Fundargerð fræðslu-, og frístundanefndar er í fimm liðum.
Til afgreiðslu er fimmti liður fundarins.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 129
Lagðar fram upplýsingar frá forstöðumanni íþróttamiðstöðva um aðsóknartölur í sundlaugar Fjallabyggðar í apríl og maí 2023. Fyrir liggur tillaga forstöðumanns að opnunartíma sundlauga fyrir veturinn 2023-2024. Tillagan gerir ráð fyrir jafnri opnun í báðum sundlaugum, alla virka dag til kl. 19:45, stytting opnunartíma sundlaugar á Siglufirði hefur ekki áhrif á nýtingu íþróttahúss.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir tillögu forstöðumanns til reynslu í þrjá mánuði og óskar eftir að haldið verði utan um aðsóknartölur þennan tíma.
Bókun fundar
Bæjarráð samþykkir ofangreinda afgreiðslu fræðslu- og frístundanefndar með 3 atkvæðum.