðaráætlun kr. 10.870.500
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra um að lægsta tilboði, tilboði Bás ehf. verði tekið. Þá er deildarstjóra Stjórnsýslu og fjármála einnig falið að útbúa viðauka vegna umframkostnaðar og leggja fyrir bæjarráð.

3.Samningur um rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal Siglufirði 2022

Málsnúmer 2206060Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurnýjuðum samningi við Leyningsáss ses., dags. 18.08.2022, um leigu og rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2208013Vakta málsnúmer

Niðurstaða fundar færð í trúnaðarbók.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2208051Vakta málsnúmer

Niðurstaða fundar færð í trúnaðarbók.

6.Ósk um styrk 2022 - Félag heyrnalausra

Málsnúmer 2208031Vakta málsnúmer

Lögð er fram styrkbeiðni frá félagi heyrnalausra, dags. 02.08.2022, vegna þátttöku heyrnarlausra ungmenna og leiðbeinanda á vegum félagsins á Norðurlandamót og Evrópumót ungmenna á aldrinum 8-15 ára.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar innsent erindi og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.

7.Erindi til bæjarstjórnar - samgöngur

Málsnúmer 2208034Vakta málsnúmer

Erindi frá Kristínu Margréti Halldórsdóttur vegna samgangna milli bæjarkjarna.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar Kristínu fyrir erindi hennar og vísar hugmyndum hennar til gerðar fjárhagsáætlunar 2023. Bæjarráð bendir á að skólarúta á milli byggðakjarna hafi verið hugsuð til notkunar fyrir starfsmenn skóla og nemendur. Tímasetning skólarútunnar taki því einvörðungu mið af þörfum skólanna í sveitarfélaginu. Íbúum hafi hins vegar verið frjálst að nota umfram sæti sér að kostnaðarlausu og svo verði áfram.

8.Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2022

Málsnúmer 2208036Vakta málsnúmer

Lögð er fram styrkbeiðni frá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar innsent erindi og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.

9.Ofanflóðavarnir - Stóri Boli, fyrirspurn frá íbúum

Málsnúmer 2109057Vakta málsnúmer

Lag er fram erindi frá Birni Jónssyni, dags. 15.08.2022 varðandi ofanflóðavarnir við Stóra Bola.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar Birni fyrir erindið og þær ábendingar og hugmyndir sem þar koma fram. Bæjarráð vill vekja athygli á fundargerð frá 30.03.2022, málsnúmer 2109057, og því sem kemur fram þar. Bæjarstjóra falið að setja sig í samband við Veðurstofuna og kanna framgang málsins, ásamt því að koma hugmyndum Björns á framfæri við Veðurstofuna.

10.Umsókn um lóð - Ránargata 2

Málsnúmer 2207034Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 19. júlí 2022, þar sem Ólafur Haukur Kárason sækir um lóðina Ránargötu 2, Siglufirði.
Samþykkt
Guðjón M. Ólafsson vék af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir umsóknina með 2 atkvæðum.

11.LOFTUM - Fræðsluáætlun um umhverfis- og loftslagsmál

Málsnúmer 2208038Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi frá verkefnisstjórn LOFTUM - Fræðsluáætlunar um umhverfis- og loftlagsmál, dags. 15.08.2022, varðandi mögulegt samstarf við Fjallabyggð.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð tilnefnir deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála sem tengilið sveitarfélagsins við LOFTUM.

12.Samgönguvika 2022

Málsnúmer 2208039Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, dags. 10.08.2022, þar sem vakin er athygli á að samgönguvika verði haldin dagana 16.-22. september 2022.
Lagt fram til kynningar

13.Ósk um fjárhagsstuðning við kaup á nýju björgunarskipi

Málsnúmer 2208043Vakta málsnúmer

Lögð er fram styrkbeiðni Björgunarbátasjóðs Siglufjarðar, dags. 18.08.2022, þar sem óskað er eftir stuðningi bæjaryfirvalda Fjallabyggðar við kaup á nýju björgunarskipi.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar Björgunarbátasjóði Siglufjarðar fyrir erindið. Bæjarstjóra er falið að boða forsvarsmann Björgunarbátasjóðs Siglufjarðar á næsta fund bæjarráðs.

14.Stefnumótun í þremur málaflokkum.

Málsnúmer 2206056Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur Önnu G. Ólafsdóttur f.h. Innviðaráðuneytis dags. 11.08.2022 sem inniheldur kynningarefni í tengslum við stefnumótun innviðaráðuneytisins á sviði sveitarfélaga-, skipulags- og húsnæðismála.
Lagt fram til kynningar

15.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga

Málsnúmer 2206061Vakta málsnúmer

Lagður er fram tölvupóstur frá Jafnréttisstofu, dags. 16.08.2022, varðandi skráningu á landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar

16.Greið leið. Ársreikningur - 2021. Aðalfundur 2022.

Málsnúmer 2206085Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar undirritaður ársreikningur Greiðrar leiðar ehf., vegna ársins 2021. Einnig er lögð fram fundargerð aðalfundar félagsins, sem haldinn var 28.06.2022.
Lagt fram til kynningar

17.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 287. fundur - 17. ágúst 2022

Málsnúmer 2208003FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 17 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 13, og 15.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
  • 17.1 2207035 Breyting á deiliskipulagi - Flæðar
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 287. fundur - 17. ágúst 2022 Nefndin samþykkir framlagða breytingu og felur tæknideild að auglýsa hana í samræmi við skipulagslög nr.123/2010. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 17.3 2208033 Umsókn um fjölgun fasteigna við Hlíðarveg 44 Siglufirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 287. fundur - 17. ágúst 2022 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 17.4 2207031 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Laugarvegur 46 Siglufirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 287. fundur - 17. ágúst 2022 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 17.5 2207047 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Lindargata 22b Siglufirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 287. fundur - 17. ágúst 2022 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 17.6 2207051 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hólavegur 21 Siglufirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 287. fundur - 17. ágúst 2022 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 17.7 2208020 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Aðalgata 6 Siglufirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 287. fundur - 17. ágúst 2022 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 17.8 2208019 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Reykir lóð 150914
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 287. fundur - 17. ágúst 2022 Nefndin samþykkir umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings. Í samræmi við samþykkt deiliskipulag frístundabyggðar í landi Reykja verða lóðarmörk aðlöguð skipulaginu og fær lóðin staðfangið Sundlaugargata 10. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 17.9 2208023 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Skútustígur 5 Siglufirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 287. fundur - 17. ágúst 2022 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 17.10 2207034 Umsókn um lóð - Ránargata 2
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 287. fundur - 17. ágúst 2022 Nefndin samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs. Bókun fundar Guðjón M. Ólafsson vék af fundi undir þessum lið.
    Bæjarráð samþykkir umsóknina með 2 atkvæðum.
  • 17.11 2110028 Umsókn um frest á úthlutun lóðar - Eyrarflöt 11-13
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 287. fundur - 17. ágúst 2022 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 17.12 2110027 Umsókn um frest á úthlutun lóðar - Eyrarflöt 22-28
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 287. fundur - 17. ágúst 2022 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 17.13 2208018 Umsókn um stækkun lóðar við Túngötu 29b Siglufirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 287. fundur - 17. ágúst 2022 Nefndin hafnar erindinu þar sem stækkunin nær inn á skilgreinda götu og myndi hefta aðgengi að nærliggjandi lóðum. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 17.15 2207049 Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna rannsóknarholna
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 287. fundur - 17. ágúst 2022 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

Fundi slitið - kl. 17:00.