Bæjarráð Fjallabyggðar

631. fundur 03. desember 2019 kl. 16:30 - 18:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Trúnaðarmál- starfsmannamál

Málsnúmer 1912005Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

2.Staðgreiðsla tímabils - 2019

Málsnúmer 1901047Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar til nóvember 2019. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 1.073.532.554 eða 104,11% af tímabilsáætlun.

3.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 1910029Vakta málsnúmer

Á 178. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar lagði H-listinn fram eftirfarandi tillögur til skoðunar við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2020 sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs. Á 630. fundi bæjarráðs frestaði ráðið umfjöllun um tillögur H- listans til næsta fundar.

Tillögur H-listans og afgreiðsla bæjarráðs eru eftirfarandi:

1.
Ráðinn verði umhverfisfulltrúi sem hefur umsjón með umhverfismálum í Fjallabyggð, þ.m.t. umsjón með sorpmálum.

Bæjarráð hafnar tillögunni með tveimur atkvæðum á móti einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar H-lista.

2.
Framkvæmdum við gervigrasvöll verði frestað en farið verði í að stækka bílastæði við vallarhúsið og því verki lokið á árinu 2020.

Bæjarráð hafnar tillögunni með tveimur atkvæðum á móti einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar H-lista.

3.
Farið verði í að hanna svæðið vestan Óskarsbryggju með það í huga að ásýnd þess verði þannig að sómi sé af. Framkvæmdum verði lokið haustið 2020.

Bæjarráð samþykkir að hanna svæðið vestan Óskarsbryggju á árinu 2020 með tilliti til bættrar ásýndar og að svæðið verði hreinsað. Ekki verður lokið við framkvæmdir á árinu 2020.
Jón Valgeir Baldursson H-lista leggur fram eftirfarandi bókun :
Mér þykir miður að ekki sé áætlað að ljúka framkvæmdum haustið 2020.

Afgreiðslu bæjarráðs vísað til síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2020.

4.
Farið verði í að deiliskipuleggja miðbæinn og nánasta umhverfi hans í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að deiliskipuleggja miðbæjarsvæðið á Ólafsfirði á árinu 2020.
Afgreiðslu bæjarráð vísað til síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2020.


5.
Svæðið sunnan austurhafnar í Ólafsfirði (Sjávargata ) og opið svæði neðan Samkaupa verði hannað með það í huga að fegra það með gangstígum, skiltum með upplýsingum um höfnina, bekkjum og gróðri.

Bæjarráð samþykkir að hanna svæðið sunnan austurhafnar í Ólafsfirði neðan Samkaupa á árinu 2020 með tilliti til bættrar ásýndar.
Afgreiðslu bæjarráðs vísað til síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2020.

6.
Haldið verði áfram með „gleymda svæðið“, tjaldsvæðið á Leirutanga og það gert að glæsilegu svæði sem gaman verður að heimsækja fyrir gesti og bæjarbúa.

Bæjarráð hafnar tillögunni með tveimur atkvæðum á móti einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar H-lista.

7.
Komið til móts við húsbyggjendur nýrra húsa í formi afsláttar af fasteignagjöldum.

Bæjarráð hafnar tillögunni með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar og bendir á afslætti sem þegar hafa komið til á kjörtímabilinu skv. samþykktum um gatnagerðargjald og sölu byggingarréttar í Fjallabyggð.

8.
H-listinn vill að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Byrjað verði á að 9. og 10. bekkur fái fríar máltíðir á árinu 2020.

Bæjarráð hafnar tillögunni með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar og bendir á að skólamáltíðir fyrir alla árganga grunnskólans hafa ekki hækkað í krónum talið frá árinu 2017.

9.
Engin rafmagnshleðslustöð fyrir rafmagnsbíla er í Ólafsfirði, fyrir almenning. Sett verði upp 150 kw hraðhleðslustöð strax á næsta ári við íþróttamiðstöðina/tjaldsvæðinu.

Bæjarráð hafnar tillögunni með tveimur atkvæðum á móti einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar H-lista.

10.
Skutla á milli byggðakjarnanna. Komið verði á tilraunaverkefni í eitt ár að reglulegar ferðir verði á milli bæjarkjarnanna eftir að skólarútan hættir að ganga. Ferðir á heila og hálfa tímanum frá ca kl: 17-22.

