Bæjarráð Fjallabyggðar

629. fundur 19. nóvember 2019 kl. 16:30 - 18:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Vettvangsliðateymi í Ólafsfirði

Málsnúmer 1802013Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu Valþór Stefánsson yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í Fjallabyggð ásamt Önnu S. Gilsdóttur hjúkrunarforstjóra til þess að fara yfir stöðu mála gagnvart fyrsta viðbragði vegna sjúkraflutninga í Ólafsfirði en stofnunin auglýsti eftir einstaklingum í viðbragðsteymi þann 16. október í Tunnunni, á heimasíðu HSN og á starfatorgi.

Engar umsóknir bárust, unnið er að næstu skrefum.



2.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 1910029Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2020 og 2021-2023 ásamt tillögu að framkvæmdum fyrir árið 2020.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2020 og 2021-2023 ásamt tillögu að framkvæmdum ársins 2020 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

H-Listinn óskar eftir :
Kostnaðaráætlun við gerð gervigrasvallar í Ólafsfirði.
Framkvæmdaráætlun við gerð gervigrasvallar í Ólafsfirði.
Framkvæmdaráætlun varðandi lóðina í kringum Tjarnarborg í Ólafsfirði.
Hvaða göngustígar eru á framkvæmdaráætlun ársins 2020.

3.Gjaldskrár 2020

Málsnúmer 1911005Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrám fyrir árið 2020.

Gjaldaliðir gjaldskrár íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar hækka að hámarki um 2,5%. Áfram verður gjaldfrjálst í líkamsrækt og sund fyrir öryrkja og 67 ára og eldri, íbúa Fjallabyggðar. Stakt gjald í sund fyrir börn helst óbreytt og einnig árskort fyrir börn í sund.
Viðauki við gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar - um útleigu á íþróttamiðstöð fyrir aðra starfsemi en íþróttaviðburði. Gjaldaliðir hækka að hámarki um 2,5%.
Gjaldskrá tjaldsvæða Fjallabyggðar helst óbreytt milli ára.
Gjaldaliðir gjaldskrár Grunnskóla Fjallabyggðar hækka að hámarki um 2,5%. Gjald fyrir hressingu, mjólkuráskrift og skólamáltíðir helst óbreytt milli ára.
Gjaldaliðir gjaldskrár Leikskóla Fjallabyggðar hækka að hámarki um 2,5%. Gjald fyrir morgunmat, hádegismat og síðdegisverð helst óbreytt milli ára.
Gjaldaliðir gjaldskrár Tónlistarskólans á Tröllaskaga hækka að hámarki um 2,5%.
Gjaldaliðir gjaldskrár Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar hækka að hámarki um 2,5%. Árgjald er óbreytt milli ára.
Gjaldaliðir gjaldskrár Hafnarsjóðs Fjallabyggðar hækka að hámarki um 2,5%.
Gjaldaliðir gjaldskrár Tjarnarborgar hækka að hámarki um 2,5%. Útleiga vegna leirtaus, borða og stóla helst óbreytt milli ára.
Gjaldaliðir gjaldskrár Slökkviliðs Fjallabyggðar hækka að hámarki um 2,5%.
Gjaldaliðir gjaldskrár Félagsþjónustu hækka að hámarki um 2,5%.
Gjaldaliðir vegna fasteignagjalda eru eftirfarandi:
Fasteignaskattsprósenta verði óbreytt, (A 0,49%, B 1,32% og C 1,65%).
Lóðarleiguprósenta verði óbreytt (A 1,90% og C 3,50%).
Sorphirðugjöld hækki um 2,5% í 45.100 kr. úr 44.000 kr.
Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta lækki í 0,29% úr 0,32%.
Vatnsskattsprósenta fasteignagjalda lækki í 0,29% úr 0,31%.
Afsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verður óbreyttur á milli ára, að hámarki kr. 70.000.
Tekjumörk eru sem hér segir:
Flokkur - Einstaklingar - Afsláttur:
1. 0 - 3.200.000 - 100%,
2. 3.200.001 - 3.800.000 - 75%
3. 3.800.001 - 4.400.000 - 50%
4. 4.400.001 - 5.000.000 - 25%
5. 5.000.001 - - 0%
Flokkur - Hjón/Sambýlisfólk - Afsláttur
1. 0 - 4.200.000 - 100%
2. 4.200.001 - 4.800.000 - 75%
3. 4.800.001 - 5.400.000 - 50%
4. 5.400.001 - 6.000.000 - 25%
5. 6.000.001 - - 0%

