Bæjarráð Fjallabyggðar

173. fundur 16. júní 2010 kl. 08:15 - 10:15 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Egill Rögnvaldsson varamaður
  • Þórir Kristinn Þórisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
  • Óskar Þórðarsson formaður
  • Ingvar Erlingsson aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Kosning formanns- og varaformanns bæjarráðs

Málsnúmer 1006060Vakta málsnúmer

Samkvæmt 34. grein samþykkta sveitarfélagsinns skal bæjarráð á fyrsta fundi sínum, kjósa sér formann og varaformann.
Samþykkt var að formaður bæjarráðs yrði Ólafur Helgi Marteinsson og Ingvar Erlingsson varaformaður.

2.Staða framkvæmda- og viðhaldsverkefna

Málsnúmer 1003123Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti skipulags- og byggingarfulltrúi og fór yfir framkvæmda- og viðhaldsverkefni 2010 og stöðu þeirra.

3.Sundlaugin á Ólafsfirði, tækjaklefi, verksamningur

Málsnúmer 1006044Vakta málsnúmer

Lagður fram verksamningur við Pípulagnaverktaka ehf. að upphæð kr. 11.294.316 vegna lagnavinnu í tækjarými sundlaugarinnar í Ólafsfirði.
Á fund bæjarráðs mætti skipulags- og byggingarfulltrúi og fór yfir verksamninginn.
Bæjarráð staðfestir samninginn og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að undirrita.

4.Leiga húsnæðis til menntaskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 1003140Vakta málsnúmer

Fyrir bæjaráði liggja drög að húsaleigusamningi til fimm ára vegna menntaskólans á Tröllaskaga um kennsluaðstöðu í gagnfræðaskólanum við Ægisgötu, Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög með orðalagsbreytingum.
Bæjarstjóra falið að undirrita samning

5.Drög að reglum um stuðning til fjarnáms, endurmenntunar og námsleyfis

Málsnúmer 1004074Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað.

6.Fjallabyggðarbræðingur - listviðburðir

Málsnúmer 1006029Vakta málsnúmer

Í erindi Eiríksínu Kr. Ásgrímsdóttur og Hrafnhildar Ýrar Vilbertsdóttur er lýst yfir áhuga á að standa fyrir listviðburð undir nafninu "Fjallabyggðarbræðingur" við opnun Héðinsfjarðarganga í október næstkomandi. Óskað er eftir samstarfi við Fjallabyggð í formi vinnuframlags og fjárframlags.

Bæjarráð þakkar listamönnum áhugann við þessi tímamót.

Bæjarráð getur ekki styrkt verkefnið með beinu fjárframlagi en samþykkir skilgreint vinnuframlag ef um semst.

7.Kjör fulltrúa á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 1006051Vakta málsnúmer

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið á Akureyri um mánaðarmótin september- október.  Fjallabyggð á rétt á tveimur fulltrúum. Á 51. fundi bæjarstjórnar voru Þorbjörn Sigurðsson og Ingvar Erlingsson kjörnir fulltrúar sveitarfélagsins. Til vara Egill Rögnvaldsson og Bjarkey Gunnarsdóttir.

8.Ósk um auglýsingaskilti á knattspyrnuvelli bæjarins

Málsnúmer 1005060Vakta málsnúmer

Í erindi KS og Leifturs er óskað eftir að gert verði 3 ára samkomulag við sveitarfélagið um auglýsingaskilti frá Fjallabyggð á knattspyrnuvelli bæjarins.
Bæjarráð getur ekki orðið við þessari beiðni, þar sem ekki er gert ráð fyrir þessu verkefni á fjárhagsáætlun.
Jafnframt er vakin athygli á því að félögin sæki um styrk næst þegar auglýst verður eftir þeim. 

9.Ósk um ferðastyrk vegna keppnisferða 4. flokks kvenna KS/Leifturs til Svíþjóðar

Málsnúmer 1005061Vakta málsnúmer

Í erindi KS/Leifturs er lögð fram ósk um ferðastyrk vegna keppnisferðar 4. flokks kvenna til Gautaborgar í Svíþjóð á Gothia-cup, stærsta mót sinnar tegundar.

Bæjarráð getur ekki orðið við þessari beiðni, þar sem ekki er gert ráð fyrir þessu verkefni á fjárhagsáætlun.
Jafnframt er vakin athygli á því að félögin sæki um styrk næst þegar auglýst verður eftir þeim.

10.Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 23. júní nk.

Málsnúmer 1006036Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 23. júní n.k.
Bæjarráð samþykkir að fela Þorbirni Sigurðssyni að sækja fundinn og fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundinum.

11.Aðalfundur Greiðrar leiðar þann 16. júní 2010

Málsnúmer 1006018Vakta málsnúmer

Aðalfundur einkahlutafélagsins Greið leið ehf. verði haldinn miðvikudaginn 16. júní n.k. á Akureyri.

12.Launayfirlit janúar - maí 2010

Málsnúmer 1006032Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar launayfirlit fyrstu fimm mánuði ársins.

13.Minnisblað og fundargerð Flokkunar Eyjafjarðar ehf.

Málsnúmer 1006034Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Flokkunar Eyjafjarðar ehf. frá 5. maí s.l., fundargerðir stjórnar í apríl og maí, svo og minnisblað um stöðu félagsins og framtíð.

14.Fundargerð 213. fundur stjórnar Eyþings frá 11. maí 2010

Málsnúmer 1006038Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

15.Milliuppgjör fyrstu 5 mánuði ársins

Málsnúmer 1006061Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að gert verði fjárhagslegt milliuppgjör fyrir sveitarfélagið vegna fyrstu fimm mánuði ársins.

Fundi slitið - kl. 10:15.