Bæjarráð hafnar tillögunni með tveimur atkvæðum á móti einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar H-lista.

11.
Gólf í stóra sal í Tjarnarborg endurbyggð.

Bæjarráð hafnar tillögunni með tveimur atkvæðum á móti einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar H-lista.

12.
Að verulegum fjármunum verði varið í ýmis konar verkefni sem snúa að því að fegra Siglufjörð og Ólafsfjörð. Að skipulags- og umhverfisnefnd verði falið að koma með tillögur að verkefnum og einnig kallað eftir tillögum frá bæjarbúum.

Bæjarráð samþykkir að settar verði 5 mkr. til viðbótar þeim 5 mkr. sem eru áætlaðar á áætlun ársins 2020 til fegrunar í báðum byggðakjörnum og að skipulags- og umhverfisnefnd verði falið að koma með tillögur að verkefnum til bæjarráðs svo og að kallað verði eftir tillögum frá bæjarbúum.
Afgreiðslu bæjarráðs vísað til síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlum 2020.

4.Leiðrétting vegna fasteignagjalda

Málsnúmer 1911082Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 28.11.2019 þar sem fram kemur að Þröstur Þórhallsson fh. Gagginn ehf. hafi óskað eftir leiðréttingu á fasteignagjöldum vegna Hlíðarvegs 20, fastanr. 213-0389 vegna rangs skattflokks á eigninni.

Deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála og deildarstjóri tæknideildar leggja til að fasteignagjöld hjá Gagginn ehf. vegna fastanr. 213-0389 verði leiðrétt frá árinu 2016 og endurgreitt í samræmi við endurútreikning eða kr. 791.500.- frá árinu 2016.

Bæjarráð samþykkir að fasteignagjöld vegna eignar með fastanúmerið 213-0389 verði leiðrétt frá árinu 2016 og að kostnaði kr 791.500.

5.Úrbætur á fráveitulögnum á lóð Síldarminjasafnsins

Málsnúmer 1908052Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 28.11.2019. Þar kemur fram að fráveita innan lóðar er í höndum lóðarhafa. Það er því ekki á ábyrgð Fjallabyggðar að veita ofanvatni sem safnast á lóð í fráveitukerfi bæjarins. Aftur á móti ef farið verði í framkvæmdir á lóðinni þá mun lögnin mjög líklega verða grafin á lóðarmörkum í vestur og þar liggur stofnæð vatnsveitunnar og skal því hafa samráð við veitustofnun Fjallabyggðar þegar framkvæmt er.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fjármála- og stjórnsýslu og deildarstjóra tæknideildar að boða forsvarsmann Síldarminjasafnsins á fund og fara yfir málið.

6.Ábending vegna fjárhagsáætlunar, mokstur á reiðvegum

Málsnúmer 1910111Vakta málsnúmer

Á 626. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis frá Þorvaldi Hreinssyni, fh. stjórnar Hestamannafélagsins Gnýfara þar sem óskað er eftir því að mokaður verði afleggjari upp í efnisnámuna og gamla leiðin frá Kleifarvegi. Einnig er óskað eftir því að reiðleið um reiðveg frá Brimvöllum yfir gangnamunna Héðinsfjarðaganga að Garðsá verði mokuð.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 28.11.2019 þar sem fram kemur að reiðleiðir hafi verið mokaðar einu sinni til tvisvar árlega með tilliti til veðurs hverju sinni, þ.e. ekki hefur verið mokað þegar mikil snjókoma er í vændum. Horft hafi verið til þess að moka þær t.d. fyrir jól og páska. Deildarstjóri leggur til að mokstri reiðleiða verði haldið áfram með þeim hætti sem verið hefur.

Bæjarráð samþykkir að mokstri reiðleiða verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur.

7.Flóð og úrkoma

Málsnúmer 1908024Vakta málsnúmer


Lagt fram tilboð Véla ehf. í rafmagnsdælur í útrásarbrunna á Siglufirði:
1. Dreno AT 200/4/240 C.275 400/690V-50HZ
Hámarks afköst: 180 L/sek @ 4 M

2.Dreno AT200/4/240 C.280 400/690V-50HZ
Hámrksafköst: 200 l/sek @ 5 M

Deildastjóri tæknideildar leggur til að fest verði kaup á Dreno AT200/4/240 C.280 400/690V-50HZ

Bæjarráð samþykkir að festa kaup á tveimur dælum, Dreno AT200/4/240 C.280 400/690V-50HZ
Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins 2020.

