Bæjarráð Fjallabyggðar

733. fundur 10. mars 2022 kl. 08:00 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Erindi frá Hestamannafélaginu Gnýfara

Málsnúmer 2111004Vakta málsnúmer

Lögð fram kostnaðaráætlun deildarstjóra tæknideildar sem óskað var á 730. fundi bæjarráðs, einnig er lagt fram að nýju minnisblað EFLU dags. 4. febrúar 2022, er varðar mögulegar lausnir á vanda sem upp hefur komið í miklum leysingum á svæðinu vestan við ós Ólafsfjarðarvatns. Áætlaður kostnaður við að ráðast í úrbætur sem lagðar eru til í minnisblaði eru 4,4 millj.kr.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að láta framkvæma tillagðar úrbætur þegar snjóa leysir, einnig felur bæjarráð deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að gera tillögu að útfærðum viðauka við fjárhagsáætlun og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

2.Launayfirlit tímabils - 2022

Málsnúmer 2202017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir launakostnað og kostnað vegna langtímaveikinda vegna janúar og febrúar 2022.
Lagt fram til kynningar

3.Götulýsing í Fjallabyggð

Málsnúmer 1804059Vakta málsnúmer

Lagt fram umbeðið minnisblað deildarstjóra dags. 3. febrúar 2022 er varðar götulýsingu í byggðakjörnum Fjallabyggðar.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð þakkar framlagt minnisblað og felur deildarstjóra tæknideildar að taka saman staðgreint og kostnaðarmetið yfirlit yfir viðhaldsþörf götulýsinga, jarðstrengja sem og lýsingar, og leggja fyrir bæjarráð.

4.Lýsingar við stofnanir Fjallabyggðar

Málsnúmer 2203018Vakta málsnúmer

Á 732. fundi bæjarráðs fór fram umræða utan dagskrár um ástand lýsinga við stofnanir sveitarfélagsins, mál þetta er sett á dagskrá í kjölfar þeirrar umræðu.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að taka saman upplýsingar um stöðu útilýsinga við stofnanir sveitarfélagsins og leggja niðurstöðu ásamt tillögum að úrbótum fyrir bæjarráð.
Úttekt skal unnin í nánu samstarfi við forstöðumenn stofnana og skulu tillögur að úrbótum vera umfangs- og kostnaðarmetnar.

5.Starfsemi fræðslustofnana í Fjallabyggð m.t.t. Fræðslustefnu Fjallabyggðar

Málsnúmer 2104020Vakta málsnúmer

Lögð fram umbeðin umsögn fræðslu- og frístundanefndar sem samþykkt var á 109. fundi nefndarinnar.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra að taka saman upplýsingar í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta reglulega fund ráðsins.

6.Starfsemi SSNE á Tröllaskaga

Málsnúmer 2203011Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund bæjarráðs Anna Lind Björnsdóttir, starfsmaður Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) á Tröllaskaga, kl. 8:20 í gegnum TEAMS fund.

Anna Lind fór yfir starfsemi samtakanna og helstu verkefni sem hún hefur verið að vinna að í Fjallabyggð.

Anna Lind vék af fundi kl. 8:46.
Bæjarráð þakkar Önnu Lind fyrir fróðlega yfirferð.

7.Erindi til sveitarfélaga vegna samstarfs með N4

Málsnúmer 2202077Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi SSNE f.h. 12 sveitarfélaga á starfssvæði samtakanna og N4 ehf. er varðar verkefni sem hefur það að markmiði að efna til almennrar umfjöllunar og vekja athygli á landsfjórðungnum á breiðum grunni. Samkvæmt yfirliti sem fylgdi áður framlögðu erindi SSNE þá er kostnaðarhlutur Fjallabyggðar vegna verkefnisins kr. 450.666 sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2022.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu og felur bæjarstjóra að undirrita framlögð drög að samningi.

8.Áskorun frá Sveitarfélaginu Vogar vegna Suðurnesjalínu 2.

Málsnúmer 2203012Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar bókun bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga á 350. fundi ráðsins er varðar ítrekun á umsögn ráðsins um 353. mál á 151. löggjafarþingi.
Lagt fram til kynningar

9.Frá nefndasviði Alþingis - Mál til umsagnar 2022

Málsnúmer 2201041Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, dags., 07.03.2022 er varðar umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldastofn fasteignaskatts), 78. mál.
Lagt fram til kynningar

10.Aðgerðaráætlun vegna óveðurs í Fjallabyggð

Málsnúmer 1912027Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram og fór yfir svör RARIK, Orkusölunnar og MÍLU við spurningum bæjarstjóra um framgang verkefna sem fram komu að ráðast ætti í eftir óveður í lok árs 2019.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar framlögð svör sem og þær aðgerðir sem RARIK, Orkusalan og MÍLA hafa ráðist í frá byrjun árs 2020.

11.Samtaka um hringrásarhagkerfi

Málsnúmer 2203010Vakta málsnúmer

Lagður er fram til kynningar tölvupóstur Eygerðar Margrétardóttur f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 28. febrúar 2022. Efni póstsins er að kynna fyrir sveitarfélögum verkefnið ,,Samtaka um hringrásarhagkerfið" sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sett á fót með aðstoð umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins til að aðstoða sveitarfélög við að innleiða þessar miklu breytingar. Verkefnið skiptist í þrjá verkefnahluta, sem allir hafa það hlutverk að renna styrkari stoðum undir innleiðingu hringrásarhagkerfis hérlendis.
Lagt fram til kynningar

12.Drög að frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 1382011. (Íbúakosningar á vegum sveitarfélaga)

Málsnúmer 2203017Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Gauta Daðasonar f.h. Innviðaráðuneytisins dags. 4. mars 2022. Efni tölvupóstsins er að kynna fyrir sveitarfélögum að Innviðaráðuneytið hafi birt í samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011. (Íbúakosningar á vegum sveitarfélaga).
Lagt fram til kynningar

13.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2022

Málsnúmer 2201035Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 907. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:00.