Gjaldaliðir gjaldskrár Þjónustumiðstöðvar hækka að hámarki um 2,5%.
Gjaldaliður gjaldskrár vatnsveitu í Fjallabyggð hækka að hámarki um 2,5%.
Gjaldaliðir gjaldskrár fyrir stofngjald fráveitu, fáveitugjald og rotþróargjald í Fjallabyggð hækka að hámarki um 2,5%.
Gjaldskrá fyrir garðslátt í Fjallabyggð hækkar að hámarki um 2,5%.
Gjaldaliðir gjaldskrár byggingarfulltrúa Fjallabyggðar hækka að hámarki um 2,5%.
Gjaldaliðir gjaldskrár fyrir hunda- og kattaleyfi í Fjallabyggð hækka að hámarki um 2,5%.
Gjaldskrá sorphirðu í Fjallabyggð hækkar að hámarki um 2,5%.
Þá verður tekið upp nýtt fyrirkomulag móttöku á endurvinnslustöðvum í Fjallabyggð sem hér greinir, í þeim tilgangi að auka flokkun og draga úr kostnaði við urðun: Í upphafi árs er úthlutað einu klippikorti á íbúð (16 klipp, 4 m3) og sumarhús (8 klipp, 2m3) sem afhent eru í þjónustuveri Ráðhúss Fjallabyggðar á Siglufirði og bókasafni í Ólafsfirði. Notendur þurfa að framvísa klippikortinu til að komast inn á endurvinnslustöðvar í Fjallabyggð. Leigjendur verða að nálgast kortin hjá leigusala eða kaupa sér kort. Klippt verður fyrir gjaldskyldan úrgang á meðan tekið verður á móti ógjaldskyldum úrgangi án greiðslu. Skylt er að hafa klippikortið meðferðis þegar farið er á endurvinnslustöðina hvort sem um gjaldskyldan eða ógjaldskyldan varning er að ræða. Hvert klipp er upp á 0,25m3 sem samsvarar 240 ltr. heimilistunnu. Ef kort klárast er hægt að kaupa aukakort á kr. 12.300,-.
Rekstraraðilar geta keypt klippikort í þjónustuveri Ráðhússins á Siglufirði og á bókasafni í Ólafsfirði á kr. 29.900,- sem inniheldur 16 klipp fyrir 0,25m3 eða samtals 4m3.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrár fyrir árið 2020 og vísar til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

4.Erindum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2020

Málsnúmer 1905001Vakta málsnúmer

Erindum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.

Tekið til afgreiðslu óafgreidd erindi sem bæjarráð hafði vísað til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2020.

1.
1910146 - Umsókn um framkvæmdastyrk.
Bæjarráð vísaði erindi vegna beiðni um framkvæmdastyrk vegna framkvæmda við Pálshús til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 5. nóvember sl.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk vegna framkvæmda við Pálshús kr. 1.500.000.

2.
1910145 - Beiðni um aðkomu að afmæli Ólafsfjarðarkaupstaðar
Bæjarráð vísaði erindi vegna 75 ára afmælis Ólafsfjarðarkaupstaðar til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 5. nóvember sl.

Bæjarráð samþykkir að hafna erindinu.
Bæjarráð samþykkir að bjóða upp á kaffisamsæti í Menningarhúsinu Tjarnarborg í tilefni 75 ára kaupstaðarafmælis Ólafsfjarðarbæjar í tengslum við fyrirhugaða viðburði Markaðsstofu Ólafsfjarðar og Fjallasala ses., um verslunarmannahelgina 2020 og felur markaðs- og menningarfulltrúa að undirbúa viðburðinn.