8.Kostnaðarskipting á rekstri TÁT fyrir 2019-2020

Málsnúmer 1911060Vakta málsnúmer

Lögð fram kostnaðarskipting launa kennara og stjórnenda TÁT fyrir haustönn 2019. Kostnaðarskipting er reiknuð út frá kennslustundafjölda á haustönn og íbúafjölda 1. jan 2019.

Bæjarráð samþykkir kostnaðarskiptingu TÁT á rekstri skólaársins 2019 - 2020.

9.Undirskriftarlistar vegna uppbyggingar hundasvæða

Málsnúmer 1907030Vakta málsnúmer

Á 629. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Benedikts Snæs Kristinssonar þar sem lagðir voru fram undirskriftarlistar vegna hundasvæða í báðum byggðarkjörnum.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar vegna mögulegra staðsetninga fyrir hundagerði á gamla flugvellinum í Ólafsfirði, sunnan við Héðinsfjarðargöng og við Skarðsveg á Siglufirði, vestan við Hól ásamt áætluðum kostnaði við efniskaup og flutningskostnað samtals kr. 1.883.000.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar og frekari úrvinnslu skipulags- og umhverfisnefndar en tekur fram að ekki er áætlaður kostnaður á fjárhagsáætlun ársins 2020 vegna uppbygginga hundasvæða.

10.Nýting leikskólavistunar á milli jóla og nýjárs 2019

Málsnúmer 1911025Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu Olga Gísladóttir, leikskólastjóri, Kristín M.H. Karlsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri og Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála.

Lögð fram niðurstaða könnunar um nýtingu leikskólaplássa dagana 27. og 30. desember nk.
Á Leikhólum eru 43 nemendur. Þar hyggjast allir foreldrar hafa börn sín heima dagana 27. og 30. desember.
Á Leikskálum eru 71 nemandi. Þar hyggjast foreldrar 10 barna nýta leikskólaplássin milli jóla og nýárs.

Bæjarráð samþykkir að þjónusta í Leikskóla Fjallabyggðar verði skert milli jóla- og nýárs. Skólastjóra falið að skipuleggja starfið í samræmi við þörf.
Bæjarráð samþykkir að veita þeim foreldrum sem ekki munu nýta leikskólavistun þessa daga afslátt af vistunargjaldi í samræmi við það sem kemur til lækkunar á janúarreikning 2020.

11.Ósk um aðstöðu Tengis vegna ljósleiðaravæðingar á Siglufirði

Málsnúmer 1902062Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að leigusamningi um aðstöðu fyrir tækjabúnað Tengis ehf. í Ráðhúsi Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur deildarstjóra tæknideildar að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

12.Skáknámskeið - kynningarbréf

Málsnúmer 1911073Vakta málsnúmer

Lagt fram kynningarbréf Birkis Karls Sigurðssonar, dags. 24.11.2019 þar sem fram kemur að stefnt sé að, í samstarfi við sveitarfélög, að halda tveggja daga skáknámskeið fyrir ungmenni sem búa úti á landi.

Samtals er um að ræða u.þ.b 10 klst. námskeið fyrir 1.-4. bekk og svo 5.-10., allir þátttakendur fá viðurkenningarskjöl að námskeiði loknu. Stefnan er einnig sett á að vera með fullorðinsnámskeið ef áhugi er fyrir því.

Bæjarráð samþykkir að veita Birki, ef af verður, styrk í formi endurgjaldslausra afnota af aðstöðu í húsnæði Grunnskóla Fjallabyggðar.

13.Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024

Málsnúmer 1910002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Helgu Maríu Pétursdóttir fh. Eyþings, dags. 28.11.2019 þar sem vakin er athygli á að sóknaráætlun Norðurlands eystra til næstu fimm ára er nú aðgengileg á heimasíðu Eyþings.

