Eyrarflöt - gatnagerð

Málsnúmer 2207041

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 753. fundur - 08.08.2022

Lagt er fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 25. júlí 2022 er varðar opnun tilboða í verkefnið "Eyrarflöt Siglufirði - Fylling og lagnir" föstudaginn 22. júlí.
Samþykkt
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:
Sölvi Sölvason kr. 11.941.400
Bás ehf kr. 11.801.780
Kostnaðaráætlun kr. 12.600.000

Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra um að tilboði Báss ehf. verði tekið.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 300. fundur - 05.07.2023

Gatnagerð við Eyrarflöt hófst haustið 2022 með nýrri götu og lögnum að Eyrarflöt 14-20. Ásókn í aðrar lóðir á svæðinu kalla á frekari gatnagerðir og frágang á svæðinu. Til að hægt sé að halda áfram með uppbygginu íbúða, sérstaklega til endursölu, er mikilvægt að frágangi grænna svæða sé lokið, s.s. leiksvæðis, sem og frágangur gatna og gangstétta og önnur umgjörð svæðisins.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin óskar eftir að tæknideild ljúki hönnun Eyrarflatar og sem og hönnun og frágang opinna svæða í samræmi við gildandi deiliskipulag.