Bæjarráð Fjallabyggðar

688. fundur 16. mars 2021 kl. 08:15 - 09:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Styrkumsóknir 2021 - Fasteignaskattur félaga og félagasamtaka

Málsnúmer 2009072Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 5.03.2021 þar sem fram kemur að umsóknir vegna styrks um fasteignaskatt félaga og félagasamtaka nemur kr. 3.549.409 en ekki kr. 3.540.854 eins og samþykkt var í bæjarráði þann 22.02.2021.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir styrki vegna fasteignaskatts félaga- og félagasamtaka að upphæð kr. 3.549.409 sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2021.

2.Fundar- og skrifstofuaðstaða Ólafsvegi 4, Ólafsfirði

Málsnúmer 2102046Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra, dags. 12.02.2021 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að endurbæta skrifstofu- og fundaraðstöðu að Ólafsvegi 4 Ólafsfirði. Ætlunin er að samnýta aðstöðuna með starfsfólki Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE).
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að endurbæta skrifstofu- og fundaraðstöðu að Ólafsvegi 4 í samræmi við vinnuskjal og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 9/2021 að upphæð kr. 1.200.000.- við deild 31300, lykill 4960 kr. 290.000.-, lykill 8541 kr. 400.000.-, og lykill 8551 kr. 510.000.- og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2101031Vakta málsnúmer

Vísað til umsagnar
Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

4.Ráðning slökkviliðstjóra

Málsnúmer 2101091Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal ráðgjafa Intellecta, dags. 12.03.2021 þar sem farið er yfir fyrirkomulag umsóknar- og ráðningarferlis. Þrjár umsóknir bárust um starf slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, ein umsókn var dregin til baka en viðtöl tekin við umsækjendur sem efir stóðu; Ingvar Erlingsson og Jóhann K. Jóhannsson.

Einnig lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar dags. 15.03.2021 þar sem lagt er til við bæjarráð að Jóhann K. Jóhannsson verði ráðin í starf slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar.
Erindi svarað
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu þess efnis að Jóhann K. Jóhannsson verði ráðinn í starf slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar og felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2103032Vakta málsnúmer

Synjað
Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

6.Styrkur - útskriftarmynd

Málsnúmer 2103021Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Birnis Mikaels Birnissonar, dags. 05.03.2021 þar sem óskað er eftir styrk vegna útskrifarverkefnis frá Kvikmyndaskóla Íslands, myndar sem áætlað er að taka upp í umhverfi Ólafsfjarðar.
Synjað
Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við beiðni um styrk.

7.Hopp rafhlaupahjóla leiga í Fjallabyggð

Málsnúmer 2103027Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Þorgríms Emilssonar fh. Hopp Mobility ehf, dags. 04.03.2021 þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess að setja upp útleigu á rafhlaupahjólum, 25 hjólum í Fjallabyggð, aðallega á Siglufirði en mögulega líka í Ólafsfirði.

Þá er óskað eftir þjónustusamningi milli Fjallabyggðar og sérleyfishafa um leyfi til reksturs og þróunar á deilileigu fyrir rafhlaupahjól á svæðinu.
Vísað til nefndar
Bæjarráð hafnar því að gera þjónustusamning við sérleyfishafa en tekur jákvætt í erindið og samþykkir að óska eftir afstöðu skipulags- og umhverfisnefndar.

8.Aðalfundur Lánasjóðsins - 26 mars 2021

Málsnúmer 2103034Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram til kynningar erindi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. Þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins föstudaginn 26. mars kl. 15:30 á Grand Hótel Reykjavík.

9.Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19

Málsnúmer 2012028Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lögð fram til kynningar 11. stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 frá 5. mars. sl.

10.Frá nefndasviði Alþingis - Mál til umsagnar 2021

Málsnúmer 2101022Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 08.03.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekjur ríkissjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa), 273. mál.

Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 08.03.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.), 561. mál.

Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 09.03.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl., nr. 35/1970, með síðari breytingum., 470. mál.

11.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2021

Málsnúmer 2101002Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lögð fram til kynningar fundargerð 130. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar frá 12. mars. sl.

Fundi slitið - kl. 09:20.