3.
1910141 - Umsókn um styrki frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar.
Bæjarráð vísaði erindi frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 5. nóvember sl. þar var óskað eftir styrk vegna Fjarðargöngunnar 2020, Unglingamóts Íslands á skíðum 2020, sem fram fer í samstarfi við Skíðafélag Dalvíkurbyggðar. Styrk vegna stækkunar á flötinni sem notuð hefur verið fyrir marksvæði og vegna áætlaðra kaupa á tveimur garðhýsum sem munu hýsa geymslu fyrir stangir og aðstöðu fyrir tímatöku. Einnig er óskað eftir endurnýjun á rekstrarstyrk til næstu 3-4 ára.

Bæjarráð samþykkir að endurnýja rekstrarsamning um skíðasvæði í Tindaöxl við Skíðafélag Ólafsfjarðar. Í áætlun er gert ráð fyrir óbreyttri upphæð 4,5 mkr. með vísitöluhækkun.
Bæjarráð synjar umsókn um styrk vegna Fjarðargöngu og unglingamóts Íslands og bendir á að í auglýsingu með umsóknum um styrki til bæjarsjóðs var skýrt tekið fram að framlag sveitarfélagsins til ÚÍF yrði hækkað og úthlutun einstakra frístundastyrkja hætt.
Bæjarráð óskar eftir umsögn og kostnaðarmati vegna tveggja garðhýsa og stækkunar á flöt frá deildarstjóra tæknideildar fyrir næsta fund bæjarráðs.

4.
1910139 - Umsókn um styrk frá Fjallabyggð 2020.
Bæjarráð vísaði erindi frá Markaðsstofu Ólafsfjarðar til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 5. Nóvember sl. þar sem óskað var eftir styrk vegna uppbyggingar fræðslu- og upplifunarreits á lóðunum við Aðalgötu 3 og 5 sem Markaðsstofa Ólafsfjarðar hefur afnotarétt af.

Bæjarráð samþykkir að hafna erindinu en vísar þeim hluta er fjallar um söguskilti til markaðs- og menninganefndar til umfjöllunar við styrkúthlutun ársins 2020 skv. reglum Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til mennigarmála.

5.
1910111 - Ábending vegna fjárhagsáætlunar, mokstur á reiðvegum.
Bæjarráð vísaði erindi frá Þorvaldi Hreinssyni, fh. stjórnar Hestamannafélaginu Gnýfara, til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 29. október 2019 þar sem óskað er eftir því að mokaður verði afleggjari upp í efnisnámuna og gamla leiðin frá Kleifarvegi. Einnig er óskað eftir því að reiðleið um reiðveg frá Brimvöllum yfir gangnamunna Héðinsfjarðaganga að Garðsá verði mokuð.

Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu til næsta fundar og óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

6.
1910110 - Endurnýjun á samstarfssamningi.
Bæjarráð vísaði erindi frá Þorvaldi Hreinssyni, fh. stjórnar Hestamannafélaginu Gnýfara, til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 29. október 2019 þar sem óskað var eftir endurnýjun á samstarfssamningi við félagið.

Bæjarráð samþykkir að endurnýja samstarfssamning við félagið til tveggja ára. Árlegur styrkur verður kr. 600.000.

