Bæjarráð Fjallabyggðar

657. fundur 23. júní 2020 kl. 08:15 - 09:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Ósk Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra um umsögn

Málsnúmer 2006022Vakta málsnúmer

Á 656. fundi bæjarráðs óskaði Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, með erindi dags. 09.06.2020, eftir umsögn sveitarfélagsins á því hvort rétt væri að takmarka eða banna fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíum í Eyjafirði innan línu sem dregin yrði frá Siglunesi að Bjarnarfjalli.
Lögð fram umsögn bæjarráðs til Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra þar sem því er hafnað að nokkrar ákvarðanir verði teknar af ráðherra um takmarkanir eða bann við fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíum í Eyjafirði innan línu sem dregin verður frá Siglunesi að Bjarnarfjalli, nema að undangengnum vísindalegum rannsóknum. Telur bæjarráð að stórar ákvarðanir um málefni sem getur varðað framtíðarhagsmuni og þróun samfélags í Fjallabyggð til langrar framtíðar megi ekki taka nema til þeirra sé vandað og upplýsingar úr niðurstöðum rannsókna leiki þar lykilhlutverk. Ákvörðun ráðherra um mögulegt fiskeldi í Eyjafirði til framtíðar getur ekki byggst á óljósum kennisetningum eða trúarbrögðum. Af þeim sökum er ekki tímabært, að mati bæjarráðs, að veita Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra endanlega umsögn um það hvort banna eigi fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíum í Eyjafirði. Þá er ráðherra ennfremur eindregið hvattur til þess að ljúka við og birta án tafar allar niðurstöður rannsókna um burðarþol og áhættumat sem unnar hafa verið í firðinum varðandi mögulegt eldi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda framlagða umsögn á Landbúnaðar-, og sjávarútvegsráðherra, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, þingmenn kjördæmis, þingflokksformenn og bæjar- og sveitarstjóra sveitarfélaga við Eyjafjörð.

2.Fráveita Siglufirði, Hvanneyrarkrókur

Málsnúmer 2005059Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 16.06.2020, þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð í verkefnið "Siglufjörður. Fráveita 2020. Hvanneyrarkrókur" mánudaginn 15. júní sl.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Bás ehf. kr. 79.929.518,-
Sölvi Sölvason kr. 80.170.150,-
Kostnaðaráætlun er kr. 81.507.500,-

Deildarstjóri leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðandi verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Bás ehf. í verkið sem jafnframt er lægstbjóðandi.

3.Styrkir til íþróttafélaga, vinnuframlag nemenda vinnuskólans.

Málsnúmer 2006031Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 16.06.2020, þar sem fram koma upplýsingar um stuðning sveitarfélagsins til íþróttafélaga vegna íþrótta/frístundanámskeiða fyrir börn og ungmenni yfir sumartímann í formi vinnuframlags ungmenna, nemenda í vinnuskóla Fjallabyggðar.

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með fjölbreytt og metnaðarfullt sumarfrístundastarf fyrir börn og ungmenni og fagnar samráði aðila á milli. Bæjarráð samþykkir að styrkja íþróttafélög til þess að halda úti námskeiðum fyrir börn og ungmenni yfir sumartímann í formi vinnuframlags ungmenna vinnuskólans. Um er að ræða aðstoð á vinnutíma vinnuskólans. Kostnaður verður færður sem styrkur á íþróttafélögin.
Yfirlit yfir sumarnámskeið er aðgengilegt er á heimasíðu sveitarfélagsins https://www.fjallabyggd.is/is/thjonusta/ithrottir-og-tomstundastarf/sumarnamskeid-i-fjallabyggd-2020

4.Erindisbréf nefnda 2018-2022

Málsnúmer 1806062Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að uppfærðu erindisbréfi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga.

Bæjarráð samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti.

5.Frisbígolf á Siglufjörð og Ólafsfjörð

Málsnúmer 2006005Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Íslenska frisbígolfsambandsins dags. 02.06.2020, er varðar kynningu á frisbívöllum og hugsanlegan áhuga sveitarfélagsins á uppsetningu.

Lögð fram umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og deildarstjóra tæknideildar dags. 16.06.2020, þar sem fram kemur að frisbígolfvellir væru góð viðbót á útivist og hreyfingu fyrir alla aldurshópa í sveitarfélaginu og falla vel að markmiðum heilsueflandi samfélags. Áætlaður kostnaður við uppsetningu slíks vallar er kr. 2.000.000 en getur verið breytilegur eftir því hvort um heilsársbrautir er að ræða og ef sveitarfélagið getur sjálft framkvæmt uppsetningu.

