Málsnúmer 2006007FVakta málsnúmer
12.1
2005012
Starfsemi Neon
Vinnuhópur um framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina NEON - 3. fundur - 16. júní 2020
Í framhaldi fyrsta fundar nefndarinnar var lögð könnun fyrir unglinga í 7. til 9. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar. Við val á úrtaki könnunar var horft til þess að umræddur hópur mun nýta aðstöðu og njóta starfs félagsmiðstöðvarinnar á komandi vetri. Svörun í könnuninni var góð, alls svöruðu 48 unglingar af 55. Í aldurshópnum eru 27 búsettir í Ólafsfirði en 28 á Siglufirði.
Meginniðurstaða könnunarinnar er að mikill meirihluti unglinga sem úrtakið tók til vilja að framtíðar félagsmiðstöð verði staðsett á Siglufirði eða 36 af 48 svarendum, 4 vilja hafa félagsmiðstöðina í Ólafsfirði og 8 taka ekki afstöðu.
Í könnuninni var einnig óskað álits/rökstuðning unglinganna, í svörum voru tveir þættir mjög áberandi. Annarsvegar var bent á að sjoppa væri opin lengur á Siglufirði en í Ólafsfirði, hins vegar var á það bent að unglingar búsettir á Siglufirði þyrftu að sækja skóla með rútu því væri eðlilegt og sanngjarnt að unglingar í Ólafsfirði þyrftu að koma yfir til Siglufjarðar að afloknum skóladegi. Aðspurðir um óskahúsnæði og aðstöðu félagsmiðstöðvar nefndu unglingarnir helst að horfa þurfi til þess að húsnæðið sé rúmgott með sal og minni rýmum fyrir fjölbreytt starf.
Vinnuhópur vísar niðurstöðum könnunarinnar til umsagnar hjá Fræðslu- og frístundanefnd, Ungmennaráði, Foreldrafélagi Grunnskóla Fjallabyggðar og skólaráði.
Bókun fundar
Afgreiðsla 3. fundar Vinnuhóps um framtíðarhúsnæði NEON staðfest á 657. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
Lögð fram umsögn bæjarráðs til Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra þar sem því er hafnað að nokkrar ákvarðanir verði teknar af ráðherra um takmarkanir eða bann við fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíum í Eyjafirði innan línu sem dregin verður frá Siglunesi að Bjarnarfjalli, nema að undangengnum vísindalegum rannsóknum. Telur bæjarráð að stórar ákvarðanir um málefni sem getur varðað framtíðarhagsmuni og þróun samfélags í Fjallabyggð til langrar framtíðar megi ekki taka nema til þeirra sé vandað og upplýsingar úr niðurstöðum rannsókna leiki þar lykilhlutverk. Ákvörðun ráðherra um mögulegt fiskeldi í Eyjafirði til framtíðar getur ekki byggst á óljósum kennisetningum eða trúarbrögðum. Af þeim sökum er ekki tímabært, að mati bæjarráðs, að veita Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra endanlega umsögn um það hvort banna eigi fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíum í Eyjafirði. Þá er ráðherra ennfremur eindregið hvattur til þess að ljúka við og birta án tafar allar niðurstöður rannsókna um burðarþol og áhættumat sem unnar hafa verið í firðinum varðandi mögulegt eldi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda framlagða umsögn á Landbúnaðar-, og sjávarútvegsráðherra, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, þingmenn kjördæmis, þingflokksformenn og bæjar- og sveitarstjóra sveitarfélaga við Eyjafjörð.