7.
1910086 - Styrkumsóknir vegna afnota af íþróttamiðstöð.
Bæjarráð vísaði erindum frá Óskari Þórðarsyni, fh. Blakfélags Fjallabyggðar og Maríu Jóhannsdóttur fh. Tennis- og badmintonfélags Siglufjarðar, til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 5. nóvember 2019. Þar sem óskað var eftir styrk í formi frírra afnota af íþróttahúsi á Siglufirði, vegna Paramóts sem haldið verður 10. apríl frá kl. 15:00-18:00, styrk í formi frírra afnota af íþóttahúsum í Fjallabyggð vegna Sigló Hótel - Benecta mótsins sem haldið verður helgina 28.-29. febrúar og styrks í formi frírra afnota af íþróttahúsum Fjallabyggðar vegna heimaleikja í 1. deild karla og kvenna í Íslandsmóti og túrneringu vegna neðri deilda á árinu 2020. Lagt fram erindi frá Maríu Jóhannsdóttur, fh. Tennis- og badmintonfélags Siglufjarðar, dags. 4.11.2019 þar sem óskað var eftir styrk í formi frírra afnota af íþróttahúsinu á Siglufirði vegna árlegs dagsmóts í desember og einnig vegna haustmóts 2020.
Bæjarráð samþykkir að veita Blakfélagi Fjallabyggðar og Tennis- og badmintonfélags Siglufjarðar styrki í formi frírra afnota af íþróttahúsum Fjallabyggðar samkvæmt umsókn.

8.
1910085 - Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2020.
Bæjarráð vísaði erindi frá Brynhildi Jónsdóttur fh. Kvennaathvarfsins til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 29. október 2019 sl. þar sem óskað var eftir styrk til reksturs athvarfsins fyrir rekstrarárið 2020 að upphæð kr. 100.000.
Bæjarráð samþykkir að veita Kvennaathvarfinu styrk að upphæð kr. 25.000.-

9.
1910070 - Styrkur vegna keppnisferða.
Bæjarráð vísaði erindi frá Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 29. október 2019 sl. þar sem óskað var eftir styrk vegna keppnisferða á alþjóðleg mót í badminton en Sólrún Anna var á dögunum valin í afrekshóp landsliðsins og A-landsliðið.
Bæjarráð synjar umsókn um styrk en bendir Sólrúnu Önnu að leita til þess íþróttafélags sem hún keppir fyrir. Bæjarráð óskar Sólrúnu Önnu til hamingju með að vera valin í afrekshóp landsliðsins og A- landsliðið og óskar henni góðs gengis.

10.
1910068 - Um fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2020.
Bæjarráð vísaði erindi Guðrúnar Jónsdóttur fh. Stígamóta til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 29. október 2019 sl. þar sem óskað var eftir styrk vegna reksturs starfseminnar sem er brotaþolum að kostnaðarlausu.
Bæjarráð synjar umsókn að þessu sinni.

11.
1910063 - Styrkumsóknir frá Björgunarsveitum.
Bæjarráð vísaði erindum frá Magnúsi Magnússyni, fh. unglingadeildarinnar Smástráka, Sóleyju Lilju Magnúsdóttur, fh. Unglingadeildarinnar Djarfs, Maríu Númadóttur fh. Björgunarsveitarinnar Tinds og Ingvari Erlingssyni, fh. Björgunarsveitarinnar Stráka, til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 29. október sl. vegna umsókna um styrki fyrir árið 2020.

Bæjarráð samþykkir að veita eftirfarandi styrki:
Unglingadeildin Smástrákar kr. 600.000.
Unglingadeildin Djarfur kr. 600.000.
Björgunarsveitin Tindur kr. 1.000.000.
Björgunarsveitin Strákar 1.000.000.

12.
1908033 - Vatnslitamyndir af snjóflóðarvarnagörðum á Siglufirði.
Bæjarráð vísaði erindi frá deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 17. september sl. varðandi kaup á vatnslitamyndum af snjóflóðagörðum sem Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt bauð Fjallabyggð til kaupa, kaupverðið var kr. 450.000.- en kr. 225.000.- var vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.

Bæjarráð samþykkir kostnað vegna kaupa á vatnslitamyndum kr. 225.000.

