Bæjarráð Fjallabyggðar

628. fundur 12. nóvember 2019 kl. 16:30 - 17:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Norlandia

Málsnúmer 1911020Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti Ásgeir Logi Ásgeirsson framkvæmdastjóri Norlandia og fór yfir starfsemi fyrirtækisins og þær úrbætur sem hafa verið gerðar til að koma í veg fyrir að lykt berist út í andrúmsloftið. Í sumar var keyptur viðbótarbúnaður sem bætir hreinsunina. Áfram sé unnið að því að koma í veg fyrir lyktarmengun.

Í síðustu viku kom hins vegar upp bilun í búnaði og lykt borist frá fyrirtækinu.

Bæjarráð þakkar Ásgeiri Loga fyrir komuna og greinargóð svör.



2.Launayfirlit tímabils - 2019

Málsnúmer 1901048Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar launayfirlit fyrir tímabilið janúar til október 2019.

3.Staðfesting á fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar

Málsnúmer 1911024Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Þrastar Friðfinnssonar formanns Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dags. 07.11.2019 ásamt fundargerð Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar frá 07.11.2019, drögum að breytinu á svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 - 2024 vegna breytinga á flutningslínu raforku og umhverfisskýrslu.

Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun nefndarinnar og samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 og vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

4.Styrkumsókn - Hans Klaufi í Fjallabyggð

Málsnúmer 1910151Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Leikhópnum Lottu, dags. 22.10.2019 þar sem óskað er eftir styrk í formi frýrra afnota af Tjarnarborg vegna leiksýningarinnar Hans Klaufi sem leikhópurinn hyggst sýna 30. janúar nk. ásamt 20.000 vegna gistingar og ferðakostnaðar.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2020.

5.Erindum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2020

Málsnúmer 1905001Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Viktoríu Særúnar Gestsdóttur, dags. 29.10.2019 er varðar Álfhól, útsýnisskífu á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar varðandi kostnað.

6.Samráðsgátt - Breyting á reglugerð um MÁU og reglugerð um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1911013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Láru Kristínar Traustadóttur, dags. 04.11.2019 fh. Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins þar sem athygli er vakin á að drög að breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi hafa verið birt í Samráðsgátt. Umsagnarferli stendur til 15. nóvember nk.

7.Breytingar á póstnúmerum

Málsnúmer 1911019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Ingu Elísabetar Vésteinsdóttur, dags. 06.11.2019 fyrir hönd Þjóðskrár Íslands þar sem athygli sveitarfélaga er vakin á nokkuð víðtækum breytingum á póstnúmerum sem tóku gildi 1. október sl. Upplýsingar eru aðgengilegar á https://www.postur.is/um-postinn/upplysingar/frettir/nytt-postnumer-i-reykjavik/.

8.Áreiðanleikakönnun viðskiptamanna í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Málsnúmer 1910116Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Þórdísar Sveinsdóttur, dags. 21.10.2019 fh. Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem óskað er eftir gildum viðurkenndum persónuskilríkjum allra sveitarstjórnarmanna, sveitarstjóra og annarra sem fara með prófkúru sveitarfélagsins ásamt viðeigandi staðfestingu á grundvelli laga nr. 140/2018 og reglugerðar nr. 747/2019.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að senda umbeðnar upplýsingar.

9.Sameiningar sveitarfélaga

Málsnúmer 1910117Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Héðins Unnsteinssonar fh. Capasecnt, móttekið, 25.11.2019 þar sem boðin er þjónusta við frumgreiningu á kostum við sameiningu þeirra sveitarfélaga sem hyggjast eða vilja láta skoða sameiningu. Markmið greiningar er að skoða núverandi stöðu sveitarfélaga og leggja mat á mögulega hagræðingu, úrbætur með skipulagsbreytingum og notkun nýjustu tækni.

10.Dagur íslenskrar tungu 2019

Málsnúmer 1910149Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Lilju D. Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og Guðrúnar Nordal fh. Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, dags í október 2019. Þar kemur fram að degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, verður fagnað í 24. sinn laugardaginn 16. nóvember nk., en hann hefur fest sig í sessi sem sérstakur hátíðisdagur íslenskunnar. Þá eru sem flestir hvattir til að nota tækifærið til þess að minna á mikilvægi þjóðtungunnar t.d. með því að skipuleggja samkomur, halda kynningar eða veita viðurkenningar. Minnt er á að dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur og því mælst til þess að opinberar stofnanir flaggi íslenska fánanum í tilefni dagsins.

11.Til umsagnar 328. mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1911018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Velferðarnefnd Alþingis, dags. 06.11.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 328. mál.

12.Frá nefndasviði Alþingis - 66. mál til umsagnar

Málsnúmer 1911011Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 04.11.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 66. mál.

13.Fundargerðir skólanefndar TÁT

Málsnúmer 1910013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 16. fundar Skólanefndar Tát frá 11. október sl.

14.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2019

Málsnúmer 1901004Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir:
Fundargerð 109. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 6. nóvember sl.
Fundargerð 58. fundar markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar frá 6. nóvember sl.
Fundargerð 5. fundar Vinnuhóps um markaðsstefnu Fjallabyggðar frá 29. október sl.
Fundargerð 247. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 6. nóvember sl.
Fundargerð 3. fundar öldungaráðs Fjallabyggðar frá 8. nóvember sl.

Fundi slitið - kl. 17:45.