Fundargerð markaðs- og menningarnefndar er í 6 liðum.
Til afgreiðslu er liður 3.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Guðjón M. Ólafsson, Helgi Jóhannsson og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 28. september 2023.
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að auglýsa eftir tilnefningum til bæjarlistamanns 2024.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 28. september 2023.
Markaðs- og menningarnefnd stendur fyrir haustfundi ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð 2023. Fundurinn er áætlaður um miðjan nóvember. Nefndin felur markaðs- og menningarfulltrúa að setja saman dagskrá fundarins í samræmi við umræður fundarins og auglýsa hann.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
-
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 28. september 2023.
Listasafni Fjallabyggðar hefur borist listaverk að gjöf frá afkomendum Dóru Jónsdóttur og Sigurðar Sigurðarsonar sem bjuggu á Siglufirði á árum áður en Sigurður var læknir á Siglufirði á árunum 1962-1972. Verkið sem er rýjað með plötulopa er samvinnuverkefni Dóru og Höllu Haralds listakonu frá Siglufirði sem teiknaði myndina.
Markaðs- og menningarnefnd þakkar afkomendum Dóru og Sigurðar fyrir höfðinglega gjöf til safnsins.
Bókun fundar
Bæjarstjórn þakkar afkomendum Dóru Jónsdóttur og Sigurðar Sigurðarsonar fyrir rausnarlega gjöf.