13.
1908024 - Flóð og úrkoma
Bæjarráð vísaði umsögn bæjarstjóra vegna fráveitumála og þeirra aðstæðna sem sköpuðust í Fjallabyggð haustið 2019 til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 9. september sl. þar sem eftirfarandi tillögur voru lagðar fram:
1. Áframhaldandi vinna við að fanga linda-/ofanvatn og tengja það í sérstakar ofanvatnslagnir.
2. Fjárfest verði í færanlegum dælum með mikla afkastagetu sem notaðar verði við útrásarbrunna til að létta á kerfinu í miklu úrhelli og hárri sjávarstöðu.
3. Gert verði samkomulag við Veðurstofu Íslands um að viðvörun berist til yfirstjórnar Fjallabyggðar ef miklar rigningar eru fyrirsjáanlegar á utanverðum Tröllaskaga.
4. Brýnt verði fyrir húseigendum, sem eru með niðurgrafna kjallara á eyrinni á Siglufirði, að setja einstreymisloka á hús og að drenkerfi með dælu verði lagt í kringum húsin.
Bæjarráð samþykkir að setja kr. 6.000.000 á framkvæmdaráætlum ársins 2020 til að festa kaup á tveimur auka dælum við dælubrunna. Þegar hefur verið fjárfest í færanlegri dælu. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að fylgja eftir lið 1, 3 og 4 og leggja fyrir bæjarráð.

14.
1908001 - Drög að leiðbeiningum um gjaldskrár byggingarfulltrúaembætta.
Bæjarráð vísaði umsögn deildarstjóra tæknideildar til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 9. september sl. varðandi drög að leiðbeiningum um gjaldskrár byggingarfulltrúaembætta.

Bæjarráð hefur samþykkt tillögu að gjaldskrá byggingarfulltrúa Fjallabyggðar með að hámarki 2,5% hækkun á gjaldaliðum. Drög að leiðbeiningum fela í sér meiri hækkun einstakra liða og hafnar bæjarráð því að notast við leiðbeiningar/viðmið sem koma fram í drögum að leiðbeiningum um gjaldskrár byggingarfulltrúaembætta.

15.
1907030 - Undirskriftarlistar vegna uppbyggingar hundasvæða.
Bæjarráð vísaði erindi Benedikts Snæs Kristinssonar til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 25. júlí sl. þar sem lagðir voru fram undirskriftarlistar íbúa er varða ósk um að sveitarfélagið komi upp afgirtum hundasvæðum í báðum byggðarkjörnum.

Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu og vísa til deildarstjóra tæknideildar til að kostnaðarmeta verkefnið og koma með hugmyndir að mögulegum staðsetningum.

16.
1906017 - Þróun og þjónustumöguleikar í vefmálum sveitarfélaga.
Bæjarráð vísaði erindi Stefnu ehf. til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 18. júní sl. varðandi niðurstöður könnunar fyrir lausnir í þróun og þjónustumöguleikum í vefmálum sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu til næsta fundar og óskar eftir umsögn markaðs- og menningarfulltrúa.

17.
1905083 - Hvað höfum við gert? Sýningarréttur fyrir skóla.
Bæjarráð vísaði erindi Þrastar Gylfasonar fh. félags Sameinuðu Þjóðanna á Íslandi og Tinnu Jóhannsdóttur fh. Sagafilm til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 9. júlí sl. þar sem umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála var lögð fram og lagt var til að kaup á sýningarrétti verði skoðuð í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.

Bæjarráð samþykkir að hafna erindinu að þessu sinni.

18.
1905082 - Erindi til sveitarstjórnar Flugklasinn Air 66N.
Bæjarráð vísaði erindi Hjalta Páls Þórarinssonar fh. Flugklasans Air 66N til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 4. júní sl. þar sem óskað var eftir áframhaldandi aðkomu sveitarfélagsins með framlagi sem nemur 300 kr. á hvern íbúa á ári í 3 ár frá 2020-2023.
Bæjarráð samþykkti að greiða árlegt framlag, 300 kr. á íbúa og er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2020.

19.
1801060 - Vefsvæði - Aukasíður Fjallabyggðar.
Bæjarráð vísaði umsögn markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 30. apríl sl. þar sem samþykkt var að vísa veflausnum fyrir Héraðsskjalasafn og Listaverkasafn til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.

