Bæjarráð Fjallabyggðar

645. fundur 24. mars 2020 kl. 08:15 - 09:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Lóð Leikskóla Fjallabyggðar Leikhólar

Málsnúmer 2001100Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 19.03.2020 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokað útboð vegna endurnýjunar á lóð Leikhóla Ólafsfirði. Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið:
Árni Helgason ehf, Smári ehf, Bás ehf, Sölvi Sölvason, Magnús Þorgeirsson og Fjallatak ehf..

Bæjarráð samþykkir að heimila deildarstjóra að halda lokað útboð vegna endurnýjunar á lóð Leikhóla Ólafsfirði þar sem áðurtöldum aðilum er gefin kostur á að bjóða í verkið.

Bæjarráð samþykkir að vísa teikningum til kynningar í skipulags- og umhverfisnefnd.

2.Til upplýsinga vegna COVID-19

Málsnúmer 2003007Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri og deildarstjórar fræðslu,- frístunda og menningarmála, félagsmála, stjórnsýslu- og fjármála og tæknideildar sátu undir þessum lið og fóru yfir stöðu mála vegna COVID-19 á sínum deildum.

Bæjarráð þakkar deildarstjórum yfirferðina.

3.Snjósöfnun við Suðurgötu 70 Siglufirði

Málsnúmer 2003044Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Hjálmars Jóhannessonar eins eigenda húseignar að Suðurgötu 70 Siglufirði, dags. 19.03.2020, þar sem þess er óskað að sveitarfélagið geri viðeigandi ráðstafanir til þess að vinda ofan af mikilli snjósöfnun við húseignina vegna þeirra framkvæmda sem farið var í við grisjun trjáa norðan við húseignina sumarið 2018.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.

4.Drög að breytingu á reglugerð um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2003045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 19.03.2020, þar sem athygli er vakin á að drög að breytingu á reglugerð um framkvæmdaleyfi hafa verið sett á samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.

5.Útboð á vátryggingum Fjallabyggðar

Málsnúmer 2003046Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Consello tryggingaráðgjafar, dags. 18.03.2020 ásamt trúnaðaryfirlýsingu og umboði vegna fyrirhugaðs útboðs á vátryggingum Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að hefja undirbúning að útboði á vátryggingum sveitarfélagsins sem renna út um áramót.

6.Tillögur um endurskoðun kosningalaga í opið samráðsferli.

Málsnúmer 2003047Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Laufeyjar Helgu Guðmundsdóttur fh. Alþingis, dags. 19.03.2020 þar sem fram kemur að drög að frumvarpi til kosningalaga eru nú aðgengileg á samráðsvef Alþingis. Lagt er til að lögin gildi um kosningar til Alþingis og sveitarstjórna, um framboð og kjör forseta Íslands og um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Markmið frumvarpsins er að styrkja lýðræði með því að viðhalda trausti á framkvæmd kosninga og tryggja að beinar, frjálsar og leynilegar kosningar séu haldnar reglulega. Meginefni frumvarpsins lúta að breyttri stjórnsýslu kosninga og einföldun regluverks. Tekið er á móti umsögnum og ábendingum á netfangið kosningalog@althingi.is til 8. apríl nk.

7.Styrktarsjóður EBÍ 2020

Málsnúmer 2003048Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands (EBÍ), dags. 16.03.2020 þar sem fram kemur að opnað hefur verið fyrir umsóknir í styrktarsjóð félagsins. Sveitarfélög geta sótt um styrk úr sjóðnum vegna sérstakra framfaraverkefna innan sveitarfélagsins, samkvæmt úthlutunarreglum. Umsóknarfrestur er til aprílloka.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra sveitarfélagsins varðandi hugsanleg verkefni sem hægt er að sækja um styrk til að framkvæma.

Fundi slitið - kl. 09:15.