Bæjarráð Fjallabyggðar

662. fundur 28. júlí 2020 kl. 08:15 - 08:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Útboð á vátryggingum Fjallabyggðar

Málsnúmer 2003046Vakta málsnúmer

Lögð fram útboðslýsing vegna vátrygginga Fjallabyggðar fyrir tímabilið 2021 - 2023.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn.

Tilboðum skal skilað í ráðhús Fjallabyggðar, Gránugötu 24 fyrir kl. 13:30, föstudaginn 4.09.2020.

Niðurstaða útboðs verður lögð fyrir fund bæjarráðs þann 15. sept nk.

2.Yfirferð á búnaði,reglugerðum og öryggiskröfum í jarðgöngum á Tröllaskaga

Málsnúmer 2007037Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar afrit af bréfi Slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, dags. 24.07.2020 til Vegagerðarinnar varðandi yfirferð á búnaði, reglugerðum og öryggiskröfum í jarðgöngum á Tröllaskaga.

3.Úrræði vegna úrkomu og flóða

Málsnúmer 2007033Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra, dags. 24.07.2020 þar sem fram kemur að kostnaður við yfirfallsdælur í fráveitubrunna, uppsetningu þeirra, stjórn-, og ræsibúnað auk annarra smáverka er áætlaður 11,5 mkr.

Bæjarráð samþykkir að vísa kostnaði, 11.5 mkr í viðauka nr. 23/2020 við framkvæmdaráætlun 2020 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.

4.Opnun efri hæðar Pálshúss 1. ágúst 2020

Málsnúmer 2007032Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi stjórnar Fjallasala ses., dags. 20.07.2020 þar sem bæjarstjóra og bæjarstjórn er boðið að vera viðstödd opnun efri hæðar Pálshúss, Strandgötu 5, Ólafsfirði kl. 13:30 laugardaginn 1. ágúst nk.

5.Beiðni um fund með bæjarráði

Málsnúmer 2007036Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi stjórnar Félags eldri borgara Ólafsfirði, dags. 24.07.2020 þar sem óskað er eftir því að stjórn fái að mæta á fund bæjarráðs til að ræða málefni Húss eldri borgara Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að boða stjórnina á næsta fund bæjarráðs sem haldin verður 11. ágúst nk.

6.Lokun á Vetrarbraut

Málsnúmer 2007039Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Marteins B. Haraldssonar fh. Seguls 67 Brugghúss, dags, 27.07.2020 þar sem óskað er eftir því að Vetrarbraut verði lokuð frá gistihúsinu Hvanneyri og norður að næstu gatnamótum (Vetrarbraut/ Eyrargata), laugardaginn 1. ágúst frá kl. 10-18 vegna fornbílasýningar og bjórleika.

Bæjarráð samþykkir að heimila lokun á Vetrarbraut í samræmi við óskir og vísar erindinu til úrvinnslu tæknideildar.

7.Fundargerðir stjórnarfunda MN

Málsnúmer 2003051Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 15. júlí sl.

Fundi slitið - kl. 08:50.