Töluvert landsvæði þarf undir völlinn og eru eftirfarandi svæði möguleg til slíkra staðsetningar:
-Austan Hólsár á Siglufirði, við Hól.
-Saurbæjarás Siglufirði, austan kirkjugarðs.
-Við Skógræktina, á leið upp í Skarð, Siglufirði.
-Neðan þjóðvegar utan við þéttbýlið í Siglufirði, við enda Hvanneyrarbrautar.
-Skeggjabrekkudal, Ólafsfirði.
-Austan við sumarhúsabyggð í Hólkoti, Ólafsfirði.
-Sunnan við Hornbrekku, Ólafsfirði.
-Í kringum íþróttamiðstöð, grunnskóla, knattspyrnuvöll og menntaskóla (MTR) í Ólafsfirði

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna kostnaðarmat miðað við staðsetningar sem næst eða í þéttbýli beggja byggðakjarna.

6.Umsókn um lóð - Bakkabyggð 8

Málsnúmer 2006009Vakta málsnúmer

Á 255. fundi skipulags- og umhverfisnefndar samþykkti nefndin að vísa erindi Ólafs Meyvants Jóakimssonar, er varðar umsókn um lóð að Bakkabyggð 8 Ólafsfirði dags. 04.06.2020, til bæjarráðs þar sem framkvæmdum við gatnagerð í Bakkabyggð hefur verið frestað á þeim forsendum að lóðum sem úthlutað var á árunum 2018 og 2019 hafði verið skilað inn eða þær innkallaðar þar sem ákvæðum um úthlutun hafði ekki verið fylgt.

Lögð er fram umsögn deildarstjóra tæknideildar þar sem fram kemur að áætlaður kostnaður við að ljúka framkvæmdum í götunni nemur 40 mkr. að frátöldum kostnaði við gangstéttar- og grassvæði. Einnig kemur fram að kostnaður við að ljúka framkvæmdum við hluta götunnar, þ.e. út fyrir lóð nr. 8 er áætlaður 22.5 mkr. að frátöldum gangstéttum og grassvæðum. Þar af er kostnaður við jarðvinnu áætlaður 16 mkr. m.v. að gatan verði gerð byggingarhæf án bundins slitlags.

Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni og kostnað kr. 16.000.000 vegna gatnagerðar fram yfir lóð 8 svo að hægt sé að byggja á lóðinni. Gatnagerð mun þó ekki hefjast fyrr en öll tilskilin leyfi liggja fyrir og ljóst er að umsækjandi um lóð að Bakkabyggð 8 muni hefja byggingarframkvæmdir.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að leggja fram tillögu að verkefnum á framkvæmdaáætlun ársins sem heppilegt væri að fresta til þess að mæta áætluðum kostnaði við gatnagerð.

Bæjarráð samþykkir einnig að fela tæknideild að taka út auglýsingu um lausar lóðir frá Bakkabyggð 10-18 og 7-11 og uppfæra kort sem sýna lausar lóðir á Siglufirði og í Ólafsfirði, á heimasíðu sveitarfélagsins.

7.Beiðni frá Skógræktarfélagi Ólafsfjarðar

Málsnúmer 2006028Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Önnu Maríu Guðlaugsdóttur fh. Skógræktarfélags Ólafsfjarðar dags. 14.06.2020, þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið leggi til einn til tvo starfsmenn, til þess að planta niður trjám, til skólabyrjunar í gegnum átaksstörf námsmanna í samstarfi við Vinnumálastofnun. Einnig óskar skógræktarfélagið eftir því að gerður verði samningur við félagið í samræmi við samning sem fyrir er við Skógræktarfélag Siglufjarðar.

Bæjarráð hafnar beiðni um starfsmenn í gegnum sumarátaksstörf námsmanna í samstarfi við Vinnumálastofnun, þar sem frestur sveitarfélagsins til þess að skila inn gögnum til Vinnumálastofnunar vegna verkefnisins er útrunninn.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna drög að samstarfssamningi við uppbyggingu skógræktar í Ólafsfirði.

8.Beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021

Málsnúmer 2006034Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 16.06.2020, er varðar bókun stjórnar sambandsins þann 12. júní sl., vegna beiðni Sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021.