Bæjarráð samþykkir uppfærslu á vefsvæðum Héraðsskjalasafns og Listaverkasafns Fjallabyggðar.

20.
1905001 - Erindi er varðar framkvæmdir við Álfhólf - Útsýnisskífu.
Bæjarráð vísaði erindi Viktoríu Særúnar Gestdóttur dags. 29. október 2019 til umsagnar deildarstjóra tæknideildar á 628. fundi bæjarráðs.
Í umsögn deildarstjóra tæknideildar kemur fram að kostnaðurinn við framkvæmdina er áætlaður kr. 2.000.000.-

Bæjarráð samþykkir að á árinu 2020 verði gert ráð fyrir kostnaði kr. 2.000.000 á framkvæmdaráætlun 2020 á liðnum: Ýmis smáverk.

21.
1910151 - Styrkumsókn - Hans Klaufi.

Bæjarráð vísaði erindi frá Leikhópnum Lottu til gerðar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs þann 12. nóvember sl. þar sem óskað var eftir styrk í formi endurgjaldslausra afnota af Tjarnarborg vegna leiksýningarinnar Hans Klaufi sem leikhópurinn hyggst sýna 30. janúar nk. ásamt kr. 20.000 vegna gistingar og ferðakostnaðar.

Bæjarráð samþykkir að veita leikhópnum Lottu styrk í formi endurgjaldslausra afnota af Menningarhúsinu Tjarnarborg vegna leikskýningarinnar Hans Klaufa en hafnar styrk vegna gistingar og ferðakostnaðar.

5.Styrkumsóknir 2020 - Fasteignaskattur félaga og félagasamtaka

Málsnúmer 1910041Vakta málsnúmer

Farið yfir umsóknir um styrk á móti fasteignaskatti félagasamtaka 2020. Niðurstaðan er innan áætlaðra framlaga á fjárhagsáætlun 2020.

Bæjarráð samþykkir að taka málið upp eftir að búið verður að leggja á fasteignagjöld með formlegum hætti í janúar 2020.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1910047Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

7.Nýting leikskólavistunar á milli jóla og nýjárs 2019

Málsnúmer 1911025Vakta málsnúmer

Á 78. fundi fræðslu- og frístundanefndar bókaði nefndin eftirfarand: Fræðslu- og frístundanefnd vill athuga möguleika á því að koma til móts við barnafjölskyldur á þá vegu að fella niður vistunargjald leikskólans fyrir föstudaginn 27. desember og mánudaginn 30.desember ef foreldrar kjósa að hafa börn sín í fríi þá daga. Fræðslu- og frístundanefnd vísar erindinu til bæjarráðs.
Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 15.11.2019 þar sem fram kemur að sparnaður foreldra miðað við 8,5 tíma vistun á dag er kr. 1.361 fyrir einn dag og kr. 2.722 fyrir tvo daga. Kostnaður sveitafélagsins ef leikskólinn verði lokaður þessa tvo daga verður samtals kr. 238.530.

Bæjarráð samþykkir að fela skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar að kanna áhuga foreldra á því að hafa börn sín í fríi dagana 27. og 30. desember.

8.Frístundastyrkir Fjallabyggðar - reglur

Málsnúmer 1611062Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um frístundastyrki Fjallabyggðar.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Jón Valgeir Baldursson H-lista situr hjá við afgreiðslu á drögunum og leggur fram eftirfarandi bókun:
H-listinn í Fjallabyggð leggur til að frístundastyrkurinn verði hækkaður í kr. 40.000 á árinu 2020 og að hann verði á rafrænu formi.

