Bæjarráð Fjallabyggðar

561. fundur 19. júní 2018 kl. 16:00 - 16:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Erindisbréf nefnda 2018-2022

Málsnúmer 1806062Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að uppfærslu á erindisbréfum fræðslu- og frístundanefndar, hafnarstjórnar og skipulags- og umhverfisnefndar.

Bæjarráð samþykkir drögin.

2.Starf hjúkrunarforstjóra Hornbrekku

Málsnúmer 1805100Vakta málsnúmer

Tvær umsóknir bárust um stöðu hjúkrunarforstjóra og forstöðumanns Hornbrekku en umsóknarfresturinn rann út þann 11.júní sl.

Umsækjendur eru :
Sunna Eir Haraldsdóttir
Birna Björnsdóttir

Lögð fram umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar þar sem undirritaðir mæla með því við bæjarráð að Birna Björnsdóttir verði ráðin sem hjúkrunarforstjóri dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku.

Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.

3.Skólamáltíðir 2018-2020

Málsnúmer 1805101Vakta málsnúmer

Á 555. fundi bæjarráðs, 8. maí 2018, var samþykkt að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að gera verðkönnun vegna skólamáltíða.
Annars vegar væri um að ræða verðkönnun vegna skólamáltíða fyrir nemendur og starfsfólk starfstöðvarinnar að Norðurgötu 10 Siglufirði og hins vegar verðkönnun vegna skólamáltíða fyrir nemendur og starfsfólk starfstöðvarinnar að Tjarnarstíg 3 Ólafsfirði.

Þrír aðilar sendu inn tilboð.

Rauðka ehf bauð kr. 930 í máltíð fyrir nemendur og kr. 1.150 fyrir starfsfólk.
Höllin bauð kr. 870 í máltíð fyrir nemendur og kr. 1.150 fyrir starfsfólk.
Bolli og Beddi ehf bauð kr. 890 í máltíðir fyrir nemendur og starfsfólk.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga um skólamáltíðir við lægstbjóðanda Höllina ehf í samræmi við innkaupareglur bæjarfélagsins.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1710105Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

5.Hjólabrettapallur - fyrirspurn

Málsnúmer 1805099Vakta málsnúmer

Á 559. fundi bæjarráðs, 5.júní sl. var tekið fyrir fyrirspurn nemenda við grunnskólann á Ólafsfirði þar sem óskað var eftir að taka aftur í notkun hjólabrettapall sem var á grunnskólalóðinni á Siglufirði og færa hann yfir á skólalóð grunnskólans í Ólafsfirði.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála þar sem lagt er til að skoðað sé að setja hjólabrettarampinn sem tekin var af skólalóðinni við Norðurgötu inn í hönnunina á skólalóð grunnskólans við Tjarnarstíg. Verkið kæmi til framkvæmda sumarið 2019.

Bæjarráð samþykkir umsögn deildarstjóranna og vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.

6.Umbótaáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1604017Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Mennta- og Menningarmálaráðuneyti er varðar eftirfylgni með úttekt á Grunnskóla Fjallabyggðar. Ráðuneytið óskar eftir upplýsingum um framkvæmda umbóta sem áætlaðar voru í umbótaáætlun sveitarfélagsins og skólans á skólaárinu 2017-2018.

Bæjarráð vísar erindinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda og markaðsmála til úrvinnslu.

7.Samningur um sálfræðiþjónustu 2018-2019

Málsnúmer 1805092Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi milli Jón Viðars Viðarssonar sálfræðings um sálfræðiþjónustu við félagsþjónustu Fjallabyggðar og leik- og grunnskóla Fjallabyggðar. Samningurinn gildir frá 1. september 2018 til 10. júní 2019.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn.

8.Fæðispeningar v. starfsfólks Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar.

Málsnúmer 1804035Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Starfsmannafélagi Fjallabyggðar, þar sem fram kemur að félagið óski eftir frekari rökstuðningi varðandi afgreiðslu erindis þar sem afgreiðsla þess hafi ekki verið í samræmi við það sem farið var fram á í kröfu Starfsmannafélags Fjallabyggðar.

Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að greiða starfsmönnum íþróttamiðstöðvar í Ólafsfirði fæðispeninga í samræmi við lögfræðiálit frá Samband íslenskra sveitarfélaga og Nordik lögfræðiþjónustu og ítrekar fyrri samþykkir.

9.Útboð leikskólalóð Leikskála 2. áfangi

Málsnúmer 1806001Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð í verkið „2. áfangi leikskólalóðar á Leikskálum“ fimmtudaginn 14. júní sl.

Eftirfarandi tilboð barst :

Sölvi Sölvason 26.916.000
Kostnaðaráætlun 24.255.000

Bæjarráð samþykkir að taka tilboðinu.

10.Umsókn um leyfi til lendingar þyrlu á Siglufirði

Málsnúmer 1806055Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Viking Heliskiing, dags. 15.júní 2018, varðandi leyfi til að lenda þyrlu á malarplani sunnan við Hótel Sigló. Einnig sækir fyrirtækið um að fá að setja niður olíutank af nýjustu gerð á planinu. Viking Heliskiing mun girða svæðið af og sjá til þess að svæðið verði tryggt.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í skipulags- og umhverfisnefnd.

11.Skiptalok Róta bs og afskráning félagsins

Málsnúmer 1806047Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá KPMG ehf varðandi skiptalok Róta bs. og afskráningu félagsins.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi með öðrum eignaraðilum í Rótum bs. þann 25. janúar 2017 að slíta félaginu. Sama dag var skipuð skiptastjórn í Rótum bs. Skiptastjórn hefur nú lokið störfum og úthlutun hennar á eignum Róta bs. liggur fyrir.

Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkir úthlutun skiptastjórnar og samþykkir að starfsemi Róta bs. verði hætt og félagið lagt niður og afmáð úr firmaskrá.
Bæjarráð felur hér með KPMG ehf. að annast samskipti við firmaskrá við afskráningu félagsins.

12.Kynning á kerfisáætlun Landsnets 2018-2027

Málsnúmer 1806009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Landsneti um umsagnarferli tillögu að kerfisáætlun um uppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi. Hún gildir fyrir tímabilið 2018- 2027 og skiptist í tvo meginhluta, langtímaáætlun um þróun meginflutningskerfsins og þriggja ára framkvæmdaáætlun fyrir tímabilið 2019-2021. Með kerfisáætluninni var unnið mat á umhverfisáhrifum hennar og er það birt í meðfylgjandi umhverfisskýrslu.

Ábendingar og athugasemdir við kerfisáætlun og um umhverfisskýrsluna skal senda til Landsnets á netfangið landsnet@landsnet.is eða á heimilisfangið Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, merkt athugasemdir við kerfisáætlun 2018-2027.
Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við tillögurnar er til og með 15. júlí 2018.

Fundi slitið - kl. 16:45.