Leikskóli Fjallabyggðar - Starfsmannakönnun í nóvember 2024

Málsnúmer 2501023

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 148. fundur - 13.01.2025

Gæðaráð Leikskóla Fjallabyggðar lagði fyrir starfsmannakönnun sl. haust samkvæmt endurbótaáætlun leikskólans. Tilgangurinn var að fylgja eftir niðurstöðum síðustu starfsmannakönnunar. Svarhlutfall var 94,6%.
Undir þessum lið sat Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastýra Leikskóla Fjallabyggðar. Skólastýra fór yfir niðurstöður könnunarinnar. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Gæðaráði leikskólans fyrir frumkvæðið að könnuninni og hvetur til áframhaldandi vinnu til að bæta starfsumhverfi enn frekar.