Bæjarráð Fjallabyggðar

557. fundur 22. maí 2018 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Hátíðarsamþykkt Fjallabyggðar í tilefni 100 ára kaupstaðarafmælis Siglufjarðar

Málsnúmer 1805065Vakta málsnúmer

Á hátíðarfundi bæjarstjórnar, sem haldinn var í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar, þann 20. maí sl., var samþykkt að veita 4 milljónum kr. til skógræktar í sveitarfélaginu.

Bæjarráð samþykkir að vísa upphæðinni til viðauka nr.4/2018 við fjárhagsáætlun árið 2018 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

2.Trúnaðarmál - Starfsmannamál

Málsnúmer 1805057Vakta málsnúmer

Niðurstaða málsins færð í trúnaðarbók.

3.Húsnæðismál Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar

Málsnúmer 1805038Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Í kjölfar úttektar deildarstjóra og forstöðumanns Bókasafns Fjallabyggðar á húsnæðismálum héraðsskjalasafnsins fól bæjarráð þeim að leggja fyrir ráðið tillögu að framtíðarfyrirkomulagi safnsins.

Lögð fram tillaga deildarstjóra og forstöðumanns.

Bæjarráð lítur tillöguna jákvæðum augum og vísar henni til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að kostnaðarmeta tillöguna.

4.Viðauki við fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 1802048Vakta málsnúmer

Tekin fyrir tillaga að viðauka 1 við fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að viðauka 1 til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.Sorporkustöð

Málsnúmer 1805030Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs þann 15. maí sl. var lögð fram skýrsla Braga Más Valgeirssonar, Júlíusar Sólnes og Stefáns Guðsteinssonar um sorporku og hugmynd að sorporkustöð í Ísafirði eða Bolungarvík. Óskað var eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Í umsögn deildarstjóra kemur fram að Fjallabyggð hafi nú flokkað sorp í níu ár og urðað sé um 45-48% af heimilissorpi á Sölvabakka. Kostnaður við urðunina er um 16 milljónir á ári og telur deildarstjóri að hægt væri að lækka þann kostnað með tilkomu sorporkustöðvar. Áhugavert væri að skoða hvort aðstæður séu til þess að reisa slíkt mannvirki á Norðurlandi.

Málið verður tekið upp á stjórnarfundi Eyþings.

6.Vefmyndavél í turni Siglufjarðarkirkju

Málsnúmer 1805025Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs þann 15. maí var tekið fyrir erindi frá Trölla.is vegna uppsetningar vefmyndavélar í turni Siglufjarðarkirkju og samþykkti bæjarráð að leita álits lögfræðings sveitarfélagsins vegna persónuverndar.

Í svari lögfræðings kemur fram að uppsetning vefmyndavélarinnar fellur undir persónuverndarlög og er ekki í samræmi við leyfðan tilgang samkvæmt 4. gr. reglnanna þar sem segir að rafræn vöktun verði að fara fram í yfirlýstum, skýrum tilgangi, s.s. í þágu öryggis og eignavörslu.

Í ljósi umsagnar lögfræðings bæjarfélagsins þá sér bæjarráð sér ekki fært að veita jákvæða umsögn.

7.Fyrirspurn frá UMFÍ; Framlag sveitarfélaga til íþrótta- og ungmennafélaga

Málsnúmer 1805001Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs þann 8. maí sl. var tekið fyrir erindi frá UMFÍ þar sem óskað var eftir upplýsingum um beint framlag sveitarfélagsins til íþrótta- og ungmennafélaga í sveitarfélaginu.

Bæjarráð fól deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að svara erindinu.

Lagt fram svarbréf deildarstjóra til UMFÍ.

8.Umsókn um stækkun á athafnasvæði Bás ehf. við Egilstanga

Málsnúmer 1805013Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 14. maí sl., var tekið fyrir erindi Bás ehf., dags. 30. apríl 2018, um stækkun lóðar á Vesturtanga, Siglufirði. Nefndin vísaði málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð óskar eftir umsögn lögfræðings sveitarfélagsins vegna málsins.

9.Rekstur tjaldsvæða 2018

Málsnúmer 1802042Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs þann 15.maí sl. samþykkti bæjarráð að taka greiðslukvittanakerfi fyrir tjaldsvæði Fjallabyggðar í notkun. Eftir samtöl við rekstraraðila leggur deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála til að taka í notkun smáforrit sem hannað er til að halda utan um rekstur tjaldsvæða.

Kostnaður við forritið og límmiða er kr. 115.980.

Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra og felur deildarstjóra afgreiðslu málsins.

Áður samþykkt tillaga að viðauka leiðréttist í samræmi við bókun þessa.

10.Frumvarp til laga um endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda

Málsnúmer 1805062Vakta málsnúmer

Lagt fram frumvarp til laga um endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra framkvæmda.

Bæjarráð styður frumvarpið og felur bæjarstjóra að senda jákvæða umsögn til nefndarsviðs Alþingis.

11.Afnot af Hóli

Málsnúmer 1804144Vakta málsnúmer

Í gildandi samningi Fjallabyggðar og Knattspyrnufélags Fjallabyggðar er kveðið á um að Fjallabyggð greiði fyrir afnot félagsins af íþróttamiðstöðinni Hóli á Siglufirði. Að beiðni Fjallabyggðar hefur KF tekið saman áætlaða notkun á aðstöðunni 2018 og samkvæmt útreikningi UÍF nemur leigan 600.000 kr.

Bæjarráð samþykkir að vísa upphæðinni til viðauka nr.4/2018 við fjárhagsáætlun árið 2018 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

12.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2018

Málsnúmer 1805043Vakta málsnúmer

Aðalfundur Landskerfis bókasafna verður haldinn 30. maí kl. 15.00 að Katrínartúni 2, 2.h., 105 Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

13.Sveitarstjórnarkosningar 2018

Málsnúmer 1802027Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Þjóðskrá Íslands um meðferð kjörskrástofna vegna sveitarstjórnakosninga 2018.

Kjörskrárstofnar liggja frammi á bæjarskrifstofunni í ráðhúsi Fjallabyggðar og bókasafninu á Ólafsvegi 4, Ólafsfirði.

14.Landsvæði fyrir styttu af landvætti

Málsnúmer 1710026Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Guðbrands Jónssonar þar sem krafist er umsagnar sveitarfélagsins Fjallabyggðar vegna synjunar Ferðamálastofu Íslands um styrk vegna verkefnis Landvætta Íslands í norður.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

15.Ársreikningur - 2017 Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar

Málsnúmer 1805055Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar.

16.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2018

Málsnúmer 1801013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga sem haldinn var 15. maí sl.

Fundi slitið - kl. 13:00.