Endurnýjun íbúðar á sambýlinu, Lindargötu 2

Málsnúmer 2302026

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14.02.2023

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar og félagsmáladeildar ásamt útfærðum viðauka við fjárhagsáætlun 2023 vegna endurbóta á íbúð í sambýlinu við Lindargötu 2, Siglufirði.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar deildarstjórum tækni- og félagsmáladeildar fyrir minnisblaðið. Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 227. fundur - 08.03.2023

Visað frá 778. fundi bæjarráðs frá 14. febrúar sl. til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar og félagsmáladeildar ásamt útfærðum viðauka við fjárhagsáætlun 2023 vegna endurbóta á íbúð, í íbúakjarna, við Lindargötu 2, Siglufirði.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2023 með 7 atkvæðum.