Skil á viðbragðsáætlun og skýrslu um mengunarvarnaæfingar ofl. fyrir árið 2022

Málsnúmer 2302051

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 135. fundur - 22.02.2023

Umhverfisstofnun vekur athygli á að samkvæmt 2. mgr. 11.gr. reglugerðar nr. 1010/2012 um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda skulu hafnir fyrir 1. mars ár hvert skila til Umhverfisstofnunar, uppfærðri viðbragðsáætlun og skýrslu um mengunarvarnaæfingar árið á undan, notkun mengunarvarnabúnaðar, mat á ástandi hans og þörf á endurnýjun, ásamt upplýsingum um bráðamengun sem orðið hefur í höfninni og hvernig við henni var brugðist.
Hafnarstjóra falið að vera í sambandi við slökkviliðsstjóra og starfsmenn hafnarinnar til að fylgja eftir þessu máli.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 138. fundur - 28.06.2023

Uppfærðri viðbragðsáætlun og skýrslu um mengunarvarnaræfinar hefur verið skilað inn til Umhverfisstofnunar.
Lagt fram til kynningar.