9.Minnkandi starfshlutfall - Atvinnuleysi

Málsnúmer 2004032Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit og áætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga yfir minnkað starfshlutfall og atvinnuleysi fyrir allt landið frá mars til 15. júní 2020. Í Fjallabyggð var hlutfall skráðra í minnkuðu starfshlutfalli í maí 9%. Áætlun fyrir júní gerir ráð fyrir sama hlutfalli þ.e. 9%. Hlutfall skráðra á atvinnuleysisskrá í Fjallabyggð í maí var 4%, áætlun fyrir júní gerir ráð fyrir að hlutfall atvinnulausra verði 5%.

10.Lóð Leikskóla Fjallabyggðar Leikhólar

Málsnúmer 2001100Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 2. verkfundargerð Eflu vegna endurgerðar leikskólalóðar Leikhóla Ólafsfirði frá 04.06.2020.

11.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2005041Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 885. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. júní sl.

12.Vinnuhópur um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina NEON - 3. fundur - 16. júní 2020

Málsnúmer 2006007FVakta málsnúmer

  • 12.1 2005012 Starfsemi Neon
    Vinnuhópur um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina NEON - 3. fundur - 16. júní 2020 Í framhaldi fyrsta fundar nefndarinnar var lögð könnun fyrir unglinga í 7. til 9. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar. Við val á úrtaki könnunar var horft til þess að umræddur hópur mun nýta aðstöðu og njóta starfs félagsmiðstöðvarinnar á komandi vetri. Svörun í könnuninni var góð, alls svöruðu 48 unglingar af 55. Í aldurshópnum eru 27 búsettir í Ólafsfirði en 28 á Siglufirði.
    Meginniðurstaða könnunarinnar er að mikill meirihluti unglinga sem úrtakið tók til vilja að framtíðar félagsmiðstöð verði staðsett á Siglufirði eða 36 af 48 svarendum, 4 vilja hafa félagsmiðstöðina í Ólafsfirði og 8 taka ekki afstöðu.
    Í könnuninni var einnig óskað álits/rökstuðning unglinganna, í svörum voru tveir þættir mjög áberandi. Annarsvegar var bent á að sjoppa væri opin lengur á Siglufirði en í Ólafsfirði, hins vegar var á það bent að unglingar búsettir á Siglufirði þyrftu að sækja skóla með rútu því væri eðlilegt og sanngjarnt að unglingar í Ólafsfirði þyrftu að koma yfir til Siglufjarðar að afloknum skóladegi. Aðspurðir um óskahúsnæði og aðstöðu félagsmiðstöðvar nefndu unglingarnir helst að horfa þurfi til þess að húsnæðið sé rúmgott með sal og minni rýmum fyrir fjölbreytt starf.

    Vinnuhópur vísar niðurstöðum könnunarinnar til umsagnar hjá Fræðslu- og frístundanefnd, Ungmennaráði, Foreldrafélagi Grunnskóla Fjallabyggðar og skólaráði.

    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar Vinnuhóps um framtíðarhúsnæði NEON staðfest á 657. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

13.Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 47. fundur - 3. júní 2020

Málsnúmer 2006011FVakta málsnúmer

  • 13.1 2006030 Undirbúningur forsetakosninga
    Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 47. fundur - 3. júní 2020 Fundurinn var haldinn til undirbúnings forsetakosninga sem verða þann 27. júní nk..
    Ákveðið var að kosið verði á sömu stöðum og síðast, þ.e. Menntaskólanum á Tröllaskaga og Ráðhúsinu á Siglufirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar Yfirkjörstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 657. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

14.Undirkjörstjórn á Siglufirði - 36. fundur - 18. júní 2020

Málsnúmer 2006013FVakta málsnúmer

  • 14.1 2006030 Undirbúningur forsetakosninga
    Undirkjörstjórn á Siglufirði - 36. fundur - 18. júní 2020. 1. Farið yfir gátlista vegna undibúnings kosninga.
    2. Farið yfir helstu atriði kosninga, sérstaklega reglur um aðstoðarmenn í kjörklefa.
    Rætt um þagnarskyldu og bann við hverskonar áróðri á kjörstað.
    3. Farið yfir vinnulag varðandi flokkun og merkingu utankjörstaðaatkvæða.
    4. Rætt um fjarskiptamál og samband við aðrar undirkjörstjórnir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar Undirkjörstjórnar á Siglufirði staðfest á 657. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 09:15.