14.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - umsókn um viðbótarframlag vegna skólaaksturs 2019

Málsnúmer 1911075Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Gústavs Arons Gústavssonar fh. Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins, dags. 27.11.2019 þar sem óskað er eftir umsóknum frá sveitarfélögum um viðbótarframlag vegna skólaaksturs fyrir árið 2019. Framlagið er veitt til þeirra sveitarfélaga sem hafa orðið fyrir íþyngjandi kostnaði við grunnskólaakstur úr dreifbýli á árinu 2019 umfram þau framlög sem Jöfnunarsjóður hefur greitt vegna akstursins. Skilafrestur er til 11. desember nk.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til úrvinnslu deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

15.Hjólabrautir og leiktæki

Málsnúmer 1911074Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Alexanders Kárasonar fh. lexgames.is, dags. 18.11.2019 vegna kynningar á hjólabrautum og klifursvæðum.

16.Rekstrarkostnaður á heilsdagsígildi eftir stærð leikskóla 2018

Málsnúmer 1911077Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Valgerðar Ágústsdóttur fh. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26.11.2019 er varðar yfirlit yfir rekstrarkostnað allra leikskóla sveitarfélaga árið 2018. Upplýsingar eru fengnar úr ársreikningum sveitarfélaga annars vegar og svo frá Hagstofu hins vegar.

Að gefnu tilefni er bent á að allar upplýsingar um stöðugildi og nemendafjölda koma frá Hagstofu Íslands. Um opinberar upplýsingar er að ræða. Athugasemdir, ef einhverjar eru, mega gjarnan berast fyrir 28. nóvember nk. eftir það verður upplýsingum miðlað á heimasíðu sambandsins.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála.

17.Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2020

Málsnúmer 1911086Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Rögnvalds Helgasonar fh. Markaðsstofu Norðurlands, dags. 29.11.2019 þar sem minnt er á að skráning á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna stendur nú yfir, en fresturinn er til 31. desember.

18.Ósk um styrk í formi rútuferða vegna jólaskemmtunar nemendafélagsins Trölla

Málsnúmer 1911079Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi nemendafélagsins Trölla við Menntaskólann á Tröllaskaga dags. 27. nóvember 2019 er varðar ósk um styrk í formi rútuferða á milli byggðakjarna vegna jólaskemmtunar nemendafélagsins.

Bæjarráð samþykkir að styrkja nemendafélagið Trölla um rútuferðir vegna jólaskemmtunar. Kostnaður rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2019.

19.Umsókn um styrk vegna íþróttaskóla fyrir börn.

Málsnúmer 1911059Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Jónínu Björnsdóttur, dags. 22.11.2019 þar sem óskað er eftir styrk í formi afsláttar á gjaldskrá íþróttamiðstöðvar, íþróttasal vegna íþróttaskóla fyrir 2ja-5 ára börn í Fjallabyggð, fyrir tímabilið september til desember 2019, alls 15 skipti eða 30 klst. í 2/3 af sal.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni og bendir á að umsóknarfrestur um styrki úr bæjarstjóði fyrir árið 2019 er útrunninn.

20.Umsókn um styrk

Málsnúmer 1911084Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Friðriks Ásgeirssonar, dags. 28.11.2019 þar sem óskað er eftir styrk vegna undankeppni HM með íslenska landsliðinu í bandý í janúar 2020 í Svíþjóð. Einnig er stefnt á lokakeppnina sem er í Finnlandi í desember 2020.
Í september á þessu ári fór hann til Svíþjóðar í æfingarferð með landsliðinu ásamt því að fara í tvær æfingabúðir hér á Íslandi og spilaði einnig tvo æfingaleiki við Bandaríkin nú í nóvember.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðni, en bendir á Verkefnasjóð UÍF sem þó er bundin því að viðkomandi afreksmaður sé skráður í aðildarfélag UÍF.
Bæjarráð óskar Friðriki og landsliðinu góðs gengis í Svíþjóð.

21.Frá nefndasviði Alþingis - 391. mál til umsagnar

Málsnúmer 1911085Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 29.11.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál.

22.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2019

Málsnúmer 1901004Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar:
Fundargerð 110. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 27. nóvember sl.
Fundargerð 7. fundar vinnuhóps um markaðsstefnu Fjallabyggðar frá 25. nóvember sl.

Fundi slitið - kl. 18:30.