9.Umsókn um styrki vegna fjárhagsáætlunar 2020

Málsnúmer 1910141Vakta málsnúmer

Á 627. fundi bæjarráðs þann 05.11.2019 var lagt fram erindi Kristjáns Haukssonar fh. Skíðafélags Ólafsfjarðar, dags. 28.10.2019 þar sem óskað var eftir styrk vegna Fjarðargöngunnar 2020 og Unglingamóts Íslands á skíðum 2020 sem fram fer í samstarfi við Skíðafélag Dalvíkurbyggðar. Áætlað er að skíðagangan fari fram í Ólafsfirði og vonandi einnig svig. Styrk vegna stækkunar á flöt sem notuð hefur verið fyrir marksvæði og vegna áætlaðra kaupa á tveimur garðhýsum sem geymslu fyrir stangir og einnig aðstöðu fyrir tímatöku. Einnig er óskað eftir endurnýjun á rekstrarstyrk til næstu 3.-4. ára. Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2020.

Fyrir mistök við ritun fundargerðar var erindið dagsett 28.10.2019 en það rétta er að erindið barst sveitarfélaginu þann 27.10.2019 en málið stofnað í málakerfi sveitarfélagsins þann 28.10.2019.
Bæjarráð biðst velvirðingar á þessum mistökum í ritun fundargerðar.

10.Barnamenningardagar í Fjallabyggð

Málsnúmer 1911045Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 15.11.2019 þar sem óskað var eftir að gert yrði ráð fyrir kostnaði, kr. 450.000 í fjárhagsáætlun ársins 2020 til að standa straum af kostnaði við að halda barnamenningarhátíð í Fjallabyggð, líkt og tíðkast í öðrum sveitarfélögum. Sótt yrði um styrk til Barnamenningarsjóðs á móti framlagi Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir kostnaði kr. 450.000 vegna Barnamenningarhátíðar í fjárhagsáætlum ársins 2020.

11.Vatnsgjald

Málsnúmer 1911036Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Ragnhildar Hjaltadóttur og Hermanns Sæmundssonar, fh. samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 13.11.2019 þar sem áréttað var að sveitarfélögum sé með öllu óheimilt að taka mið af arðsemiskröfu af því fjármagni sem bundið er í rekstri vatnsveitna við ákvörðun á upphæð vatnsgjalds í gjaldskrám vatnsveitna sinna skv. 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga. Þá er sveitarfélögum einnig óheimilt að greiða sér arð úr rekstri vatnsveitna. Óskað er eftir því að gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga verði yfirfarnar og að ráðaneytið verði upplýst um þau atriði og gögn sem gjaldskrár vatnsveitu sveitarfélagsins er varðar vatnsgjald, skv. 10. gr. laga um vatnsveitu sveitarfélaga, eru byggðar á.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara erindinu.

12.Umsókn um tímabundið áfengisleyfi

Málsnúmer 1911029Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 11.11.2019 þar sem óskað var eftir umsögn varðandi umsókn um tímabundið áfengisleyfi vegna kráarkvölds fyrir Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekku kt. 580706-0880, Ólafsfjarðarvegi, 625 Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

13.Hugmyndir og ábendingar vegna væntanlegrar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2020-2024

Málsnúmer 1911034Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Önnu G. Björnsdóttur fh. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 12.11.2019 þar sem sveitarfélög eru hvött til að nýta sér tækifæri til að koma með hugmyndir og ábendingar vegna væntanlegrar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2020-2024.
Ábendingar og hugmyndir þurfa að berast fyrir 20.11.2019 á frn@frn.is

14.Til umsagnar 317. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1911027Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 11.11.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.), 317. mál.

15.Til umsagnar 319.mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1911037Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 14.11.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 319. mál.

16.Til umsagnar 320.mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1911038Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 14.11.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignarmarka leigjenda, sérstakt byggðaframlag, veðsetningu), 320. mál.

17.Fundargerðir Framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi - 2019

Málsnúmer 1901028Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar starfshóps um framtíðarskipan úrgangsmála á norðurlandi frá 04.11.2019

18.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2019

Málsnúmer 1901004Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir:
78. fundar fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar frá 11.11.2019
248. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 14.11.2019
23. fundar ungmennaráðs Fjallabyggðar frá 14.11.2019
18. fundar stjórnar Hornbrekku frá 15.11.2019
121. fundar félagsmálanefndar Fjallabyggðar frá 14.11.2019

Fundi slitið - kl. 18:45.